Hjálmar með upplyftandi morgunkveðju Hljómsveitin Hjálmar hefur verið ein ástsælasta hljómsveit landsmanna í áratugi og komið víða fram. Þeir voru í dag að senda frá sér brakandi ferskt lag sem er sannkallaður morgunsmellur. 23.5.2025 09:02
Dunda dömurnar fögnuðu í bongó blíðu Það var líf og fjör í miðbæ Reykjavíkur þegar markaðstorgið Dunda fór í loftið. Um áttatíu manns komu saman og fögnuðu þessu á barnum Nínu og sólin var heiðursgestur partýsins. 22.5.2025 09:01
Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Það er stöðugt líf og fjör í skemmtanalífinu í Reykjavík og því slær ekki slöku við. Breski plötusnúðurinn Notion er væntanlegur til Íslands næsta vetur og mun troða upp á klúbbnum Auto en hann þykir einn af vinsælustu plötusnúðum heimsins í dag. 21.5.2025 14:30
Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Áhrifavaldurinn, ofurskvísan og körfuboltaáhugakonan Guðrún Svava Egilsdóttir, betur þekkt sem Gugga í gúmmíbát, hefur ekki látið sig vanta á körfuboltaleikina undanfarið. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk góð ráð um hvernig ætti að klæða sig fyrir körfuboltaleik. 21.5.2025 12:01
Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Förðunarmógúllinn, fyrirsætan og tískudrottningin Hailey Bieber prýðir nú forsíðu Vogue tímaritsins þar sem hún ræðir á einlægum nótum um líf sitt. Eiginmaður hennar Justin Bieber birti forsíðumyndina á Instagram hjá sér með vægast sagt sérkennilegum texta sem hann hefur nú eytt. 21.5.2025 10:59
Nauðsynlegt að gera upp fortíðina „Ég áttaði mig á því að það væri tímasóun að trúa ekki á sjálfa mig, það skemmir bara fyrir manni sjálfum,“ segir tónlistarkonan Silja Rós sem var að senda frá sér plötuna Letters from my past. Blaðamaður ræddi við hana um lífið og listina. 21.5.2025 07:02
Glæsileg í Cannes í sérsaumaðri íslenskri hönnun Leikkonan og grínistinn Saga Garðarsdóttir skein sannarlega skært í íslenskri hönnun þegar hún gekk rauða dregilinn á kvikmyndahátíðinni í Cannes. Hún naut sín í sólinni á frönsku rívíerunni ásamt fríðu föruneyti úr kvikmyndinni Ástin sem eftir er. 20.5.2025 15:12
Frumflutti „Hver er sá besti“ í Fíladelfíu árið 1985 „Ég var pínu stressaður um að afi myndi snúa sér í gröfinni en svo þegar ég sé að það er verið að spila þetta í kirkjum og fermingum þá veit ég að hann yrði mjög ánægður,“ segir útvarpsmaðurinn, hlaðvarpsstjórnandinn og skemmtikrafturinn Auðunn Blöndal, jafnan þekktur sem Auddi Blö. Lagið hans „Hver er sá besti“ er eitt allra vinsælasta lagið í dag og sagan á bak við það er heldur betur einstök. 20.5.2025 07:02
Kærleiksbomba frá GusGus „Eins og kannski flestir Íslendingar er ég súperfan af GusGus og var ég því ekki lengi að svara kallinu þegar vinur minn Marteinn spurði hvort ég vildi gera lag með þeim,“ segir tónlistarkonan Tatjana Dís sem er hluti af GusGus ofur sumarsmellinum Partýið er þú og ég. 19.5.2025 20:03
Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Tónlistarkonan Kesha er í leit að ástinni og mætir því með opnum hug. Hún var gestur í spjallþætti Drew Barrymore þar sem stöllurnar fóru yfir þessi mál. 19.5.2025 14:42