Gengið yfir 1.600 kílómetra í dag til að heiðra fólk með krabbamein Fyrstu Styrkleikar Krabbameinsfélags Íslands eru í fullum gangi og voru þátttakendur búnir að ganga 7.250 hringi, eða 1.600 kílómetra um klukkan 18:20 í kvöld þegar fjórðungur var liðinn af tímanum. 30.4.2022 20:00
Vaktin: Þorp enn á floti tveimur mánuðum eftir að flugskeyti hæfði nærliggjandi stíflu Úkraínuforseti segir árás Rússa á Kænugarð í fyrradag vera markvissa og grimma niðurlægingu á Sameinuðu þjóðunum, en aðalritari þeirra var í heimsókn í borginni þegar Rússar gerðu loftskeytaárás. 30.4.2022 07:24
Ísfirðingar reyna að lifa af í 41 stigs hita Allt að 41 stigs hiti í dag, 39 stig á laugardag og 38 á sunnudag. Svona hljómar veðurspáin fyrir borgina Pune á Indlandi þar sem Ísfirðingurinn Haukur Magnússon er staddur ásamt fjölskyldu sinni. Skæð hitabylgja gengur nú yfir Indland og ekkert útlit fyrir að það kólni neitt að ráði næstu vikuna. 29.4.2022 09:31
Skæð hitabylgja setur líf Indverja úr skorðum Skæð hitabylgja hefur sett daglegt líf milljóna Indverja úr skorðum og er von á því að hún nái hápunkti á allra næstu dögum. Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, segir að hitastig fari nú hratt hækkandi víða um land og hitabylgjan sé fyrr á ferðinni en í venjulegu árferði. 28.4.2022 13:56
Bein útsending: Við erum öll almannavarnir Ráðstefnan Við erum öll almannavarnir verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica klukkan 13 í dag en þar verður fjallað um almannavarnamál á Íslandi frá ýmsum hliðum. 28.4.2022 12:31
Náttúrufræðingar segja stjórnvöldum að hysja upp um sig buxurnar Félag íslenskra náttúrufræðinga (FÍN) skorar á Alþingi, stjórnvöld, rektor Landbúnaðarháskóla Íslands og skólameistara Fjölbrautaskóla Suðurlands að „hysja upp um sig buxurnar“ og ganga frá yfirflutningum Garðyrkjuskólans að Reykjum í Ölfusi svo sómi sé að. 28.4.2022 10:14
Verðbólga eykst í 7,2 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,25% í apríl og mælist ársverbólga nú 7,2% en var 6,7% í marsmánuði. Verðbólgan hefur ekki verið meiri frá því í maí 2010 þegar hún mældist 7,50%. Tólf mánaða verðbólga án húsnæðis fer úr 4,6% í 5,3%. 28.4.2022 09:03
Sýnatakan færð af Suðurlandsbraut yfir í Mjóddina Sýnataka vegna Covid-19 á vegum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins (HH) mun færast af Suðurlandsbraut í Mjóddina á föstudag. Þar mun hún fara fram í anddyri húsnæðis heilsugæslunnar að Álfabakka 16. 27.4.2022 15:51
Gert að greiða konu 3,5 milljónir vegna slyss í Sundhöll Reykjavíkur Reykjavíkurborg hefur verið dæmd til að greiða konu 3.529.622 krónur í skaðabætur auk vaxta vegna líkamstjóns sem hún varð fyrir þegar hún féll á sundlaugarbakka í Sundhöll Reykjavíkur. 27.4.2022 15:21
Spá því að stýrivextir verði hækkaðir um 0,5 prósentustig Greining Íslandsbanka telur að peningastefnunefnd Seðlabankans komi til með að hækka stýrivexti bankans um 0,5 prósentustig við næstu vaxtaákvörðun. Gangi sú spá eftir fara vextirnir úr 2,75% í 3,25% þann 4. maí en þeir hafa ekki verið jafnháir frá því á seinasta ársfjórðungi 2019. 27.4.2022 11:25