Bríet í fyrsta sæti Íslenska listans Íslenska stórstjarnan Bríet situr á toppi Íslenska listans í þessari viku með ábreiðu af laginu Dýrð í dauðaþögn en lagið hefur verið á leið upp listann að undanförnu. 15.10.2022 16:01
Ætlaði sér að verða lögfræðingur en fann ástríðuna annars staðar Indíana Nanna Jóhannsdóttir stefndi á að verða lögfræðingur þegar lífið tók óvænta beygju og hún fann ástríðuna í óhefðbundinni styrktarþjálfun og pælingum um mataræði. Hún hefur nú haldið ýmis vinsæl námskeið um mataræði, hreyfingu og svefn þar sem hún leggur áherslu á það sem hún kallar ánægjulegar og raunhæfar leiðir. Indíana Nanna er viðmælandi vikunnar í Innblæstrinum. 15.10.2022 11:31
Ísland alltaf kallað hana aftur heim Listakonan Temma Bell er stödd á Íslandi um þessar mundir en í dag opnar mæðgnasýningin „HEIM“ þar sem sýnd verða verk eftir hana og móður hennar, Louisu Matthíasdóttur, í nýju sýningarrými í Listheimum. Blaðamaður hitti Temmu í kaffi og fékk að heyra nánar frá listinni, lífinu og órjúfanlegum tengslum hennar við Ísland. 15.10.2022 10:31
Lag sem leitar að tilgangi lífsins Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lag sem ber nafnið Nýr heimur. Lagið er titillag fjórðu seríu ÉG BÝÐ MIG FRAM, sem verður frumsýnd 11. nóvember í Tjarnarbíói. Laginu er lýst sem léttu og skemmtilegu danslagi sem þó er innihalds- og áhrifaríkt og fjallar um að finna tilgang lífsins. 14.10.2022 11:30
„Konur geta verið allt sem þær vilja án þess að gefa afslátt af kynþokkanum“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á tónlistarmyndbandi við lagið Pamela með söngkonunni Heíu sem heitir réttu nafni Helga Soffía Ólafsdóttir. Blaðamaður tók púlsinn á Heíu og fékk að heyra nánar frá innblæstrinum á bak við myndbandið. 13.10.2022 11:30
Vinátta í Eurovision leiddi til tónleika í Hörpu Portúgalska Eurovision söngkonan Maro kemur fram í Hörpu næstkomandi mánudagskvöld á tónleikum Systra í Kaldalóni. Vinskapurinn myndaðist á keppninni í Torino í vor og segjast Systur spenntar að taka á móti henni. 11.10.2022 15:31
„Lagið er algjör ástarjátning“ Söngkonan Kristín Sesselja gaf út lagið Rectangular Bathroom Tiles síðastliðinn föstudag. Í laginu sækir hún meðal annars innblástur í ástina, samtöl við fyrrverandi kærastann sinn og hornréttar baðherbergis flísar. Blaðamaður tók púlsinn á henni og fékk að heyra nánar frá tónlistinni og lífinu. 11.10.2022 14:31
Ást, dauði og sálfræðingar á fyrstu breiðskífu Kvikindis Rafpoppþríeykið Kvikindi var að senda frá sér plötu síðastliðinn föstudag. Þetta er þeirra fyrsta breiðskífa og ber titilinn Ungfrú Ísland. 10.10.2022 15:31
KÚNST: „Við erum alltaf í stöðugri glímu“ Íslenska glíman heillaði listamanninn Sigurð Sævar Magnúsarson sem ákvað að mála gífurlega stórt verk í fjórum hlutum af glímuköppum. Verkið var hluti af sýningu úti í Hollandi þar sem Sigurður Sævar leggur stund á myndlistarnám við Konunglegu akademíuna í Den Haag. Sigurður Sævar er viðmælandi í nýjasta þætti af Kúnst. 9.10.2022 10:00
„Tíska er list í lifandi formi“ Karítas Spano stundar nám við fatahönnun í Listaháskóla Íslands og vinnur sem sjálfstætt starfandi stílisti. Fatnaður er hennar helsta tjáningarform en hún býr yfir einkennandi persónulegum stíl sem hún er óhrædd við að þróa. Karítas Spano er viðmælandi vikunnar í Tískutali. 9.10.2022 07:01