Ekki ástæða til að herða aðgerðir innanlands Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir smitrakningu ganga vel og að þrjár hópsýkingar sem komu upp í síðustu viku virðist afmarkaðar. Næstu dagar muni skera úr um hvort tekist hafi að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu. 21.4.2021 12:03
Íslendingar andvígir inngöngu í ESB en telja góðar líkur á hagstæðum samningi Fleiri eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Aftur á móti telur ríflega helmingur þjóðarinnar að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við sambandið. 21.4.2021 11:04
Hefði getað skapast hætta hefði fólk verið nálægt gígunum Ingibjörg Jónsdóttir, dósent við jarðvísindadeild Háskóla Íslands, var ásamt hópi vísindamanna á gossvæðinu í morgun að kortleggja og rannsaka hraunflæði þegar allt í einu opnuðust nýir gígar og mikil virkni hófst á svæðinu. 13.4.2021 17:35
Rukka tíu þúsund fyrir hverja nótt í farsóttarhúsi Hótel í Reykjanesbæ, Reykjavík, fyrir norðan og á Austfjörðum munu taka á móti farþegum frá rauðum löndum sem þurfa að fara í fimm daga sóttkví í farsóttarhúsi samkvæmt reglugerð sem tekur gildi 1. apríl. 30.3.2021 12:59
Fengu góð viðbrögð við „pop-up-kvennaathvarfi“ Til þess að geta tekið á móti konum og börnum í samkomubanni leitaði Kvennaathvarfið eftir húsnæði í gær. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og athvarfið því vel undirbúið fyrir komandi páskahátíð. 29.3.2021 15:19
Frétti af smitum skólafélaga í gegnum snapchat Marta Maier er í 6. bekk í Laugarnesskóla og því í sóttkví fram að helgi eins og allur árgangur skólans. Tólf börn í áranginum hafa greinst með kórónuveiruna og voru nemendur í Laugarnesskóla líklega fyrst að frétta af smitunum í gærkvöldi. Meira að segja á undan sóttvarnayfirvöldum. 24.3.2021 21:00
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins leggur til að gefið verði út samevrópskt rafrænt grænt vottorð fyrir alla íbúa evrópska efnahagssvæðisins sem staðfesti annað hvort mótefni við kórónuveirunni eða bólusetningu. 17.3.2021 18:01
Norðmenn og Danir þyrftu ekki að fara í sóttkví tæki litakóðakerfi gildi í dag Heilbrigðisráðherra staðfestir að litakóðakerfi verði tekið upp á landamærum 1. maí. Þá fá Evrópulönd grænan, gulan eða rauðan lit eftir fjölda smita í landinu. 16.3.2021 20:00
Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skjálftar og kórónuveiran eru enn í aðalhlutverki í kvöldfréttum Stöðvar 2. Rætt verður við sérfræðing frá Veðurstofu Íslands í beinni útsendingu um nýjustu vendingar á Reykjanesi, kvikusöfnun er enn í gangi og ný spenna safnast upp um leið. 15.3.2021 18:00
79-81 árs fengu bólusetningu í dag Allir sem eru 79 ára til 81 árs á höfuðborgarsvæðinu, fæddir á árunum 1940-1942, fengu boð um bólusetningu í Laugardalshöll í dag. Byrjað verður að bólusetja fólk með undirliggjandi sjúkdóma í næstu viku. 9.3.2021 15:59