Sparnaðurinn bitni á fjölskyldum Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að flokkurinn tali fyrir meiri sveigjanleika og fjölbreytni í leikskólakerfinu, en flokkurinn bókaði gegn ákvörðun meirihlutans um að afnema lengri opnun ákveðinna leikskóla til klukkan 17. Hún segir að sparnaður sem af þessu hlýst ýtist bara yfir á fjölskyldur. 28.5.2025 00:08
Málið alvarlegra en stjórnmálamenn gera sér grein fyrir Formaður Blaðamannafélagsins segir hættulegt að stjórnmálamenn geri fjölmiðla að skotspæni sínum í auknu mæli. Málið sé alvarlegra en stjórnmálamennirnir geri sér grein fyrir. 27.5.2025 22:16
Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Aðeins helmingur landsmanna treysti íslenskum fjölmiðlum til að færa sér réttar upplýsingar og hlutlæga umfjöllun í tengslum við Alþingiskosningarnar í fyrra. Yfir sextíu prósent svarenda í könnun töldu sig hafa orðið vör við falsfréttir í aðdraganda kosninga, flestar frá stjórnmálaflokkunum sjálfum. 27.5.2025 11:45
Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Fæðingartíðni á Íslandi hefur aldrei verið lægri og þingmaður segir fólk hér á landi þurfa að fjölga sér meira. Hann kallar eftir umræðu og vill að stjórnvöld ráðist í aðgerðir. 26.5.2025 21:31
Ný forysta stefni í ranga átt Oddviti Sósíalista í borgarstjórn segir nýja forystu flokksins stefna með hann í ranga átt. Hún hefur hætt öllu innra starfi og flokksmenn þurfa að finna sér nýjan leiðtoga. 26.5.2025 19:31
Notkun svefnlyfja gæti haft alvarleg áhrif á eldri borgara Íslendingar nota margfalt meira af svefnlyfjum en nágrannaþjóðir. Varasamt sé að taka lyfin, þá sérstaklega til lengri tíma. Aðstandandi átaks til vitundarvakningar um lyfin segir eldra fólk verða að vera meðvitaðra um skaðsemi lyfjanna. 26.5.2025 12:18
Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Formaður Félags fanga segir almenning líða fyrir seinagang yfirvalda í að koma fyrrverandi föngum með fjölþættan vanda í almennilegt úrræði. Málin endi alltaf þann hátt að þeir brjóti ítrekað af sér. 22.5.2025 18:50
Mjög alvarlegt tilfelli Vettvangsstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að eldur sem kom upp í blokk við Hjarðarhaga í Vesturbæ Reykjavíkur hafi verið mjög alvarlegt tilfelli. Þrír voru fluttir á slysadeild. Að minnsta kosti einn þeirra var með meðvitund. 22.5.2025 11:39
Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Alþingi braut ekki gegn stjórnarskrá þegar umdeild búvörulög voru samþykkt á síðasta ári. Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda segir stjórnarandstöðuna ganga erinda sérhagsmuna ætli hún að berjast gegn því að frumvarpið verði dregið til baka. 21.5.2025 21:45
Vill Ísrael og Úkraínu úr Eurovision Keppandi Króatíu í Eurovision í ár vill að engar þjóðir í stríði fái að taka þátt í Eurovision, sama hvort þær hafi hafið stríðið eða ekki. Það sé óhjákvæmilegt að keppnin verði pólitísk með þátttöku þeirra. 20.5.2025 15:37