Í sjálfheldu þar sem þýskur ferðamaður lést nýverið Eiður Þór Árnason skrifar 8. ágúst 2022 08:33 Maðurinn reyndist vera óslasaður. Vísir/Vilhelm Björgunarsveitir á Norðurlandi voru kallaðar út um miðja nótt eftir að tilkynning barst frá manni sem var í sjálfheldu í fjalllendi. Upphafleg staðsetning hans var talin vera á Stráfjalli og hófst leit þar um klukkan fjögur í nótt sem skilaði ekki árangri. Fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg að við frekari eftirgrennslan hafi tekist að staðsetja manninn á Bjarnarfjalli við Hvalvatnsfjörð, austan megin við Eyjafjörð. Björgunarsveitarmenn voru sendir þangað um klukkan sex í morgun bæði landleiðina og á bátum. Maðurinn var í góðu sambandi við viðbragðsaðila en hafði verið á göngu frá því á gærkvöldi og því þreyttur. Afar hættulegar aðstæður á svæðinu Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra barst tilkynning um manninn klukkan 03:42 í nótt. Maðurinn var ágætlega á sig kominn en búinn að vera í sjálfheldunni í nokkrar klukkustundir og reynt lengi að koma sér úr henni. „Nokkra stund tók að fá nákvæma staðsetningu á manninum en þegar það tókst kom í ljós að hann var á svipuðum slóðum og þýski ferðamaðurinn sem lést þarna í fjallgöngu fyrir nokkrum dögum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Brattar og lausar skriður sé að finna í hlíðum Bjarnarfjalls og því afar hættulegar aðstæður. Óskað var eftir þyrlu frá Landhelgisgæslunni til að aðstoða við björgunina. Að sögn lögreglu komu um sextíu manns að aðgerðinni og var þyrla komin á vettvang klukkan 08:40. Tókst að senda sigmann niður og hífa manninn um borð sem var fluttur til Akureyrar. Hann var óslasaður en er sagður vera reynslunni ríkari. Björgunarsveitir Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira
Fram kemur í tilkynningu frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg að við frekari eftirgrennslan hafi tekist að staðsetja manninn á Bjarnarfjalli við Hvalvatnsfjörð, austan megin við Eyjafjörð. Björgunarsveitarmenn voru sendir þangað um klukkan sex í morgun bæði landleiðina og á bátum. Maðurinn var í góðu sambandi við viðbragðsaðila en hafði verið á göngu frá því á gærkvöldi og því þreyttur. Afar hættulegar aðstæður á svæðinu Að sögn lögreglunnar á Norðurlandi eystra barst tilkynning um manninn klukkan 03:42 í nótt. Maðurinn var ágætlega á sig kominn en búinn að vera í sjálfheldunni í nokkrar klukkustundir og reynt lengi að koma sér úr henni. „Nokkra stund tók að fá nákvæma staðsetningu á manninum en þegar það tókst kom í ljós að hann var á svipuðum slóðum og þýski ferðamaðurinn sem lést þarna í fjallgöngu fyrir nokkrum dögum,“ segir í tilkynningu frá lögreglu. Brattar og lausar skriður sé að finna í hlíðum Bjarnarfjalls og því afar hættulegar aðstæður. Óskað var eftir þyrlu frá Landhelgisgæslunni til að aðstoða við björgunina. Að sögn lögreglu komu um sextíu manns að aðgerðinni og var þyrla komin á vettvang klukkan 08:40. Tókst að senda sigmann niður og hífa manninn um borð sem var fluttur til Akureyrar. Hann var óslasaður en er sagður vera reynslunni ríkari.
Björgunarsveitir Grýtubakkahreppur Þingeyjarsveit Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Gular veðurviðvaranir framundan Veður Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Innlent Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Innlent Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Innlent Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Erlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Blendnar tilfinningar við upphaf niðurrifs í Grindavík Hefja átak í bólusetningu drengja gegn HPV veirunni Fimmtungur leikskólabarna borðar innan við tíu fæðutegundir Kom til átaka eftir þjófnað í verslun í annað sinn sama dag Vonast til stöðugleika eftir mikið umrótarár í ráðuneytinu Vonar að stöðugleiki skapist loks í ráðuneytinu og niðurrif í Grindavík Sundlaugum lokað vegna óöruggra aðstæðna Eigi að setja allan kraft í að hræða íslensku þjóðina í Evrópusambandið Viðverustjórn er hluti af sérfræðiþekkingu mannauðsfólks Tár féllu, veðurguðir léku sér og stórmenni kvöddu sviðið Slökktu eld í djúpgámi í Kópavogi Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Kviknaði í ruslagámi í Keflavík Sjá meira