„Grafalvarlegt mál“ ef af verkföllum verður Ásmundur Einar Daðason mennta- og barnamálaráðherra segir grafalvarlegt ef börn og ungmenni missi úr námi vegna verkfalla. Hann biðlar til samningsaðila að standa undir þeirri ábyrgð sem á þeim hvíli, vera lausnamiðaðir og gera það sem í þeirra valdi stendur til að afstýra megi verkfalli. 11.10.2024 13:01
Spyr hvort Ísland vilji vera miðpunktur eða eftirbátur annarra Íslendingar þurfa að gera upp við sig hvort þeir vilji taka virkan þátt í þróun gervigreindar eða verða eftirbátar annarra ríkja. Gríðarleg og vaxandi orkuþörf er til staðar vegna gervigreindarvinnslu og í því felast tækifæri fyrir Ísland að sögn sviðsstjóra hjá Samtökum iðnaðarins. Á sama tíma geti orkumálin reynst vera hindrun en áform eru uppi um að skoða möguleika þess að reisa gervigreindargagnaver á Íslandi. 11.10.2024 10:02
Ethel Kennedy er látin Ethel Kennedy, ekkja Roberts F. Kennedy er látin, 96 ára að aldri. Kennedy fékk heilablóðfall í síðustu viku og var í aðhlynningu vegna þess þegar hún lést síðastliðin fimmtudag að því er haft er eftir Joe Kennedy III, barnabarni hennar og fyrrverandi þingmanni. 11.10.2024 07:40
Vongóð um að Ísland fái sæti í mannréttindaráðinu Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra kveðst vongóð að Ísland nái sæti í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en kosning um hvaða ríki taka þar sæti fer fram síðar í dag. 9.10.2024 11:43
Kom skemmtilega á óvart að hitta Margréti Danadrottningu Það kom Höllu Tómasdóttur forseta Íslands skemmtilega á óvart að hitta Margréti Þórhildi Danadrottningu í gær. Halla segir drottninguna vera sér mikla fyrirmynd og því hafi verið gaman að hún hafi óvænt komið og heilsað upp á forsetahjónin í Amalíuborgarhöll við komuna þangað í gær. 9.10.2024 10:28
Mikið um dýrðir í Íslandsboðinu í konungshöllinni Mikið var um dýrðir á hátíðarkvöldverði sem haldinn var í Kristjánsborgarhöll í Kaupmannahöfn í kvöld, þar sem Halla Tómasdóttir forseti Íslands er stödd í sinni fyrstu opinberu heimsókn. Heimsóknin er einnig sú fyrsta í tíð Friðriks tíunda á konungsstóli. 8.10.2024 21:59
„Eins og við höfum verið að hitta gamla vini” Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, segir móttökur Friðriks X Danakonungs og Mary drottningar hafa verið ótrúlega hlýjar og skemmtilegar. 8.10.2024 11:10
Drottningin baðst afsökunar á því að geta ekki boðið betra veður Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hófst í dag. Forsetahjónin komu siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, tóku á móti þeim. 8.10.2024 08:50
Koma siglandi og sótt á hestvagni Ríkisheimsókn Höllu Tómasdóttur, forseta Íslands, og Björns Skúlasonar eiginmanns hennar til Danmerkur hefst í dag. Forsetahjónin munu koma siglandi að gömlu tollbryggjunni í Kaupmannahöfn klukkan tíu að staðartíma þar sem konungshjónin, Friðrik X og kona hans Mary, taka á móti þeim. 8.10.2024 06:01
Foreldrar margoft kvartað undan hættulegum gatnamótum Íbúar í Vogahverfi hafa ítrekað gert athugasemdir við hættuleg gatnamót við Sæbraut þar sem banaslys varð seint í gærkvöldi. Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sem sækja skóla og frístundir yfir götuna og skora á borgarstjórn að kynna sér aðstæður. 29.9.2024 19:21