Mögulega mistök eins forritara Forstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis segir að stórtækt hrun tölvukerfa í dag sé sennilega stærsta tækniáfall sem heimurinn hafi nokkurn tímann séð. Umhugsunarvert sé að samfélög hafi sett öll eggin í sömu körfuna þegar kemur að hugbúnaði og mögulega hafi mistök eins starfsmanns haft keðjuverkandi áhrif um allan heim. 19.7.2024 23:00
Komust ekki inn á netbanka vegna bilunar Tímabundin bilun í tölvukerfum hjá Reiknistofu bankanna orsakaði truflanir á virkni Aur-appsins og bankaþjónustu Auðar. Báðar fjármálaþjónusturnar eru reknar af Kviku og áttu viðskiptavinir Auðar um tíma erfitt með að komast inn í netbanka. 19.7.2024 22:22
Eastwood kveður kærustu sína Christina Sandera Christina Sandera, veitingakona og kærasta hins víðfræga leikstjóra Clint Eastwood er látin. Hún var 61 árs að aldri. 19.7.2024 20:20
Dæmdur fyrir að myrða bróður sinn í útför Karlmaður hefur verið sakfelldur fyrir að myrða eldri bróður sinn í útför í Kerry-sýslu á Írlandi. Patrick Dooley er sá fjórði til að verða dæmdur fyrir að hafa orðið Thomas Dooley að bana þann 5. október 2022. 19.7.2024 19:34
Handtekinn eftir fimm metra fall til jarðar Maður var fluttur á bráðamóttöku Landspítala í dag eftir vinnuslys þar sem hann féll úr fjögurra til fimm metra hæð til jarðar í miðborg Reykjavíkur. Við athugun kom í ljós að hann og samstarfsmaður hans væru á Íslandi í ólöglegri dvöl og höfðu þar að auki ekki tilskilin vinnuréttindi, að sögn lögreglu. Voru þeir báðir handteknir og mál þeirra tekið til skoðunar. 19.7.2024 17:30
Sigur fyrir Assange sem fær að áfrýja framsali Julian Assange, stofnandi WikiLeaks fær að áfrýja ákvörðun um framsal hans til Bandaríkjanna til hæstaréttar Bretlands eftir að dómarar við dómstól í London úrskurðuðu honum í vil. 20.5.2024 15:33
Saksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins vill handtaka Netanjahú og Hamas-liða Aðalsaksóknari Alþjóðlega sakamáladómstólsins hefur farið fram á handtökuskipun á hendur Benjamín Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, Yoav Gallant, varnarmálaráðherra landsins og þriggja leiðtoga Hamas. Allir eru sakaðir um aðild að stríðsglæpum í mannskæðum átökum Hamas og Ísrael sem hafa staðið yfir í um sjö mánuði. 20.5.2024 11:20
Komst loks út í geim sextíu árum síðar Ed Dwight var fyrsti svarti Bandaríkjamaðurinn til að eiga möguleika á því að fara út fyrir lofthjúp jarðar þegar hann var árið 1961 valinn inn í þjálfunarbúðir fyrir tilvonandi geimfara. 20.5.2024 10:09
Vindur talsvert hægari en í gær Hægfara lægð sést nú skammt vestur af landinu og mun suðlægri vindátt því gæta á landinu. Vindurinn verður talsvert hægari en í gær eða yfirleitt á bilinu 5 til 13 metrar á sekúndu. Hvassara við norðurströndina í fyrstu. 20.5.2024 08:18
Íransforseti fórst í þyrluslysinu Ríkisfjölmiðlar í Íran hafa staðfest að Ebrahim Raisi, forseti Írans, sé í hópi þeirra sem hafi farist í þyrluslysi sem varð í norðurhluta landsins í gær. Utanríkisráðherrann Hossein Amir-Abdollahian lét auk hans lífið í slysinu, ásamt nokkrum til viðbótar. 20.5.2024 06:47