Ekki ólíklegt að þingið fari nokkra daga fram yfir Forsætisráðherra býst við að þingið fari nokkra daga fram yfir áætluð þinglok. Fjölmörg mál bíða afgreiðslu en stefnt er á að koma nokkrum stórum málum í gegn. 4.6.2025 12:31
Sjaldséð heimsókn utanríkisráðherra og háar upphæðir sem hverfa David Lammy utanríkisráðherra Bretlands fundaði með Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur utanríkisráðherra Íslands í dag. Aðstaða NATO á Keflavíkurflugvelli var skoðuð og varnarmál rædd. Við verðum í beinni frá Keflavíkurflugvelli og heyrum frá báðum utanríkisráðherrum. 29.5.2025 18:11
Leitinni að sundmanninum lokið að sinni Töluverður fjöldi viðbragðsaðila var kallaður út eftir að tilkynnt barst um að sundmaður væri í sjónum við Fiskislóð í Reykjavíkurborg. Ekki hefur spurst til mannsins síðan klukkan fimm síðdegis. Leitinni lauk að ganga tíu að kvöldi til og verður staðan endurmetin í fyrramálið. 29.5.2025 17:21
Shein ginni neytendur til skyndikaupa Neytendayfirvöld í Evrópu og Framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa hafa tilkynnt kínverska netverslunarrisanum Shein að hann brjóti í bága við fjölmörg neytendaverndarlög sambandsins. Yfirlögfræðingur hjá Neytendastofu segir þetta enn eina áminninguna til neytenda um að vara sig á verslunum sem þessum. 29.5.2025 16:24
Barn fórst í Hvítá í gær Banaslys varð í Hvítá í Hrunamannahreppi í gær þegar dráttarvél rann fram af háum bakka og hafnaði ofan í ánni. Ökumaðurinn var tíu ára gamall drengur og var hann úrskurðaður látinn á vettvangi. 29.5.2025 15:32
Strandveiðifrumvarp „með ólíkindum“ og drama í borðtennisheiminum Fiskistofu verður ekki gert að stöðva strandveiðar þrátt fyrir að leyfilegum heildarafla hafi verið náð á fsikveiðiárinu, nái nýtt frumvarp atvinnuvegaráðherra fram að ganga. Þingmaður Miðflokksins segir málkið með ólíkindum. Fjallað verður um málið í hádegisfréttum Stöðvar 2. 29.5.2025 11:47
Samrunatillögur bankanna og sjóveikur sundkappi Stjórn Íslandsbanka hefur óskað eftir því við stjórn Kviku banka að hafnar verði samrunaviðræður milli félaganna tveggj.a Stjórn Arion banka óskaði eftir því í gær við stjórn Kviku að hafnar yrðu samrunaviðræður milli Arion og Kviku. Hörður Ægisson ritstjóri Innherja fer yfir málið í beinni í kvöldfréttum Stöðvar 2. 28.5.2025 18:30
Ísland verði að hafa skoðun á vörnum NATO við landið Forsætisráðherra segir Atlantshafsbandalagið þurfa að beina sjónum sínum í auknum mæli til Norðurslóða, þangað sem alþjóðleg spenna er að færast. Ísland þurfi að byggja upp innviði, á borð við flugvelli og hafnir, til að leggja sitt af mörkum til bandalagsins. 28.5.2025 12:16
Börnin fagna litlu sigrunum með bjölluhringingu Það er mikilægt að fagna litlu sigrunum og því var sett upp áfangabjalla á Barnaspítala Hringsins. Deildarstjóri segir bjölluna eitthvað fyrir krakkana til að hlakka til. 27.5.2025 21:02
Lokun kísilvers á Bakka: „Þetta er grátbölvað“ Verkalýðsforingi á Húsavík segir fyrirhugaða lokun kísilversins á Bakka reiðarslag fyrir samfélagið. Það sé með ólíkindum að íslenskir framleiðendur velji frekar ódýran kínverskan kísilmálm. 27.5.2025 20:02