Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 4. desember 2025 09:09 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, segist ekki vera að hugleiða framboð í komandi borgarstjórnarkosningum. Hann er sem stendur með hugann við störf sín í landsmálapólitíkinni, meðal annars við samgönguáætlun sem kynnt var í gær. Hann segir áætlunina í raun vera „óskalista“ núverandi ríkistjórnar um hvað sú næsta eigi að gera í samgöngumálum. Sigmundur Davíð var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem gott gengi flokksins í skoðanakönnunum og stjórnmálin almennt voru til umræðu. Undir lok viðtalsins var Sigmundur spurður um „háværar sögusagnir“ um að hann væri sjálfur að hugsa um að fara í borgarstjórnarslag. „Ég fæ að taka þátt í borgarstjórnarslagnum eins og frambjóðendur telja heppilegt,“ sagði Sigmundur. Sjálfur sé hann þó ekki hug á að gefa kost á sér. „Nei ég hef engin áform um það,“ svaraði Sigmundur. Telur viðbúið að samgönguáætlun standist ekki Stjórnmálin voru rædd um víðan völl í þættinum, en talið barst meðal annars að samgönguáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Sigmundur segir að glærukynningin sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu hafi að hans mati litið mjög svipað út og sú sem fyrri ríkisstjórn hafði kynnt. „Þetta fær svona það yfirbragð að þetta sé það sem er að fara að gerast. Af því þetta eru ráðherrar, þetta er ríkisstjórn. En þegar betur er að gáð þá er þessi samgönguáætlun, eins og þær fyrri, í rauninni bara óskalisti um hvernig menn vilja sjá hlutina þróast. Þá er hægt að henda öllu mögulegu þarna til og frá og kynna það eins og ríkisstjórnin sé að fara að gera þetta allt saman. Hversu margt af þessu er þessi ríkisstjórn að fara að gera? Það er mjög takmarkað,“ segir Sigmundur. „Þetta er allt eitthvað sem þessi ríkisstjórn gæti hugsað sér að næstu ríkisstjórnir til ársins 2040 framkvæmi. Og fyrir vikið þá er viðbúið að þessi áætlun standist ekkert frekar en þær fyrri.“ Langtímaáætlanir þurfi að standa tímans tönn Hann tók undir með þáttarstjórnanda að það gæti verið mjög hvimleitt fyrir almenning í landinu að aldrei væri hægt að stóla fyllilega á langtímaáætlanir sem stjórnvöld gera, þar sem hætt sé við að ýmist sé ekki staðið við slíkar áætlanir eða þeim snúið á hvolf þegar ný ríkisstjórn tekur við. Hins vegar verði ákvarðanirnar að vera vel ígrundaðar og útfærðar og standast tímans tönn að sögn Sigmundar. „Þetta má samt ekki verða þannig að ef kerfið er komið af stað með eitthvað, að þá er haldið bara áfram á sömu braut sama hvað kemur í ljós. Því við höfum séð svo mörg slík slys í gegnum tíðina, eins og til dæmis sem mér hefur verið tíðrætt um með Nýja-Landspítalann,“ segir Sigmundur. Það hafi að hans sögn ekki verið búið að taka fyrstu skóflustunguna þegar margir hafi verið búnir að átta sig á því að þar væru mistök í uppsiglingu. „En þá komu þessi rök, ef rök skyldi kalla: „Það er búið að eyða svo miklum tíma í að undirbúa þetta, þetta var ákveðið 1975 eða hvernig sem það var, og svo er búið að setja heilmikla peninga í að undirbúa þetta svo við verðum að fá að klára mistökin.“ Við megum ekki heldur festast í slíku,“ sagði Sigmundur. Miðflokkurinn Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Bítið Alþingi Samgönguáætlun Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira
Sigmundur Davíð var til viðtals í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem gott gengi flokksins í skoðanakönnunum og stjórnmálin almennt voru til umræðu. Undir lok viðtalsins var Sigmundur spurður um „háværar sögusagnir“ um að hann væri sjálfur að hugsa um að fara í borgarstjórnarslag. „Ég fæ að taka þátt í borgarstjórnarslagnum eins og frambjóðendur telja heppilegt,“ sagði Sigmundur. Sjálfur sé hann þó ekki hug á að gefa kost á sér. „Nei ég hef engin áform um það,“ svaraði Sigmundur. Telur viðbúið að samgönguáætlun standist ekki Stjórnmálin voru rædd um víðan völl í þættinum, en talið barst meðal annars að samgönguáætlun sem ríkisstjórnin kynnti í gær. Sigmundur segir að glærukynningin sem ráðherrar ríkisstjórnarinnar kynntu hafi að hans mati litið mjög svipað út og sú sem fyrri ríkisstjórn hafði kynnt. „Þetta fær svona það yfirbragð að þetta sé það sem er að fara að gerast. Af því þetta eru ráðherrar, þetta er ríkisstjórn. En þegar betur er að gáð þá er þessi samgönguáætlun, eins og þær fyrri, í rauninni bara óskalisti um hvernig menn vilja sjá hlutina þróast. Þá er hægt að henda öllu mögulegu þarna til og frá og kynna það eins og ríkisstjórnin sé að fara að gera þetta allt saman. Hversu margt af þessu er þessi ríkisstjórn að fara að gera? Það er mjög takmarkað,“ segir Sigmundur. „Þetta er allt eitthvað sem þessi ríkisstjórn gæti hugsað sér að næstu ríkisstjórnir til ársins 2040 framkvæmi. Og fyrir vikið þá er viðbúið að þessi áætlun standist ekkert frekar en þær fyrri.“ Langtímaáætlanir þurfi að standa tímans tönn Hann tók undir með þáttarstjórnanda að það gæti verið mjög hvimleitt fyrir almenning í landinu að aldrei væri hægt að stóla fyllilega á langtímaáætlanir sem stjórnvöld gera, þar sem hætt sé við að ýmist sé ekki staðið við slíkar áætlanir eða þeim snúið á hvolf þegar ný ríkisstjórn tekur við. Hins vegar verði ákvarðanirnar að vera vel ígrundaðar og útfærðar og standast tímans tönn að sögn Sigmundar. „Þetta má samt ekki verða þannig að ef kerfið er komið af stað með eitthvað, að þá er haldið bara áfram á sömu braut sama hvað kemur í ljós. Því við höfum séð svo mörg slík slys í gegnum tíðina, eins og til dæmis sem mér hefur verið tíðrætt um með Nýja-Landspítalann,“ segir Sigmundur. Það hafi að hans sögn ekki verið búið að taka fyrstu skóflustunguna þegar margir hafi verið búnir að átta sig á því að þar væru mistök í uppsiglingu. „En þá komu þessi rök, ef rök skyldi kalla: „Það er búið að eyða svo miklum tíma í að undirbúa þetta, þetta var ákveðið 1975 eða hvernig sem það var, og svo er búið að setja heilmikla peninga í að undirbúa þetta svo við verðum að fá að klára mistökin.“ Við megum ekki heldur festast í slíku,“ sagði Sigmundur.
Miðflokkurinn Samgöngur Sveitarstjórnarkosningar 2026 Bítið Alþingi Samgönguáætlun Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Innlent Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Innlent Fleiri fréttir Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu „Við bara svolítið sitjum uppi með þetta“ Börn niður í leikskólaaldur um helmingur þeirra sem slasast „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Sjá meira