Andlát til rannsóknar, íþyngjandi skattareglur hjóna og óveður í hádegisfréttum Í hádegisfréttum Bylgjunnar segjum við frá rannsókn lögreglu á andláti karlmanns sem lést á föstudag. Kona sem samkvæmt heimildum fréttastofu er dóttir mannsins er í gæsluvarðhaldi vegna málsins. 13.4.2025 11:52
Handtekin vegna andláts föður síns Kona sem grunuð er um að hafa orðið föður sínum að bana var úrskurðuð í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjaness á föstudag. Hún var handtekin í heimahúsi mannsins eftir að tilkynning barst um meðvitundarlausan mann. 13.4.2025 09:11
Kona í gæsluvarðhaldi í tengslum við andlát Kona á þrítugsaldri var á föstudag úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við andlát karlmanns um áttrætt sem tengdist henni fjölskylduböndum. Þetta herma heimildir fréttastofu. Eftir því sem fréttastofa kemst næst er hinn látni faðir konunnar. 12.4.2025 23:45
Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Skattar, gjöld og tekjur ríkisins af íslenskum bönkum námu rúmum sautján hundruð milljörðum á síðustu fimmtán árum. Það samsvarar kostnaði við um átta nýja Landspítala. Formaður samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu telur tilefni til að létta á álögum ríkisins, sem að miklu leyti lendi á almenningi. 12.4.2025 20:30
Snjallsímar undanskildir tollunum Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur ákveðið að undanskilja snjallsíma og tölvur frá tollum sem annars hafa verið boðaðir á vörur sem fluttar eru inn til Bandaríkjanna. 12.4.2025 17:28
Fjórir drengir sem voru í bílnum slösuðust allir Fjórir drengir voru fluttir á Landspítalann í Reykjavík eftir alvarlegt umferðarslys sem varð suður af Hofsósi í gærkvöldi. Um þrjátíu ungmenni voru á vettvangi en tilkynning um slysið barst klukkan hálf níu í gærkvöldi. Pétur Björnsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra, segir tildrög slyssins ekki liggja fyrir að svo stöddu en rannsókn þess stendur yfir. 12.4.2025 13:13
„Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Tollastríðið hefur þegar eyðilagt mikil verðmæti á alþjóðlegum mörkuðum að sögn hagfræðings. Evrópusambandið hefur fullan skilning á stöðu Íslands að sögn forsætisráðherra sem fékk þó enga tryggingu fyrir því á fundum með leiðtogum í Brussel í dag að mögulegar gagnaðgerðir ESB muni ekki bitna á Íslandi. Fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um aðildarviðræður Íslands við Evrópusambandið báru einnig á góma. 9.4.2025 20:12
Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Samsköttun hjóna og sambúðarfólks eykur í langflestum tilfellum ráðstöfunartekjur tekjuhærri heimila, og hefur áhrif á innan við fimm prósent skattgreiðenda. Þetta er meðal þess sem fram kemur í minnisblaði frá fjármálaráðuneytinu þar sem einnig segir að ráðstöfunin stuðli að kynjamisrétti. Fyrirhuguð breyting á samsköttun mun að sögn sérfræðings í langflestum tilfellum hafa áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu en í mun minni mæli á barnafjölskyldur. 9.4.2025 15:11
Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Það er óboðlegt að fólk sem bíður brottvísunar en hefur ekki brotið af sér dúsi í fangelsi á meðan það bíður. Á sama tíma er ekki pláss fyrir aðra sem bíða þess að hefja afplánun. Þetta segir dómsmálaráðherra sem segir vinnu hafna við úrbætur, meðal annars með leit að húsnæði sem hægt væri að nýta til bráðabirgða. Þá komi til greina að horfa til Svíþjóðar þar sem þekkist að fangar deili klefa. 7.4.2025 20:32
Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Þingmenn stjórnarandstöðunnar gengu út á Alþingi síðdegis þegar Inga Sæland félags- og húsnæðismálaráðherra fór í ræðustól til að ræða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar fyrir árin 2026-2030. Þeir sögðust ekki treysta sér til þess að eiga umræður um áætlunina. 7.4.2025 18:05