Komið að endalokum eftir 25 ár Listahátíðin Lunga fer nú fram á Seyðisfirði í síðasta sinn eftir tuttugu og fimm ára farsæla sögu. Skipuleggjendur segja tímamótin einkennast af trega og gleði í bland. Lokakvöld hátíðarinnar fer nú í hönd, þar sem haldnir eru stórtónleikar í tilefni endalokanna. Líf og fjör var á Seyðisfirði síðdegis og hátíðargestir greinilega spenntir fyrir kvöldinu. 20.7.2024 21:58
54 milljónum króna ríkari Einn miðahafi var með allar tölur réttar í Lottó-útdrætti kvöldsins og hlýtur rúmar 53,9 milljónir króna í vinning. Annar miðahafi fékk bónusvinninginn og fær rúmar 819 þúsund krónur. 20.7.2024 19:52
KFC á Íslandi segir meinta ljósmynd viðskiptavinar „falska“ Ljósmynd sem gefið var í skyn að væri af hráum kjúklingi keyptum á veitingastað KFC í Reykjanesbæ er „fölsk“, að sögn forsvarsmanna KFC á Íslandi. Svo virðist sem ljósmyndin hafi verið tekin erlendis fyrir minnst átta árum síðan. 20.7.2024 18:11
Mögulega mistök eins forritara Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að stórtækt hrun tölvukerfa í dag sé sennilega stærsta tækniáfall sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Umhugsunarvert sé að samfélög hafi sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að hugbúnaði og mögulega hafi mistök eins starfsmanns haft keðjuverkandi áhrif um allan heim. 19.7.2024 23:00
Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. 19.7.2024 22:22
Eastwood kveður kærustu sína Christina Sandera Christina Sandera, veitingakona og kærasta hins víðfræga leikstjóra Clint Eastwood er látin. Hún var 61 árs að aldri. 19.7.2024 20:20
Dæmdur fyrir að myrða bróður sinn í útför Karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að myrða eldri bróður sinn í útför í Kerry-sýslu á Írlandi. Patrick Dooley er sá fjórði til að verða dæmdur fyrir að hafa orðið Thomas Dooley að bana þann 5. október 2022. 19.7.2024 19:34
Handtekinn eftir fimm metra fall til jarðar Maður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í dag eftir vinnuslys þar sem hann féll úr fjögurra til fimm metra hæð til jarðar í miðborg Reykjavíkur. Við athugun kom í ljós að hann og samstarfsmaður hans væru á Íslandi í ólöglegri dvöl og höfðu þar að auki ekki tilskilin vinnuréttindi, að sögn lögreglu. Voru þeir báðir handteknir og mál þeirra tekið til skoðunar. 19.7.2024 17:30
Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. 20.5.2024 15:33
Saksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins vill handtaka Netanjahú og Hamas-liða Aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins hefur farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins og þriggja leiðtoga Hamas. Allir eru sakaðir um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísrael sem hafa staðið yfir í um sjö mánuði. 20.5.2024 11:20