Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Gjörðir íslenskra stjórnvalda gætu leitt til þess að börn verði tekin af foreldrum sínum, sem mögulega bíður fangelsisvist. Fyrrverandi þingmaður Samfylkingarinnar segir aumt að stjórnvöld sendi tveggja vikna börn úr landi undir forsæti flokksins. 5.10.2025 20:52
Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Formaður stjórnar Ríkisútvarpsins vill að Ísrael verði vikið úr Eurovision. Stjórnvöld þar hafi sagt sig úr samfélagi siðaðra manna. Ísraelar noti keppnina sem áróðurstól. 5.10.2025 13:33
Símafrí en ekki símabann Barnamálaráðherra segir símabann í grunnskólum ekki á dagskrá, heldur símafrí. Börn hafi kallað eftir samræmdum reglum milli skóla og mikilvægt sé að símar trufli ekki kennslu, þótt skólar eigi að nýta sér nútímatækni. 5.10.2025 12:29
Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair Formaður Neytendasamtakanna segir engan brag af verðhækkunum hjá Icelandair í kjölfar gjaldþrots Play. Þrátt fyrir mikið framboð af flugferðum til og frá Íslands hafa ferðaskrifstofur lent í vandræðum með endurskipulagningu ferða. 4.10.2025 21:31
Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Formaður Eflingar harmar að formenn annarra stéttarfélaga fordæmi aðgerðir borgarinnar í leikskólamálum, án þess að kanna hug félagsmanna fyrst. Ástandið á leikskólum borgarinnar sé óásættanlegt og ljóst að breytinga sé þörf. 4.10.2025 12:13
Umferðin færist inn á íbúðagötur Kópavogsbúar óttast að vegaframkvæmdir verði til þess að miklar umferðartafir verði á svæðinu. Ekkert samráð hafi verið haft við íbúa og umferð þyngist á íbúðagötum í staðinn. 3.10.2025 22:17
Vissu af auknum töfum en óraði ekki fyrir viðbrögðunum Reykjavíkurborg vissi að yrði beygjuvasi við gatnamót Höfðabakka og Bæjarháls fjarlægður yrðu tafir á umferð úr Árbænum. Samgöngustýra Reykjavíkurborgar segir þær gríðarlegu tafir sem ökumenn hafa upplifað síðustu vikur eiga vera mun skárri nú. Hún vonast til þess að tíminn leiði í ljós að framkvæmdirnar séu ekki svo slæmar. 1.10.2025 07:00
Ísland land númer 197 Maður sem lauk ferðalagi sínu til allra landa heimsins á Íslandi, segist feginn að vera búinn með þennan kafla í sínu lífi. Ævintýrið fjármagnaði hann allt með dagvinnu í heimalandinu og nýtti helgar og aðra frídaga til að ferðast um heiminn. 30.9.2025 21:31
Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Play sendi kvörtun til Samkeppniseftirlitsins þann 5. september síðastliðinn vegna meintrar misnotkunar Icelandair á markaðsráðandi stöðu. Flugmaður Icelandair hafi vegið að Play með dylgjum um starfsemi, stöðu og horfur og spáð endalokum félagsins. Ófræging flugmannsins hafi grafið undan trausti almennings til Play. 29.9.2025 18:42
Loka Kristjánsbakaríi Stjórn Gæðabaksturs hefur ákveðið að hætta rekstri Kristjánsbakarís á Akureyri. Í skoðun er að nýr rekstraraðili taki við versluninni í Hafnarstræti en verslunin við Hrísalund mun heyra sögunni til. Kaup Ölgerðarinnar á Gæðabakstri, sem tilkynnt voru í byrjun árs, eru til skoðunar hjá Samkeppniseftirlitinu. 29.9.2025 17:16