Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður Þór er fréttamaður á fréttastofu Sýnar.

Nýjustu greinar eftir höfund

Allt að 9 stiga frost en mildara veður á næstunni

Í dag er spáð suðaustan- og austanátt, 5 til 10 metrum á sekúndu en 10 til 15 við suðurströndina. Él sunnan- og austanlands, en víða bjartviðri á Norðvestur- og Vesturlandi. Heldur hægari vindur allra syðst seint á morgun. Hiti í kringum frostmark en frost 0 til 9 stig norðan- og austantil.

Freyr og Kolfinna komin í samband

Freyr Gylfason, fyrrverandi sjónvarpsstjóri Stöðvar 2 og Kolfinna Baldvinsdóttir, ritstjóri hjá HB útgáfu, eru komin í samband. Nýja parið tilkynnti þetta með opinberum hætti á Facebook í gær.

Lands­réttur taldi ekki sannað að faðir hafi kýlt dóttur sína í and­litið

Landsréttur sneri í dag við dómi Héraðsdóms Reykjavíkur og sýknaði föður af ákæru fyrir að hafa beitt dóttur sína líkamlegu ofbeldi árið 2016. Maðurinn var sakfelldur í héraði árið 2019 fyrir að hafa veist að dóttur sinni og kýlt hana í andlitið með þeim afleiðingum að hún hlaut nefbrot og bólgu yfir hægra kinnbeini.

Leikarinn Christopher Plummer er látinn

Kanadíski leikarinn Christopher Plummer er látinn, 91 árs að aldri. Plummer er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt sem Captain Von Trapp í hinum víðfræga Söngvaseið og hlaut Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki árið 2012 fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Beginners.

Fyrsta rafræna þinglýsingin var framkvæmd í gær

Fyrsta rafræna þinglýsingin á Íslandi fór fram í gær og fólst í sjálfvirkri aflýsingu veðskjals í gegnum tölvukerfi banka. Löng bið hefur verið eftir rafrænum þinglýsingum hér á landi en lög þess efnis voru samþykkt á Alþingi í lok árs 2018.

Lögreglan lýsir eftir Kára Siggeirssyni

Lög­regl­an á höfuðborgarsvæðinu lýs­ir eft­ir hinum 32ja ára Kára Siggeirssyni. Kári er sagður vera 174 sentimetrar á hæð, þéttvaxinn, brúnhærður og með stutt hár.

RÚV mun sýna úr­slita­mót EM karla og kvenna í knatt­spyrnu

RÚV hefur tryggt sér sýningarréttinn á úrslitamótum Evrópukeppni (EM) karla í knattspyrnu árin 2024 og 2028. Evrópumótið 2024 verður haldið í Þýskalandi en ekki hefur verið ákveðið hvar mótið verður haldið 2028. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Ríkisútvarpinu.

Síldar­vinnslan undir­býr skráningu í Kaup­höll

Stjórn Síldarvinnslunnar hefur ákveðið að hefja undirbúning að skráningu hlutabréfa félagsins á aðalmarkað Nasdaq Iceland og hefur ráðið Fyrirtækjaráðgjöf Landsbankans til að hafa umsjón með verkefninu.

Sjá meira