Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Heilbrigðisráðherra segist ekki hafa neinar forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga um að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar til POTS-sjúklinga. Hún hafi þó skilning á því að það geti reynst fólki erfitt að hætta í meðferð sem það trúir á. 13.8.2025 13:02
„Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Ómetanlegur fjársjóður norrænna miðaldabókmennta er nú til sýnis á Íslandi í fyrsta sinn. Gripurinn, sem rekur uppruna til Íslands, hefur verið varveittur á meginlandi Evrópu í nokkrar aldir en almenningi gefst nú kostur á að berja gripinn augum. 12.8.2025 20:00
Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Samtök atvinnulífsins fagna áformum stjórnvalda um mótun atvinnustefnu fyrir Ísland. Ríkisstjórnin hefur efnt til samráðs um stefnuna og kalla eftir hugmyndum um útflutningsgreinar sem geta vaxið hvað mest á næstu tíu árum og náð árlegum útflutningi sem nemur tugum milljarða króna. 12.8.2025 12:32
Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Aðsókn í vökvagjöf vegna POTS-heilkennis hefur margfaldast á aðeins örfáum árum. Ákvörðun um að hætta að greiða niður þjónustuna byggir á faglegum forsendum að sögn Sjúkratrygginga Íslands en hjartalæknir og Samtök um POTS á Íslandi óttast um afdrif þeirra sem ekki munu lengur geta sótt þjónustuna. Þrátt fyrir skort á rannsóknum hafi meðferðin skilað árangri og skipt sköpum fyrir lífsgæði þeirra sem hana þiggja og eflt getu þeirra til að taka þátt í samfélaginu. 11.8.2025 21:57
„Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Það myndi hafa alvarlegar afleiðingar ef greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS-sjúklinga verður alfarið hætt. Þetta segir formaður Samtaka um POTS á Íslandi. Hætt sé við því að fólk sem hafi náð framförum með hjálp vökvagjafar detti aftur úr vinnu eða skóla og verði jafnvel aftur rúmliggjandi. 11.8.2025 12:59
„Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Það var eins og að heyra að maður ætti aðeins tvo mánuði eftir ólifað að fá fréttir af því að til standi að hætta greiðsluþátttöku vegna vökvagjafar POTS- sjúklinga. Þetta segir kona sem glímir við heilkennið. Hún þakkar það vökvagjöfinni að hafa öðlast getu til daglegra athafna á borð við að geta þvegið sér sjálf um hárið og staðið upprétt, getu sem hún óttast nú að missa aftur. 10.8.2025 19:46
Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Öryggisráð Ísrael hefur ákveðið að taka yfir Gasa-borg en ákvörðunin er umdeild í Ísrael. Hún þykir til marks um enn frekari stigmögnun átaka á svæðinu að sögn alþjóðastjórnmálafræðings. 8.8.2025 16:19
Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Íslensk-úkraínsk hjón hafa takmarkaða trú á að samtal Trump og Pútín myndi leiða til friðar í Úkraínu. Þau hafa misst vini á vígvellinum og segja erfitt að fylgjast með aukinni hörku í árásum Rússa á heimaborg þeirra úr fjarska. Þau skynja breytingar á viðhorfi og afstöðu fólks utan Úkraínu til stríðsins frá því sem var í byrjun. Svo virðist sem áhuginn sé að dvína og rússneskur áróður að ná betur í gegn. 7.8.2025 21:32
Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ Fimmtán prósenta tollur á vörur frá Íslandi hefur tekið gildi í Bandaríkjunum. Utanríkismálanefnd Alþingis kom saman í morgun til að ræða þá breyttu stöðu sem uppi er í heimi alþjóðaviðskipta. Tollar Bandaríkjastjórnar og mögulegar verndaraðgerðir Evrópusambandsins á járnblendi voru á dagskrá fundarins þar sem sérfræðingar utanríkisráðuneytisins mættu. 7.8.2025 13:16
Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Fundur hófst í utanríkismálanefnd Alþingis nú klukkan tíu þar sem tollahækkanir Bandaríkjastjórnar á íslenskar vörur og fyrirhugaðar verndaraðgerðir ESB vegna innflutnings á járnblendi eru til umræðu. Tollar Bandaríkjastjórnar tóku gildi í dag og verður nú fimmtán prósenta tollur lagður á útfluttar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna. 7.8.2025 10:12