Innlent

Árið gert upp í Krydd­síld 2025

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Sigurður Ingi og Inga Sæland á góðri stundu í Kryddsíld 2024.
Sigurður Ingi og Inga Sæland á góðri stundu í Kryddsíld 2024. Vísir/Hulda Margrét

Kryddsíld verður á dagskrá Sýnar klukkan 14:00 í dag og verður í opinni dagskrá hér á Vísi.

Umsjónarmenn þáttarins eru ritstjóri og fréttastjóri fréttastofu Sýnar, þau Erla Björg Gunnarsdóttir og Kolbeinn Tumi Daðason. Telma Tómasson er gestgjafi þáttarins.

Líkt og í fyrra mæta sex formenn flokka í myndver Sýnar. Það eru þau Guðrún Hafsteinsdóttir, Sjálfstæðisflokki, Kristrún Frostadóttir, Samfylkingu, Inga Sæland, Flokki fólksins, Sigurður Ingi Jóhannsson, Framsóknarflokki, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Viðreisn og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Miðflokki.

Gestalistinn er því sá sami og síðast að undanskilinni Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem tók við af Bjarna Benediktssyni sem formaður Sjálfstæðisflokksins á árinu. 

Val fréttastofu á manni ársins verður kunngjört auk þess sem tónlist og grín koma við sögu.

Áhorfendur eru hvattir að bæta myllumerkinu #Kryddsíld við samfélagsmiðlafærslur um þáttinn meðan á honum stendur.

Kryddsíldin verður í beinni útsendingu klukkan 14 á Sýn og í spilaranum hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×