Fréttamaður

Eiður Þór Árnason

Eiður er fréttamaður á Vísi, Stöð 2 og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kristján Einar sá sem hand­tekinn var á Spáni

Íslenski karlmaðurinn sem er í haldi lögreglunnar á Spáni eftir að hafa verið handtekinn þar í mars er Kristján Einar Sigurbjörnsson, áhrifavaldur og sjómaður. Þetta herma heimildir fréttastofu.

Krefjast að þing komi strax saman vegna nýrra vendinga

Allir stjórnarandstöðuflokkar á Alþingi hafa krafist þess að þing komi saman vegna nýrra vendinga í tengslum við söluna Íslandsbanka. Að óbreyttu verður næsti þingfundur ekki haldinn fyrr en mánudaginn 25. apríl.

EasyJet hefur beint flug frá Keflavík til Mílanó

Breska lággjaldaflugfélagið EasyJet hefur hafið sölu á flugferðum frá Keflavík til Mílanó á Ítalíu. Fyrsta flugið verður 28. maí og stefnir EasyJet á að fljúga allt að þrjú flug í viku þegar mest lætur.

Einum erfiðasta vetri Lands­virkjunar loks lokið

Landsvirkjun hefur afnumið allar skerðingar til raforkukaupenda en vatnsstaðan í miðlunarlónum fyrirtækisins fer hratt batnandi. Í ljósi þess hefur Landsvirkjun nú tilkynnt fiskimjölsverksmiðjum og fiskþurrkunum að skerðingar á afhendingu til þeirra séu afturkallaðar.

Advania kaupir Azzure IT

Advania hefur fest kaup á breska fyrirtækinu Azzure IT sem sérhæfir sig í viðskiptakerfum Microsoft í skýinu. Með kaupunum bætast sextíu nýir sérfræðingar á því sviði í hóp Advania-samstæðunnar.

Ragnar frá Póstinum til Tix

Ragnar Skúlason hefur verið ráðinn til að leiða hugbúnaðarþróun hjá Tix Ticketing. Hann kemur frá Póstinum þar sem hann var teym­is­stjóri hug­búnaðarþró­un­ar í upp­lýs­inga­tækni­deild. Ragnar er með tuttugu ára reynslu og þekkingu af hugbúnaðargerð.

Fuglaflensa greinst hér á landi

Fuglaflensa hefur verið staðfest í þremur villtum fuglum sem fundist hafa hér á landi undanfarna daga. Um er að ræða heiðagæs við Hornafjörð, hrafn á Skeiðum í Árnessýslu og súlu rétt við Strandarkirkju við Suðurstandaveg.

Sjá meira