Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Sextíu og fjórir eru sagðir hafa verið drepnir og yfir þrjú hundruð særðir í árásum Ísraela á Gasa síðastliðinn sólarhring. Herflugvélar og skriðdrekar hafa verið nýttir til stórtækra árása á Gasaborg sem Ísraelar hyggjast sölsa undir sig með valdi. 24.8.2025 18:46
Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Úkraína fagnar sjálfstæði í dag í skugga innrásarstríðs Rússa. Á þessum degi árið 1991 lýstu Úkraínumenn yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum og þess var minnst víða um landið í dag. Stuðningur Íslands við Úkraínu frá upphafi allsherjarinnrásar Rússa í febrúar 2022 hefur numið rúmum þrettán milljörðum en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar á eftir. 24.8.2025 18:28
Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Bikarmeisturum Vestra verður vel fagnað á Silfurtorgi á Ísafirði í kvöld þar sem til stendur að heiðra liðið sem tryggði sér titilinn með sigri á Valsmönnum á Laugardalsvelli á föstudaginn. Sigurinn er sögulegur fyrir félagið en Sigríður Júlía Brynleifsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, hvetur alla sem geta til að fjölmenna á Silfutorg á eftir. 24.8.2025 15:03
Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Vatnshæð í Hvítá hefur lækkað nokkuð eftir töluverða hækkun vegna jökulhlaupsins í nótt. Hlaupið úr Hafrafellslóni hófst á föstudag og Veðurstofan fylgist grannt með þróuninni. 24.8.2025 13:19
Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Tilkynnt var um þrjár líkamsárásir á menningarnótt og nokkuð var um minni pústra. Sjö gistu í fangaklefa og voru um 140 mál skráð í kerfi lögreglu. Sérstakt eftirlit var haft með unglingadrykkju og voru ríflega tuttugu ungmennum undir lögaldri færð í unglingaathvarf. 24.8.2025 13:12
Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Akstursíþróttasamfélagið er harmi slegið vegna slyss sem átti sér stað í gær þar sem ökutæki hafnaði ofan á tveimur starfsmönnum. 24.8.2025 11:55
Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Ríkisstjóri Illinois í Bandaríkjunum sakar Bandaríkjaforseta um valdníðslu, vegna áforma hans um að senda hermenn til Chicago. Hann segir aðgerðirnar óþarfar og muni einungis leiða til verra ástands en ella. 24.8.2025 10:20
Grunur um brot gegn fleiri börnum Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni sínu til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu. 23.8.2025 18:54
Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Foreldri annars barns á leikskólanum Múlaborg hefur tilkynnt grun um kynferðisbrot gegn barni til lögreglu. Þetta herma heimildir fréttastofu, en nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar. Karlmaður sem starfaði við leikskólann situr þegar í gæsluvarðhaldi vegna gruns um brot gegn öðru barni. 23.8.2025 18:26
Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Karlmaður á fimmtugsaldri og kona á fertugsaldri voru í dag úrskurðuð í gæsluvarðhald í tengslum við þjófnað á hraðbanka í Mosfellsbæ fyrr í vikunni. Héraðsdómur hafði áður hafnað beiðni lögreglu um gæsluvarðhald yfir manninum, en Landsréttur snéri þeim úrskurði við í dag. Maðurinn, sem er fjörutíu og eins árs, er sagður góðkunningi lögreglunnar. Nánar verður fjallað um málið í kvöldfréttum Sýnar. 22.8.2025 18:26