Sá eftir því að hafa flúið dýragarð þegar það fór að rigna Simpansi flúði dýragarð í borginni Karkív í Úkraínu í gær og hafði engan áhuga á því að snúa aftur þangað. Þegar það fór að rigna sá hann þó eftir því og fékk regnkápu hjá starfsmanni dýragarðsins sem fylgdi honum aftur heim á hjóli. 6.9.2022 11:41
Bakar íslenskt rúgbrauð í bílnum sínum í Kaliforníu Eldfjallafræðingurinn Dr. Julian Lozoz bakar þessa stundina rúgbrauð í bíl sínum í San Fernando-dalnum í Kaliforníu-ríki. Hitinn í bílnum hans hefur náð allt að 86 gráðum. 6.9.2022 10:48
Hætta á að vatn úr stærsta stöðuvatni Pakistan flæði í borgir Yfirvöld í Pakistan gera nú það sem þau geta til þess að vatn úr Manchar-stöðuvatninu flæði ekki inn í nærliggjandi borgir og bæi. Rúmlega þrettán hundruð manns hafa látist vegna flóða þar í landi síðan um miðjan júní. 6.9.2022 08:59
Segjast líklegast bera ábyrgð á dauða Akleh Ísraelski herinn segist líklegast bera ábyrgð á dauða blaðakonunnar Shireen Abu Akleh sem skotin var til bana á Vesturbakkanum í maí. Ísraelsmönnum hefur ekki tekist að rannsaka byssukúluna sem drap hana til þess að staðfesta það en Akleh var stödd á Vesturbakkanum til að flytja fréttir af átökum Ísrael og Palestínu. 5.9.2022 16:31
Hæstiréttur Kenía staðfestir úrslit kosninganna Hæstiréttur Kenía hefur staðfest úrslit forsetakosninganna sem fram fóru þar í landi um miðjan ágúst. Einn frambjóðandi hafði kært kosningarnar og sakað mótframbjóðanda sinn um kosningasvindl. 5.9.2022 15:10
Brendan Fraser felldi tár eftir frumsýningu Hvalsins Aðstandendur kvikmyndarinnar The Whale hlutu átta mínútna lófaklapp eftir frumsýningu myndarinnar á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum. Tilfinningarnar báru Brendan Fraser, aðalleikara myndarinnar, ofurliði og varð hann klökkur yfir viðbrögðum fólks. 5.9.2022 14:21
Ellen nýr framkvæmdastjóri Barnaheilla Ellen Calmon, fyrrverandi borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Barnaheilla – Save the Children á Ílandi. Ellen tekur við af Ernu Reynisdóttur sem hefur stýrt samtökunum síðustu tíu ár. 5.9.2022 13:29
Á annan tug slösuð eftir að fallturn bilaði Tæplega tuttugu manns eru slasaðir eftir að fallturn bilaði og lenti á jörðinni í borginni Mohali í Punjab-héraði í Indlandi í gær. Myndband náðist af atvikinu og hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. 5.9.2022 13:20
Alvarlega slösuð eftir hákarlaárás á Hawaii Rúmlega fimmtug frönsk kona er alvarlega slösuð orðið fyrir árás hákarls við strendur eyjunnar Maui á Hawaii á laugardaginn. Ströndinni var lokað í kjölfar árásarinnar. 5.9.2022 12:56
Dagur fordæmir árás á sósíalista en Brynjar talar um hræsni Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, segir það vera óhugnanlegt að heyra af skemmdarverkum sem gerð voru á húsnæði Sósíalistaflokksins á laugardaginn. Brynjar Níelsson, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, sakar Gunnar Smára um hræsni. 5.9.2022 11:37