Sjötíu viðbragðsaðilar á leið með flugi austur: „Það er mjög mikil snjóflóðahætta á svæðinu“ Rýming stendur yfir vegna minnst þriggja snjóflóða sem féllu í Neskaupstað í Norðfirði í morgun og taka þær til 160 húsa. Eitt flóðanna féll á fjölbýlishús í bænum og eru tíu slasaðir, enginn alvarlega. Leitarhundar eru á leið austur með þyrlu Landhelgisgæslunnar auk sjötíu viðbragðsaðila sem fara með flugi á svæðið í dag. Mikil snjóflóðahætta er á svæðinu og neyðarstigi almannavarna lýst yfir. 27.3.2023 12:21
Bugaðir foreldra tilkynna sig til barnaverndar Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. 26.3.2023 19:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Biðlistar eftir greiningum hafa nærri tvöfaldast á einu ári og segir yfirlæknir dæmi um að foreldrar tilkynni sig sjálfir til barnaverndar til að reyna að fá aðstoð. Við fjöllum um málið. 26.3.2023 17:57
Hádegisfréttir Bylgjunnar Háskólaráðherra gefur háskólum hér á landi falleinkunn og segir gæði kennslu skrapa botninn meðal Norðurlandanna. Hún hyggst umbreyta fjármögnun skólanna. Við fjöllum um málið. 26.3.2023 11:49
Flúði land með heyrnarlaus börn vegna aðgerðarleysis stjórnvalda Móðir tveggja heyrnarlausra drengja gafst upp á því þjónustuleysi sem hún segir einkenna málefni heyrnarlausra barna og flutti fyrir rúmum tveimur vikum með fjölskylduna til Svíþjóðar þar sem hún segist fá sjálfsagða þjónustu. 26.3.2023 11:30
Einstaklega gæf ugla heilsaði upp á leikskólabörn í Ólafsfirði „Hún var ekkert hrædd við börnin“ segir leikskólastjóri í Fjallabyggð um uglu sem heimsótti leikskólabörn í gær. Uglan sat í dágóðan tíma nær upp við glugga skólans og virti börnin fyrir sér. 25.3.2023 14:18
Hádegisfréttir Bylgjunnar Lögregla rannsakar nú sprengingarnar sem urðu í Garðabæ í gær þegar gaskútar flugu tugi metra. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að fólk hafi verið í verulegri hættu og því mildi að enginn hafi slasast. Eldsupptök eru enn ókunn. 25.3.2023 11:44
Aðgerðum lokið í Straumsvík Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir að áfram sé þó fylgst grannt með svæðinu. 25.3.2023 11:17
Nemendur í Versló auka næringargildi salts með fiskbeinum Nemendur við Verzlunarskóla Íslands hafa aukið næringargildi salts með þróun og framleiðslu á salti sem inniheldur næringarefni úr fiskbeinum. Þeir segja starfsmenn fiskbúða fegna að þurfa ekki að henda beinunum enda um vannýtta auðlind að ræða. 24.3.2023 21:00
Óskar eftir gögnum um ábyrgðarmenn námslána Háskólaráðherra hefur óskað eftir gögnum um þá ábyrgðamenn sem skildir voru eftir þegar ábyrgðarmannakerfi á lánum var lagt af. Hún segir hrakfarir áttræðrar konu, sem stendur frammi fyrir fjárnámi, sýna að tilefni sé til endurskoðunar. 24.3.2023 20:01