Sólveig segist komin til að halda viðræðum áfram Bjarki Sigurðsson, Heimir Már Pétursson og Kjartan Kjartansson skrifa 16. febrúar 2023 17:20 Ástráður Haraldsson dró fyrir tjöldin á fundarherbergi í húsnæði ríkissáttasemjara þegar hann og Sólveig settust þar. Ríkissáttasemjari segir að það muni liggja fyrir seinna í kvöld hvort alvöru viðræður muni hefjast milli Eflingar og Samtaka atvinnulífsins eða hvort viðræðum verður slitið. Formaður Samtaka atvinnulífsins segist þurfa „andrými“ til að halda viðræðunum áfram. Við fylgjumst með gangi mála í vakt hér neðst í fréttinni. Unnið hefur verið að því í gær og í dag að koma viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í farveg þar sem alvöru viðræður geta átt sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er helst tekist á um þá kröfu SA að hlé verði gert á verkföllum áður en viðræður hefjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Efling frest til klukkan sjö í kvöld til þess að svara hvort stéttarfélagið sé tilbúið til að fresta verkfalli á meðan samningaviðræðum stendur. Upphaflega var fresturinn til klukkan sex, líkt og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti við fréttastofu fyrr í dag en Efling fékk viðbótarfrest til klukkan sjö. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vissulega hefði þokast áfram í dag en hann vildi sjá meiri árangur. Hann vildi fá andrými fyrir umbjóðendur sína til þess að halda viðræðunum áfram. Vísaði hann þar til verkfallsaðgerða Eflingar sem yllu vaxandi tjóni með hverri klukkustundinni sem liði. Efling hefur, líkt og kom fram í viðtali við Sólveigu Önnu í dag, gert þá kröfu að til að svo megi verða þurfi Samtök atvinnulífsins að leggja eitthvað á borðið sem hafi vigt inn í viðræðunum. Fyrr í dag sagði Ástráður að það væri mikilvægt að aðilarnir næðu saman sem fyrst. Á meðan aðilar væru að tosast í rétt átt þá væri viðræðum haldið áfram. Þeim yrði að minnsta kosti ekki slitið af ríkissáttasemjara.
Unnið hefur verið að því í gær og í dag að koma viðræðum Eflingar og Samtaka atvinnulífsins (SA) í farveg þar sem alvöru viðræður geta átt sér stað. Samkvæmt heimildum fréttastofu er helst tekist á um þá kröfu SA að hlé verði gert á verkföllum áður en viðræður hefjast. Samkvæmt heimildum fréttastofu hefur Efling frest til klukkan sjö í kvöld til þess að svara hvort stéttarfélagið sé tilbúið til að fresta verkfalli á meðan samningaviðræðum stendur. Upphaflega var fresturinn til klukkan sex, líkt og Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari staðfesti við fréttastofu fyrr í dag en Efling fékk viðbótarfrest til klukkan sjö. Eyjólfur Árni Rafnsson, formaður SA, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld að vissulega hefði þokast áfram í dag en hann vildi sjá meiri árangur. Hann vildi fá andrými fyrir umbjóðendur sína til þess að halda viðræðunum áfram. Vísaði hann þar til verkfallsaðgerða Eflingar sem yllu vaxandi tjóni með hverri klukkustundinni sem liði. Efling hefur, líkt og kom fram í viðtali við Sólveigu Önnu í dag, gert þá kröfu að til að svo megi verða þurfi Samtök atvinnulífsins að leggja eitthvað á borðið sem hafi vigt inn í viðræðunum. Fyrr í dag sagði Ástráður að það væri mikilvægt að aðilarnir næðu saman sem fyrst. Á meðan aðilar væru að tosast í rétt átt þá væri viðræðum haldið áfram. Þeim yrði að minnsta kosti ekki slitið af ríkissáttasemjara.
Kjaraviðræður 2022-23 Kjaramál Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjá meira