Sérstaklega mikilvægt að halda Hinsegin daga í ljósi bakslags Fanndís Birna Logadóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 2. ágúst 2022 21:30 Gunnlaugur Bragi Björnsson var kjörinn formaður Hinsegin daga í Reykjavík í fyrra. Hinsegin dagar Hinsegin dagar voru settir í dag með regnbogamálun í miðborginni þegar Bankastræti var breytt í regnbogastræti. Dagskráin er fjölbreytt á þessari fyrstu hátíð eftir kórónuveirufaraldurinn og nær hámarki á laugardag með Gleðigöngunni og útihátíð í Hljómskálagarðinum. Við setningarathöfnina í dag sagði Eliza Reid forsetafrú regnbogann í miðbænum minna á mikilvægi baráttu hinsegin fólks. „Jafnrétti sprettur ekki upp af sjálfsdáðum og á meðan við fögnum öllum framfaraskrefum megum við aldrei gleyma hvað það er auðvelt að skrensa aftur á bak. Regnbogi fjölbreytileikans, litskrúðugi borðinn í miðborginni, er þörf áminning, bæði um það sem við höfum áorkað og leiðina sem við eigum enn eftir að feta. Hann er líka tákn um að við eigum öll rétt á okkur, óháð því hvar við erum í litrófinu,“ sagði Eliza við þetta tilefni. Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í kvöld þar sem gleðin var að venju allsráðandi. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, sagði skömmu fyrir upphaf hátíðarinnar að það væri frábært að geta haldið Hinsegin daga með venjulegu sniði eftir tvö erfið ár sem lituðust af heimsfaraldri kórónuveiru. Hann hafi varla þorað að nefna það upphátt síðustu daga af ótta við að storka forlögunum. „Ég held að það sé orðið of seint að snúa við þannig að við erum auðvitað bara mjög spennt.“ Hlakka til að sjá samstöðuna með hinsegin fólki Gunnlaugur sagði sérstaklega mikilvægt sé að fá að halda Hinsegin daga nú þegar borið hafi á auknum fordómum gegn hinsegin fólki. Nýlega bárust fregnir af því að hinsegin unglingar verði í auknum mæli fyrir aðkasti og óprúttnir aðilar hafi krotað ítrekað á samstöðumerki hinsegin fólks við Grafarvogskirkju. „Við höfum alltaf sagt það að Hinsegin dagar eru mikilvægir, sýnileikinn og áframhaldandi barátta en ég held að við förum kannski svolítið öðruvísi inn í hátíðina núna eftir fréttir síðustu vikna og mánaða af þessu bakslagi sem við virðumst vera að horfa fram á núna,“ sagði Gunnlaugur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Friðrik Ómar Hjörleifsson, stjórnandi opnunarhátíðar Hinsegin daga, lofaði brjáluðu stuði á hátíðinni. „Svo hlökkum við bara til að sjá alla á laugardaginn standa með okkur.“
Við setningarathöfnina í dag sagði Eliza Reid forsetafrú regnbogann í miðbænum minna á mikilvægi baráttu hinsegin fólks. „Jafnrétti sprettur ekki upp af sjálfsdáðum og á meðan við fögnum öllum framfaraskrefum megum við aldrei gleyma hvað það er auðvelt að skrensa aftur á bak. Regnbogi fjölbreytileikans, litskrúðugi borðinn í miðborginni, er þörf áminning, bæði um það sem við höfum áorkað og leiðina sem við eigum enn eftir að feta. Hann er líka tákn um að við eigum öll rétt á okkur, óháð því hvar við erum í litrófinu,“ sagði Eliza við þetta tilefni. Opnunarhátíð Hinsegin daga fór fram í kvöld þar sem gleðin var að venju allsráðandi. Gunnlaugur Bragi Björnsson, formaður Hinsegin daga, sagði skömmu fyrir upphaf hátíðarinnar að það væri frábært að geta haldið Hinsegin daga með venjulegu sniði eftir tvö erfið ár sem lituðust af heimsfaraldri kórónuveiru. Hann hafi varla þorað að nefna það upphátt síðustu daga af ótta við að storka forlögunum. „Ég held að það sé orðið of seint að snúa við þannig að við erum auðvitað bara mjög spennt.“ Hlakka til að sjá samstöðuna með hinsegin fólki Gunnlaugur sagði sérstaklega mikilvægt sé að fá að halda Hinsegin daga nú þegar borið hafi á auknum fordómum gegn hinsegin fólki. Nýlega bárust fregnir af því að hinsegin unglingar verði í auknum mæli fyrir aðkasti og óprúttnir aðilar hafi krotað ítrekað á samstöðumerki hinsegin fólks við Grafarvogskirkju. „Við höfum alltaf sagt það að Hinsegin dagar eru mikilvægir, sýnileikinn og áframhaldandi barátta en ég held að við förum kannski svolítið öðruvísi inn í hátíðina núna eftir fréttir síðustu vikna og mánaða af þessu bakslagi sem við virðumst vera að horfa fram á núna,“ sagði Gunnlaugur í kvöldfréttum Stöðvar 2. Friðrik Ómar Hjörleifsson, stjórnandi opnunarhátíðar Hinsegin daga, lofaði brjáluðu stuði á hátíðinni. „Svo hlökkum við bara til að sjá alla á laugardaginn standa með okkur.“
Hinsegin Reykjavík Gleðigangan Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira