Stjörnu-Sævar til KPMG Fyrirtækið KPMG hefur ráðið til sín fjóra sérfræðinga, þau Bryndísi Gunnlaugsdóttur, Guido Picus, Sævar Helga Bragason og Þorstein Guðbrandsson. Sérhæfa þau sig á fjölbreyttum sviðum og koma frá ólíkum geirum atvinnulífsins. 1.2.2023 14:12
Tíu stofnanir verða að þremur Áform eru um að sameina tíu stofnanir sem heyra undir umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið í þrjár stofnanir. Ráðherra segir að markmiðið með sameiningunni sé að efla stofnanir ráðuneytisins. 1.2.2023 10:51
Allt í volli í dýragarðinum í Dallas: Dýr að sleppa og grunsamlegur dauðdagi hrægamms Dularfull hvörf og grunsamlegur dauðdag hrægamms í dýragarðinum í Dallas eru nú til rannsóknar hjá lögreglunni í borginni. Í gær komst í ljós að tveimur keisaratamarin öpum hafði verið stolið úr garðinum en skömmu fyrir það fannst hrægammur sem lést dularfullum dauðdaga. 1.2.2023 10:24
Þingmaðurinn ljúgandi hættir við nefndasetu Bandaríski þingmaðurinn George Santos mun ekki taka sæti í tveimur þingnefndum sem hann hafði verið skipaður í. Hann segist vilja bíða þar til búið væri að hreinsa hann af ásökunum um lygar í ferilskrá sinni og hefur beðið samflokksmenn sína afsökunar á „fjölmiðlafárinu“ sem myndast hefur í kringum hann. 1.2.2023 09:17
Reyna að vekja dódó-fuglinn til lífsins Vísindamenn við Háskólann í Kaliforníu vilja vekja hinn útdauða dódó-fugl aftur til lífs en tegundin dó út á 17. öld. Með nýjum aðferðum við raðgreiningu erfðaefnis og nýjungum í genabreytingartækni telja vísindamennirnir að hægt sé að koma aftur upp stofni af dódó-fuglum. 31.1.2023 23:50
49 börn drukknuðu í skólaferð 51 manns létu lífið er bát hvolfdi á Tanda Dam-vatninu nærri borginni Kohat í Pakistan, þar af 49 börn. Börnin voru ásamt kennurum og skipstjóra í skólaferð á vatninu. 31.1.2023 23:08
Gulu úlfarnir koma fram í Söngvakeppninni Norska hljómsveitin Subwoolfer mun koma fram á úrslitum Söngvakeppninnar í mars. Hljómsveitin sló í gegn í Eurovision á síðasta ári með laginu Give That Wolf A Banana. 31.1.2023 22:18
Alec Baldwin ákærður fyrir manndráp af gáleysi Leikarinn Alec Baldwin hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Í ákærunni er Baldwin gefið að sök að hafa brotið fjölda laga er hann miðaði byssu í átt að kvikmyndatökustjóranum Halyna Hutchins við tökur á kvikmyndinni Rust. Skot úr byssunni hæfði Hutchins sem lét lífið. 31.1.2023 21:46
Flugfélagið Flyr gjaldþrota Norska flugfélagið Flyr mun á morgun óska eftir því að verða skráð gjaldþrota. Yfir fjögur hundruð manns vinna hjá flugfélaginu og hefur öllum flugferðum félagsins verið aflýst. 31.1.2023 21:16
Deildin hefst fyrir alvöru í kvöld Enska úrvalsdeildin hefst fyrir alvöru í Stjóranum í kvöld en þeir Hjálmar og Óli eru nú komnir á stóra sviðið. Strákarnir hafa tekið við stjórn úrvalsdeildarliða og er því til mikils að vinna. 31.1.2023 20:30