Beðin um fara varlega eftir að smit greindist hjá gesti Sky Lagoon Einstaklingur sem sótti Sky Lagoon á sunnudag hefur greinst með Covid-19. Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri baðstaðarins, staðfestir þetta og segir að rakningateymið hafi upplýst starfsfólk um stöðuna í gær. 20.5.2021 12:54
Hljóðbækur Storytel aðgengilegar á Spotify Áskrifendum Storytel verður brátt gert kleift að hlýða á hljóðbækur sínar á streymisveitunni Spotify. Sænsku tæknirisarnir hafa undirritað samning þess efnis og er áætlað að hægt verði að samtengja veiturnar síðar á þessu ári. 20.5.2021 12:07
Verðlaunuðu greiningarbúnað fyrir höfuðhögg Seifer, greiningarbúnaður fyrir höfuðhögg íþróttafólks hlaut á dögunum Guðfinnuverðlaunin 2021. Búnaðurinn inniheldur hreyfi- og hröðunarnema sem mæla meðal annars höggkraft, hröðun og horntíðni höfuðhöggs. 20.5.2021 11:33
Met slegið í fjölda seldra íbúða Í mars var slegið met í fjölda seldra íbúða í einum mánuði þegar 1.300 kaupsamningar voru útgefnir. Hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri á höfuðborgarsvæðinu og seldist tæplega þriðjungur eigna þar yfir ásettu verði. 20.5.2021 10:15
16,9 milljarðar í styrki vegna faraldursins Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki. 20.5.2021 09:54
Fengið fleiri kvartanir vegna bólusetninga og kallar eftir frekari svörum frá Þórólfi Umboðsmaður Alþingis hefur óskað eftir frekari upplýsingum frá sóttvarnalækni um fyrirkomulagi bólusetninga gegn Covid-19 eftir að kvartanir og ábendingar bárust út af framkvæmd þeirra. 19.5.2021 17:10
Ábyrgðarmaður hafði betur gegn Menntasjóði námsmanna Ábyrgðarmaður námsláns hjá Menntasjóði námsmanna, áður Lánasjóði íslenskra námsmanna, ber ekki ábyrgð á öllu láninu heldur einungis þeim hluta sem var í vanskilum við gildistöku nýrra laga um Menntasjóð námsmanna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur en dómur þess efnis var kveðinn upp í dag. 19.5.2021 14:43
Gert að sanna að þau séu hætt að vakta lóð nágrannans Persónuvernd hefur úrskurðað að rafræn vöktun íbúa sem voru með eftirlitsmyndavélar framan á húsi sínu og í bakgarði hafi verið óheimil samkvæmt persónuverndarlögum. Skjáskot úr myndavélunum sýndu að sjónsvið þeirra náði út á svæði á almannafæri og á yfirráðasvæði nágranna. 19.5.2021 13:20
Hraunrennslið óbreytt og engin leið að vita hve lengi gosið varir Hraunflæðismælingar benda til að gosið í Fagradalsfjalli hafi verið tvöfalt öflugra síðustu tvær vikur en það var að jafnaði fram að því. Samkvæmt mælingum sem gerðar voru í gær var meðalhraunrennslið 11 rúmmetrar á sekúndu daganna 11. til 18. maí, sem er aðeins minna en í vikunni á undan. 19.5.2021 12:20
Íbúðaverð hækkað um tæp 14 prósent síðasta árið Vísitala íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hækkaði um 2,7% milli mars og apríl. Hefur hún nú hækkað um 6,7% síðastliðna þrjá mánuði og um 13,7% síðastliðið ár. 19.5.2021 10:33