Gengi krónunnar lækkaði um 10,4 prósent Gengi krónunnar lækkaði um 10,4% á árinu 2020 og heildarvelta á millibankamarkaði með gjaldeyri jókst um 124% frá fyrra ári. Heimsfaraldur Covid-19 hafði mikil áhrif á innlendan gjaldeyrismarkað og átti Seðlabankinn umfangsmikil gjaldeyrisviðskipti til að draga úr sveiflum og bæta verðmyndun á markaðnum. 15.1.2021 09:24
Sparisjóður gerir sátt vegna ófullnægjandi aðgerða gegn fjármögnun hryðjuverka Fjármálaeftirlit Seðlabanka Íslands og Sparisjóður Strandamanna hafa gert með sér samkomulag um sátt vegna brota sparisjóðsins á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka. 14.1.2021 16:53
Innkalla dýrafóður eftir dauða yfir 70 hunda Bandaríski framleiðandinn Midwestern Pet Foods hefur hafið innköllun á gæludýrafóðri eftir að yfir 70 hundar drápust og minnst 80 aðrir veiktust í kjölfar þess að hafa étið Sportmix-fóður frá fyrirtækinu. 14.1.2021 14:53
Héraðsdómur féllst ekki á að kona hafi ætlað að kaupa hjólhýsi með Land Rovernum Kona var í gær dæmd í Héraðsdómi Reykjaness til að greiða hátt í 5,3 milljóna króna sekt fyrir að hafa gefið upp rangt kaupverð á Land Rover Defender 90 Ts Xs bifreið sem hún flutti inn til Íslands. 14.1.2021 12:49
Elín Jónsdóttir deildarforseti nýrrar lagadeildar á Bifröst Elín Jónsdóttir hefur verið ráðin deildarforseti lagadeildar Háskólans á Bifröst. Hún hefur gegnt starfi umsjónarmanns laganáms síðan í haust en ákveðið hefur verið að lagadeildin verði aftur sérstök deild við skólann. 14.1.2021 12:10
Sjúkrahúsið á Ísafirði komið á hættustig vegna Covid-19 smits Sjúkrahúsið á Ísafirði er komið á hættustig eftir að sjúklingur sem nú liggur á Landspítala greindist með Covid-19 í gær. Sá hefur á síðustu dögum notið þjónustu á Heilbrigðisstofnun Vestfjarða. Þrír starfsmenn á sjúkrahúsinu á Ísafirði eru í sóttkví og þrír til viðbótar í úrvinnslusóttkví. 14.1.2021 10:16
Söknuðu starfsmanns hjá Skattinum og forrituðu yrki í hans stað Um árabil sendi Steinþór Haraldsson hjá Ríkisskattstjóra út fréttabréf að eigin frumkvæði til ráðgjafa, stjórnenda fyrirtækja og áhugafólks um skattamál. 13.1.2021 17:24
Finnur yfirgefur Fjármálaeftirlitið Finnur Sveinbjörnsson hætti sem framkvæmdastjóri bankasviðs fjármálaeftirlits Seðlabankans nú um áramótin. Elmar Ásbjörnsson, sem hefur gegnt stöðu forstöðumanns áhættugreiningar á bankasviðinu, verður settur framkvæmdastjóri þangað til starfið verður auglýst. 13.1.2021 16:05
Sigríður Guðmundsdóttir tekur við sem framkvæmdastjóri FA Sigríður Guðmundsdóttir hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins. Hún tekur við starfinu af Sveini Aðalsteinssyni. 13.1.2021 15:42
Ljósabekkjum fer fjölgandi á höfuðborgarsvæðinu Lítilleg fjölgun hefur orðið á þeim fjölda ljósabekkja sem fólki er seldur aðgangur að hér á landi frá árinu 2017. Eru þeir nú 97 talsins og hefur fjölgað um sjö á síðustu þremur árum. Aukningin á sér öll stað á höfuðborgarsvæðinu en fjöldi ljósabekkja á landsbyggðinni hefur minnkað lítillega á sama tímabili. 13.1.2021 14:47