Tímaritið Variety frestar forsíðu Meghan Markle Variety hefur frestað forsíðu hertogaynjunnar Meghan Markle vegna andláts Elísabetar II drottningar. Meghan var valin ein þeirra kvenna sem skartar miklum kvennakrafti (e. Power of Women). Í kjölfarið átti hún að birtast á forsíðu tímaritsins líkt og hinar konurnar sem voru valdar. 15.9.2022 17:30
Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar komnar á Spotify Fyrstu plötur Jóhönnu Guðrúnar eru komnar á Spotify. Netverjar virðast margir hverjir alsælir með viðbótina á streymisveituna og segjast upplifa nostalgíu við hlustunina. Jóhanna var aðeins tíu ára gömul þegar fyrsta platan hennar „Jóhanna Guðrún“ kom út, á sjálfan afmælisdaginn 16. október. 15.9.2022 12:30
Björk biður um að íslenskir sjónvarpsþættir hætti að sýna morð sem daglegt brauð Tónlistarkonan Björk Guðmundsdóttir segir íslenskt sjónvarpsefni láta morð virðast daglegt brauð á Íslandi. Hún biður um að þessu sé breytt, þetta endurspegli ekki íslenskan raunveruleika. 14.9.2022 21:02
„Ekki allir sem verða kvikmyndastjarna og ljóðskáld á einu kvöldi“ Heimildarmyndin Velkominn Árni var frumsýnd í Bíó Paradís í gær. Myndin segir sögu Árna Jóns Árnasonar sem vissi aldrei hver væri faðir sinn. Það var ekki fyrr en á áttræðisaldri sem hann komst óvænt að því hver faðir hans gæti hafa verið. 14.9.2022 20:01
Myndaveisla: Markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Auglýsinga- og markaðsfólk fjölmennti á haustkynningu Stöðvar 2, Bylgjunnar og Vísis sem fór fram í Gamla bíó í síðustu viku. Fyrirlesarinn Jenni Romaniuk kom fram auk þess að Herra Hnetusmjör og Hugo fengu salinn til að dilla sér með nokkrum frábærum lögum. 14.9.2022 15:41
Fauk í Karl III Bretlandskonung vegna penna sem lak Karl III Bretalandskonungur lenti í því óhappi að skrifa með penna sem lak. „Ó guð ég hata þetta,“ segir Karl um pennann í myndbandi sem The Guardian birti. 14.9.2022 14:20
Bieber hjónin fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli Hjónin Justin og Hailey Bieber fögnuðu fjögurra ára brúðkaupsafmæli með því að senda fallegar kveðjur á samfélagsmiðlum. Þau giftu sig í laumi árið 2018, tveimur mánuðum eftir að þau trúlofuðu sig, en héldu veislu ári síðar þar sem þau fögnuðu með vinum og fjölskyldu. 14.9.2022 11:30
Tískan á Emmy verðlaununum: Fjólubláar pallíettur og ljósblá jakkaföt Emmy-verðlaunahátíðin fór fram í 74. skiptið í gær og skörtuðu stjörnurnar sínu fegursta á gyllta dreglinum. Hvít jakkaföt, bláir kjólar og fjólubláar dragtir fönguðu meðal annars athyglina. 13.9.2022 16:30
Ray J segir Kim Kardashian og Kris Jenner sjálfar hafa lekið kynlífsmyndbandinu Kim Kardashian skaust fyrst upp á stjörnuhimininn eftir að kynlífsmyndband af henni og þáverandi kærasta hennar Ray J lak á netið. Nú hefur hann gefið út yfirlýsingu þess efnis að móðir Kim, Kris Jennar, hafið átt hlut í því að myndbandið fór í dreifingu. Hann birti meðal annars samning þar sem kemur fram að þau hafi fengið greitt fyrir myndbandið. 13.9.2022 12:16
Britney biður þess að foreldrar sínir brenni í helvíti „Ég segi það hátt og stolt, ég bið þess að þið brennið bæði í helvíti,“ sagði söngkonan Britney Spears í færslu um foreldra sína á Instagram í gær. Britney er dugleg að deila hugsunum sínum með fylgjendum á miðlinum og segir það hjálpa sér andlega. 12.9.2022 17:30
Ljósmóðir á eftirlaunum kölluð út: „Óbilandi óöryggistilfinningar- og aðstæður sem við búum við“ Innlent