Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Opna aftur fyrir að­gang fólks að gossvæðinu

Búið er að opna aftur inn á gossvæðið við Litla-Hrút en almenningi hefur verið óheimilt að ganga þar um frá því á fimmtudag. Slökkvistarf vegna gróðurelda heldur áfram en lögregla telur nú óhætt að hleypa fólki inn á Meradalaleið. Lögð er áhersla á að fólk fari ekki inn á skilgreint hættusvæði sem nær frá Náttaga að Keili. 

„Ég er þakklátur fyrir að þetta fór ekki verr“

Betur fór en á horfðist þegar öflug alda strandaði bátnum Hesteyri ÍS 95 á Hornströndum og hvolfdi slöngubát sem notaður var til að flytja fólk og farangur í land. Reynslumikill skipstjórinn segist aldrei hafa séð annað eins.

Kuldi í kortunum en Ís­lendingar upp­teknir af eigin nafla

Kuldakast er fram undan á landinu og víða spáð köldu veðri. Sérstaklega verður kalt á föstudag og í mikilli hæð er sums staðar útlit fyrir slyddu og snjókomu. Þrátt fyrir þetta segir veðurfræðingur að sumrinu sé hvergi nærri lokið og Íslendingar geti í raun verið þakklátir fyrir að glíma ekki við þann ofsahita sem mælist nú víða um heim.

Hálft Reykjanesið geti farið undir eld

Slökkviliðsbíla má nú sjá við gosstöðvarnar þar sem reynt er að halda aftur af útbreiðslu gróðurelda sem loga vegna glóandi hrauns. Slökkviliðsstjóri segir að ef ekkert verði að gert sé hætta á því að þeir nái gríðarlegri dreifingu á svæðinu. Lokað var fyrir aðgengi almennings að gosstöðvunum í dag.

Festi undir­ritaði samning um kaup á Lyfju

Samningur um kaup smásölufyrirtækisins Festi á öllu hlutafé í Lyfju var undirritaður í dag. Í kaupunum er heildarvirði Lyfju metið á 7,8 milljarða króna en endanlegt heildarvirði og kaupverð mun ráðast af skuldastöðu Lyfju við afhendingu ásamt gengi hlutabréfa í Festi á þeim tíma.

„Það er enginn að fara að koma þér til bjargar“

Upplýsingafulltrúi Slysavarnafélagsins Landsbjargar segir dæmi um að fólk fari ekki að tilmælum björgunarsveitarfólks og sé „óvenju fífldjarft“ við eldgosið. Sumir hafi gengið inn á nýrunnið hraun og jafnvel upp á gígbarma. Lítið sé hægt að gera ef einstaklingar stígi ofan í glóðheitt hraun með skelfilegum afleiðingum.

Hrasaði við Háafoss

Björgunarsveitir voru boðaðar út síðdegis í dag vegna ferðamanns sem talið var að hefði hrasað og sennilega ökklabrotnað við Háafoss.

Sjá meira