Fréttamaður

Bjarki Sigurðsson

Bjarki er fréttamaður á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

52 ár á milli þeirra og þrjár bækur

Embla Bachmann er átján ára og gaf út sína fyrstu bók í fyrra, Stelpur stranglega bannaðar. Hún var í kjölfarið tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna, sú yngsta í sögunni til að hljóta tilnefningu. Bók númer tvö kom út fyrir nokkrum vikum og um svipað leyti kom út frumraun annars höfunds. Sá er 52 árum eldri en Embla og er engin önnur en amma hennar.

Falskir af­slættir og þrýstingur við sölu á Temu

Yfirvöld neytendamála hafa ávítt kínverska verslunarrisann Temu fyrir slæma viðskiptahætti. Yfirlögfræðingur Neytendastofu segir Temu gera margt til þess að gabba neytendur til að kaupa vörur. 

Allt of margir með hugann annars staðar í um­ferðinni

Aðalvarðstjóri hefur áhyggjur af fjölgun tilvika þar sem ökumenn aka yfir á rauðu ljósi. Fleiri og fleiri ökumenn séu annars hugar í umferðinni og jafnvel að horfa á kvikmyndir í símanum á meðan þeir keyra.

Bein út­sending: Vikulöng þrek­raun Einars

Í dag hefst átak þar sem Einar Hansberg Árnason hyggst framkvæma röð krefjandi æfinga samtals 500 sinnum, dag og nótt í heila viku. Einar vill með þessu vekja athygli á sjálfsvígstíðni og mikilvægri starfsemi Píeta samtakanna.

Lög­reglan bannaði bjór á B5

Samband ungra framsóknarmanna fékk ekki að bjóða upp á áfengi þegar kosningamiðstöð þeirra var opnuð við Bankastræti 5 í gær. Formaðurinn segir að einhverjir hafi verið súrir þegar þeir gátu eingöngu fengið óáfenga drykki á staðnum en þeir boða til nýrrar veislu í næstu viku.

Nammimaðurinn er allur

Bandaríski leikarinn Tony Todd er látinn, 69 ára að aldri. Todd er þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Nammimaðurinn í hryllingsmyndunum Candyman.

Sjá meira