Íslendingar andvígir inngöngu í ESB en telja góðar líkur á hagstæðum samningi Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 21. apríl 2021 11:04 Innganga Íslands í ESB. Könnun Maskínu. Fleiri eru andvígir inngöngu Íslands í Evrópusambandið en hlynntir samkvæmt nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Aftur á móti telur ríflega helmingur þjóðarinnar að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við sambandið. Í vikunni lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fram þingsályktunartillögu um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Lagt er til að Alþingi taki upp þráðinn frá því 2009 þegar þingsályktun um aðildarumsókn var samþykkt og nefnd verði skipuð til að stýra undirbúningsvinnunni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um endurupptöku viðræðna fari fram eigi síðar en í janúar 2022. „Og ef hún segir já, að þjóðin fái líka að taka afstöðu um samning í viðræðum við Evrópusambandið,“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi. Segir viðskiptafrelsið undir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði tillöguna sýna kýrskýrt hver stefna Viðreisnar væri í málinu og rifjaði svo upp þegar Þorgerður var í sjálfstæðisflokknum og var fríverslunarsinni, að hans sögn. „Ef við göngum í Evrópusambandið þá afnemum við viðskiptafrelsi okkar, hvorki meira né minna,“ sagði Guðlaugur. „Af hverju er þessi stóri flokkur svona hræddur við að treysta þjóðinni?“ spurði Þorgerður Katrín á móti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/vilhelm Þriðjungur hlynntur, 40% andvíg Þjóðin segir sína skoðun á málinu í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Þar kemur fram að tæplega þriðjungur er mjög eða fremur hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og hefur afstaðan lítið breyst frá 2019. Fleiri eru andvígir inngöngu eða yfir fjörutíu prósent landsmanna en andstaðan hefur minnkað um rúm ríflega tvö prósentustig frá 2019. Könnun Maskínu. Mesta andstaðan er meðal kjósenda Miðflokksins eða næstum sjötíu prósent, nær helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks er mjög andvígir inngöngu og ríflega fjörutíu prósent Framsóknarmanna. Kjósendur Samfylkingar eru hlynntastir inngöngu eða ríflega 41% en Viðreisn kemur strax á hæla þeirra eða ríflega fjörutíu prósent. Könnun Maskínu. Aftur á móti þegar spurt er hvort fólk telji að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við ESB kemur í ljós að fleiri telji svo vera eða ríflega helmingur þjóðarinnar. Já: 54,8% Nei: 45,2%. Könnun Maskínu. Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira
Í vikunni lagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, fram þingsályktunartillögu um endurupptöku viðræðna um aðild að Evrópusambandinu. Lagt er til að Alþingi taki upp þráðinn frá því 2009 þegar þingsályktun um aðildarumsókn var samþykkt og nefnd verði skipuð til að stýra undirbúningsvinnunni. Þjóðaratkvæðagreiðsla um endurupptöku viðræðna fari fram eigi síðar en í janúar 2022. „Og ef hún segir já, að þjóðin fái líka að taka afstöðu um samning í viðræðum við Evrópusambandið,“ sagði Þorgerður Katrín á Alþingi. Segir viðskiptafrelsið undir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði tillöguna sýna kýrskýrt hver stefna Viðreisnar væri í málinu og rifjaði svo upp þegar Þorgerður var í sjálfstæðisflokknum og var fríverslunarsinni, að hans sögn. „Ef við göngum í Evrópusambandið þá afnemum við viðskiptafrelsi okkar, hvorki meira né minna,“ sagði Guðlaugur. „Af hverju er þessi stóri flokkur svona hræddur við að treysta þjóðinni?“ spurði Þorgerður Katrín á móti. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/vilhelm Þriðjungur hlynntur, 40% andvíg Þjóðin segir sína skoðun á málinu í nýrri könnun Maskínu fyrir fréttastofu. Þar kemur fram að tæplega þriðjungur er mjög eða fremur hlynntur inngöngu Íslands í Evrópusambandið og hefur afstaðan lítið breyst frá 2019. Fleiri eru andvígir inngöngu eða yfir fjörutíu prósent landsmanna en andstaðan hefur minnkað um rúm ríflega tvö prósentustig frá 2019. Könnun Maskínu. Mesta andstaðan er meðal kjósenda Miðflokksins eða næstum sjötíu prósent, nær helmingur kjósenda Sjálfstæðisflokks er mjög andvígir inngöngu og ríflega fjörutíu prósent Framsóknarmanna. Kjósendur Samfylkingar eru hlynntastir inngöngu eða ríflega 41% en Viðreisn kemur strax á hæla þeirra eða ríflega fjörutíu prósent. Könnun Maskínu. Aftur á móti þegar spurt er hvort fólk telji að Ísland gæti náð hagstæðum samningi við ESB kemur í ljós að fleiri telji svo vera eða ríflega helmingur þjóðarinnar. Já: 54,8% Nei: 45,2%. Könnun Maskínu.
Evrópusambandið Skoðanakannanir Utanríkismál Mest lesið Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Konan er fundin Innlent Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent Fleiri fréttir Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Sjá meira