Segir mæðgurnar beittar ólögmætri nauðungarvistun Lögmaður konu sem dvelur nú á sóttkvíarhótelinu í Þórunnartúni segir að um ólögmæta nauðungarvistun sé að ræða og hún geri kröfu um að fá að vera í sóttkví á heimili sínu. 3.4.2021 23:06
Rapparinn DMX sagður milli heims og helju eftir ofneyslu lyfja Bandaríski rapparinn og lagahöfundurinn Earl Simmons, betur þekktur sem DMX, er sagður í alvarlegu ástandi á gjörgæslu eftir ofneyslu lyfja. 3.4.2021 22:08
Hyggst ekki endurskoða umdeilda reglugerð um sóttkvíarhótel Heilbrigðisráðherra segir það ekki koma til greina eins og er að endurskoða reglugerð sína um takmarkanir á landamærum. Reglugerðin sem tók gildi síðasta fimmtudag skyldar alla sem koma til landsins frá hááhættusvæðum til að dvelja í sóttkví eða í einangrun í sóttvarnahúsi. 3.4.2021 21:34
Andlát karlmanns sem lést í dag rannsakað sem manndráp Íslenskur karlmaður um þrítugt lést í dag af völdum áverka sem hann hlaut í líkamsárás fyrir utan heimili sitt í gær. Málið er rannsakað sem manndráp. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu. 3.4.2021 19:36
Sísvangi herramaður Stjörnu-Sævars og Þórhildar Fjólu kom stundvíslega í heiminn Sævar Helgi Bragason, sérfræðingur í stjörnufræði og vísindamiðlari og Þórhildur Fjóla Stefánsdóttir, sérfræðingur í hugbúnaðargeiranum, urðu einu barni ríkari þegar lítill drengur lét sjá sig á þriðjudag. 3.4.2021 18:29
Von á kröfugerð sóttvarnalæknis í kvöld vegna kærumála Von er á að kröfugerð Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis til Héraðsdóms Reykjavíkur í kvöld en þrír hafa nú lagt fram kröfu til dómsins um að ekki sé heimilt að halda þeim í sóttkvíarhótelinu við Þórunnartún. 3.4.2021 17:42
Einnig þurfi að horfa til hve „skelfilegur skaðvaldur“ einkabílinn sé Stór hluti þeirra sem leituðu á bráðamóttöku Landspítala síðasta sumar vegna slysa á rafhlaupahjólum voru undir áhrifum áfengis eða vímuefna. Könnun sýnir að næst algengast sé að slík farartæki séu notuð til að komast til og frá skemmtistöðum, börum og veitingastöðum. 1.4.2021 08:00
Svona verður skólastarfi háttað eftir páska Staðnám verður aftur leyft á öllum skólastigum eftir páskafrí með vissum takmörkunum. Grunn-, framhalds- og háskólum var lokað síðasta fimmtudag þegar hertar sóttvarnatakmarkanir tóku gildi eftir fjölgun kórónuveirusmita. 31.3.2021 12:46
Segir fjölmarga telja myndbandið vera falsað Þegar Thelma Dögg Grétarsdóttir, landsliðskona í blaki og félagar hennar í landsliðshópnum gerðu sér leið að gosstöðvunum í Geldingadölum var lítil spurning um að taka með sér blakboltann. 30.3.2021 16:56
Nokkur innanlandssmit rakin til ferðamanns sem virti ekki sóttkví Nokkur kórónuveirusmit sem greinst hafa undanfarna daga eru rakin til ferðamanns sem virti ekki sóttkví. Þetta segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir en tíu innanlandssmit greindust í gær. Níu þeirra voru í sóttkví og tengdust fyrri smitum. Ekki hefur tekist að tengja tilfellið sem fannst utan sóttkvíar við önnur smit en Þórólfur vonast til að það skýrist þegar raðgreiningu lýkur. 30.3.2021 11:53