Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kapp­hlaup um myndun nýs meiri­hluta í borginni og formannsslagur

Kapphlaup um myndun nýs meirihluta í Reykjavík er hafið. Oddviti Viðreisnar segir allt opið varðandi meirihlutamyndun. Allir tali nú við alla. Við ræðum við stjórnmálafræðing í beinni útsendingu um þá möguleika sem eru á borðinu og næstu skref.

Við­brögð við meirihlutaslitum, flug­braut lokað og um­mæli þing­manns

Oddviti Samfylkingarinnar segist fyrst hafa lesið um það í fjölmiðlum að borgarstjóri væri farinn að ræða við flokka borgarminnihlutans um samstarf. Ákvörðun hans um að slíta samstarfinu kasti stórum skugga á samstarf síðustu ára. Við ræðum við hana og stjórnmálafræðing um næstu skref.

Vígðu bleikan bekk við skólann

Bleikur bekkur var vígður í Verzlunarskóla Íslands í morgun til minningar um Bryndísi Klöru Birgisdóttur, sem lést eftir stunguárás á menningarnótt. Bryndís Klara hefði orðið átján ára í gær og voru að því tilefni styrkir veittir úr minningarsjóði hennar í fyrsta sinn.

„Þetta er ein­hver samfélagsmiðlasýki“

Sérfræðingur í forvörnum segir mikilvægt að foreldrar ræði við börn sín um hætturnar sem fylgt geta tálbeituaðferðum. Myndbönd sem sýna ungmenni ganga í skrokk á meintum barnaníðingum eru í dreifingu á samfélagsmiðlum.

Í­hugar formannsframboð

Guðrún Hafsteinsdóttir, fyrrverandi dómsmálaráðherra, íhugar alvarlega að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins á næsta landsfundi flokksins. Fyrrverandi ráðherrar liggja undir feldi á meðan klukkan tifar.

Sjá meira