„Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Ekki liggur fyrir hver stýrði drónunum sem urðu þess valdandi að lokað var fyrir alla flugumferð á Kastrup flugvelli í Kaupmannahöfn í fleiri klukkutíma í gærkvöldi, hvaðan þeir komu eða hvert þeir fóru. Úkraínuforseti segir Rússa bera ábyrgð en danska lögreglan segist ekki vita hvort svo sé. Það sé meðal annars til rannsóknar, en ljóst sé að „gerandi með getu“ hafi verið á ferðinni. Rússar hafna hins vegar ábyrgð. 23.9.2025 07:34
Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Sitjandi borgarfulltrúar Samfylkingarinnar hafa ekki allir gert upp við sig hvort þeir hyggist gefa kost á sér til áframhaldandi setu í borgarstjórn í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Fastlega er gert ráð fyrir að fram fari prófkjör í einhverri mynd hjá flokknum við val á lista, en nokkuð ákall er uppi um breytingar í borginni. Flestir borgarstjórnarfulltrúar flokksins hafa þegar setið hátt í þrjú kjörtímabil. 22.9.2025 14:49
Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Nokkrir úrskurðir féllu hjá mannanafnanefnd í síðustu viku þar sem kvenkyns nöfnin Seba, Þorbirna og Ívalú voru meðal annars samþykkt og færð í mannanafnaskrá. 22.9.2025 10:59
Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Í fyrsta sinn frá því mælingar hófust reynast fleiri börn og unglingar á skólaaldri á heimsvísu glíma við offitu en undirþyngd samkvæmt nýrri skýrslu Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna, UNICEF. Eitt af hverjum tíu börnum á heimsvísu glíma við offitu samkvæmt skýrslunni og er markaðssetning mikið unninna matvæla sögð meðal mögulegra sökudólga. 22.9.2025 10:30
Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Tveir nýir stjórnendur hafa verið ráðnir til starfa hjá Símanum. Hjörtur Þór Steindórsson tekur við starfi fjármálastjóra fyrirtækisins og þá hefur Sæunn Björk Þorkelsdóttir verið ráðin framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Símans. 22.9.2025 09:42
Frítt í Strætó um allt land í dag Í tilefni af bíllausa deginum svokallaða sem er í dag verður frítt í Strætó, bæði á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu í dag. 22.9.2025 08:47
Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Fjölmiðlamógúllinn Rupert Murdoch og sonur hans Lanchan eru sagðir vera í hópi bandarískra fjárfesta sem freista þess að kaupa samfélagsmiðilinn TikTok. Donald Trump Bandaríkjaforseti segir að feðgarnir verði „örugglega“ aðilar að kaupunum sem muni tryggja áframhaldandi aðgang að samfélagsmiðlinum í Bandaríkjunum. 22.9.2025 08:00
Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Samningar hafa náðst í kjaradeilu Rafiðnaðarsambands Íslands og AFLs við Alcoa og hefur fyrirhugaðri atkvæðagreiðslu um verkfall því verið aflýst. 19.9.2025 13:51
Danir með en keppnin sögð í fordæmalausri krísu Danmörk ætlar að vera með í Eurovision í Austurríki næsta vor. Hins vegar gera Danir þrjá fyrirvara um þátttöku sem enginn varðar beinlínis þátttöku Ísraels í keppninni. Danskir Eurovision sérfræðingar segja að keppnin standi frammi fyrir einni stærstu áskorun í sögu keppninnar. 19.9.2025 11:13
Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Svokölluð efnisneysla á Íslandi dróst saman í fyrra þegar hún nam rúmum 6.300 kílótonnum. Það samsvarar 16,4 tonnum á hvern íbúa landsins, en meðaltal síðastliðin þrjú ár hefur numið á bilinu 17 til 19 tonnum á hvern einstakling. Samdráttur ársins 2024 nemur 1.857 kílótonnum frá árinu á undan. 19.9.2025 10:09