Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Skjálftar í Kötlu

Óvenjumikil skjálftavirkni hefur verið í Kötlu í Mýrdalsjökli frá því í gær og hafa þrír skjálftar yfir 3,0 að stærð mælst þar á rúmum sólarhring. Minna hefur verið um skjálfta síðdegis í dag og er enginn gosórói sjáanlegur. Ekki er óalgengt að skjálftar finnist á þessu svæði.

Minnst 55 látnir í átökum á Indlandi og 260 á sjúkrahúsi

Minnst 55 hafa látist í átökum í fylkinu Manipur í Indlandi og 260 til viðbótar lagðir inn á sjúkrahús eftir að átök brutust út milli Kuki og Meitei þjóðarbrotanna fyrr í þessari viku. Hóparnir hafa átt í hörðum bardögum á götum fylkishöfuðborgarinnar Imphal og sýnir myndefni svartan reyk frá bifreiðum og byggingum sem standa í ljósum logum.

Sólin sest á Granda

Sólum Jógastúdíói á Fiskislóð í Reykjavík hefur verið lokað eftir um átta ára starfsemi. Stöðin var lengst af í eigu Sólveigar Þórarinsdóttur, sjúkraþjálfara og jógakennara sem stofnaði Sólir eftir að hún hætti störfum sem verðbréfamiðlari og sneri sér alfarið að jóganu.

Þráir fátt heitar en að finna huldu­manninn um borð í vélinni frá Kanarí­

Kona sem missti föður sinn um borð í flugi frá Kanaríeyjum til Íslands í apríl í fyrra leitar nú logandi ljósi að manni sem var til staðar fyrir hana og bróður hennar á ögurstundu. Gerður Petra Ásgeirsdóttir segir það hafa blundað í henni allar götur síðan að reyna finna manninn aftur en það reynst erfitt án þess að hafa nafn hans.

„Þetta hefur eiginlega verið alveg klikkað“

Það var margt um manninn í Góða hirðinum í dag, þar sem nýtnir viðskiptavinir fögnuðu því að geta að nýju grafið eftir notuðum gersemum, en verslunin hefur verið lokuð í meira en mánuð.

Sesselja Ósk vann Söng­­­keppni fram­halds­­­skólanna

Sesselja Ósk Stefánsdóttir sigraði í Söngkeppni framhaldsskólanna 2023 í kvöld fyrir hönd Fjölbrautaskólans í Garðabæ. Keppnin fór fram í Hinu húsinu í Elliðaárdal og tóku fulltrúar alls 24 framhaldsskóla þátt í keppninni sem haldin er af Sambandi íslenskra framhaldsskólanema. Sesselja Ósk söng lagið Turn Me On með bandarísku tónlistarkonunni Norah Jones.

Sjá meira