Tekjur Íslendinga: Lítil hreyfing á lista fjölmiðlafólks þar sem RÚVarar mega vel við una Davíð Oddsson, ritstjóri Morgunblaðsins, var tekjuhæsti fjölmiðlamaður landsins á síðasta ári samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar með 5,47 milljónir króna á mánuði að jafnaði. Hluti þeirra tekna eru eftirlaun frá tíma hans sem ráðherra, þingmaður og seðlabankastjóri. 19.8.2021 07:00
Hugmyndir Þórólfs ekki tillögur sem beri að samþykkja eða hafna Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hyggst ekki taka afstöðu til þess hvort 200 manna samkomubann verði áfram við lýði næstu mánuði og misseri. 18.8.2021 16:13
Nýtt minnisblað: Svona sér Þórólfur fyrir sér framtíðina Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir telur ólíklegt að hægt verði að aflétta takmörkunum innanlands á meðan faraldurinn geisar í heiminum. Þetta segir hann í minnisblaði sínu til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra um framtíðarfyrirkomulag sóttvarna á Íslandi vegna Covid-19. 18.8.2021 14:26
Starfsmaður á Sælukoti sakaður um ofbeldi gegn barni Starfsmaður á leikskólanum Sælukoti í Reykjavík hefur verið sakaður um ofbeldi í garð barns við skólann. Þetta staðfestir María Ösp Ómarsdóttir leikskólastjóri Sælukots í samtali við fréttastofu en hún veit ekki til þess að málið hafi verið kært til lögreglu. 18.8.2021 13:16
Tekjur Íslendinga: Tekjur forstjóra allt að 36 milljónir króna á mánuði Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marels og Árni Harðarson, forstjóri Salt Investments raða sér í efstu sæti á lista Frjálsrar verslunar yfir tekjuhæstu forstjóra fyrirtækja í fyrra. Sá fyrrnefndi var að jafnaði með 35,94 milljónir króna í útsvarsskyldar tekjur á mánuði og nafni hans með góða 26,31 milljón í mánaðartekjur. 18.8.2021 11:55
Tekjur Íslendinga: Guðni Th. tekjuhæsti stjórnmálamaðurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, er tekjuhæsti stjórnmálamaður landsins í tekjublaði Frjálsrar verslunar með 2,80 milljónir króna í mánaðarlaun. 18.8.2021 11:02
Allt stopp á Heilsustofnun eftir að skjólstæðingur greindist Skjólstæðingur á Heilsustofnun í Hveragerði greindist með Covid-19 um hádegisbil í dag. Gert hefur verið hlé á öllu endurhæfingarstarfi vegna þessa á meðan unnið er að smitrakningu. 17.8.2021 15:34
Skortur hrellir drykkjarvöruframleiðendur Alþjóðlegur skortur á áldósum hefur leitt til þess að erfiðara hefur reynst að nálgast ákveðnar drykkjarvörur í verslunum. 17.8.2021 14:53
Ætlaði að sækja 27 þúsund krónur en fékk 27 milljónir Báðir vinningshafarnir sem skiptu með sér 54,8 milljóna króna Lottópotti frá 7. ágúst hafa gefið sig fram. Að sögn Íslenskrar getspár komst annar þeirra í leitirnar þegar undrandi kona leit við í höfuðstöðvum fyrirtækisins í gær. 17.8.2021 11:36
Tuttugu vistmenn á Vernd komnir í sóttvarnahús eftir að tveir greindust Tveir vistmenn á áfangaheimilinu Vernd greindust með Covid-19 um helgina. Þeir voru í kjölfarið fluttir á sóttvarnahús auk átján annarra vistmanna sem komnir eru í sóttkví. Starfsfólk Verndar er jafnframt komið í heimasóttkví. 17.8.2021 11:08