Fréttamaður

Elísabet Inga Sigurðardóttir

Elísabet Inga er fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni.

Nýjustu greinar eftir höfund

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Kjaraviðræðum breiðfylkingar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins hefur verið slitið og deilunni vísað formlega til ríkissáttasemjara. Frost er komið í viðræðurnar. Við ræðum við verkalýðsforingja í fréttatímanum.

Mygla í Blóðbankanum hafi ekki á­hrif á starf­semi bankans

Mygla greindist í Blóðbankanum í sumar. Læknir segir ekkert benda til þess að mygla og raki hafi áhrif á blóð sem geymt er í bankanum, loftgæði séu góð í húsinu og forsvaranlegt að halda starfseminni áfram. Öryggi starfsmanna, blóðgjafa og starfseminnar sé tryggt. 

Neituðu að fara út í kuldann

Hópur heimilislausra manna fór í setuverkfalli í gistiskýlinu á Granda í morgun. Þeir mótmæltu því að skýlinu sé lokað klukkan tíu í frosthörku þegar flestir liggi í flensu. Formaður Velferðarráðs hjá Reykjavíkurborg segir aðstöðu í skýlinu ekki fullnægjandi á daginn. Neyðaropnun hafi verið virkjuð og boðið upp á úrræði og þjónustu í Samhjálp yfir daginn.

„Enginn ís­lenskur lista­maður þvingaður til þátt­töku í Euro­vision“

Það verður enginn íslenskur tónlistarmaður þvingaður til þátttöku í Eurovision. Þetta sagði útvarpsstjóri eftir mótmæli tónlistarfólks við Ríkisútvarpið í dag. Minnst 550 tónlistarmenn vilja að RÚV beiti sér fyrir því að Ísraelum verði meinuð þátttaka í keppninni ellegar dragi Íslendingar sig úr henni.

Lítill gangur í við­ræðum

Formaður félags stjórnar fagfélaga telur að ekki beri mikið í milli í kjaradeilu þess og Samtaka atvinnulífsins. Lítill gangur hafi þó verið í viðtæðum og því hafi ákvörðun verið tekin um að koma deilunni í formlegt ferli hjá ríkissáttasemjara.

32 naggrísum komið fyrir á fósturheimili

Sjálfboðaliðar hjá Dýrahjálp Íslands forðuðu 32 naggrísum frá aflífun með því að koma þeim úr óupphituðu hesthúsi og yfir á fósturheimili. Þeir leita nú að framtíðarheimili. 

Sjá meira