Flokkssystkin ætla samferða í vinnuna og Vinstri græn syrgja Stjórnarandstaðan bætti við sig tuttugu og fjórum þingsætum og er Samfylkingin stærsti sigurvegarinn en hún bætti við sig níu mönnum. Kjörsókn var 80,2 prósent, eða örlítið meiri en í síðustu þingkosningum. 1.12.2024 18:00
Kjördagur að kveldi kominn en nóttin rétt að byrja Kjördagurinn hefur gengið fram úr öllum vonum í Norðausturkjördæmi þrátt fyrir veðurviðvaranir að sögn varaformanns yfirkjörstjórnar. Kjörfundir haldast opnir og svo virðist sem engin töf verði á talningu. 30.11.2024 18:02
Kjörsókn betri fyrir austan en menn þorðu að vona Gular veðurviðvaranir tóku gildi á Suðausturlandi og Austurlandi fyrir klukkan átta í morgun vegna norðaustan og norðan hríðar með snjókomu og skafrenningi. Veður versnar á norðanverðu landinu með deginum en þar taka viðvaranir gildi klukkan þrjú. 30.11.2024 11:46
Tekist að opna alla kjörstaði í Norðausturkjördæmi Framkvæmd alþingiskosninganna í Norðausturkjördæmi hefur gengið betur en menn þorðu að vona þrátt fyrir að færð hafi spillst af völdum veðurs, að sögn varaformanns yfirkjörstjórnar kjördæmisins. Tekist hefur að opna alla kjörstaði í kjördæminu. 30.11.2024 11:44
Tæplega helmingi líst vel á Samfylkingu og Viðreisn í ríkisstjórn Tæplega helmingi kjósenda líst vel á að Samfylking og Viðreisn leiði næstu ríkisstjórn samkvæmt nýrri könnun Maskínu. Langflestir kjósendur Samfylkingarinnar vilja slíka ríkisstjórn. Óvinsælasta samsetningin sem spurt var um er ríkisstjórn Miðflokks og Samfylkingar, en aðeins um 9 prósent líst vel á slíka stjórn. 29.11.2024 18:57
Kennaraverkföllum frestað og áhrif veðursins á kosningar Verkföllum kennara hefur verið frestað frá og miðnætti eftir að tillaga frá ríkissáttasemjara var samþykkt. Ef ekki verður samið fyrir 1. febrúar hefjist verkfallsaðgerðir kennara á ný. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við formann Kennarasambandsins, sem segir enn langt í land að kjarasamningar náist. 29.11.2024 18:01
Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Bændasamtökin telja þjóðar-og fæðuöryggi stefnt í voða vegna jarðakaupa innlendra og erlendra spákaupmanna. Framkvæmdastjóri þeirra segir stjórnvöld hafa sofið á verðinum. Fjallað verður um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2. 26.11.2024 18:00
Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Samninganefndir lækna og ríkis komu saman í Karphúsinu klukkan níu til að leggja lokahönd á kjarasamninga. Steinunn Þórðardóttir formaður Læknafélags Íslands segir líklegt að fundað verði í allan dag. 26.11.2024 12:32
Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Unnið er hörðum höndum að því að ná saman kjarasamningi við lækna sem reyndist flóknari en talið var í upphafi. Samningsaðilar eru þó vongóðir. Sömuleiðis eru bundnar vonir um að jákvæð niðurstaða náist í deilu sveitarfélaga og ríkis við kennara. Við ræðum við Ástráð Haraldsson, ríkissáttasemjara, í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 um stöðuna í lok dags. 25.11.2024 18:01
Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar Félagsfólk Kennarasambands Íslands í Egilsstaðaskóla, Grundaskóla á Akranesi, Engjaskóla í Reykjavík og Lindaskóla í Kópavogi hefur samþykkt boðun verkfalls í janúar næstkomandi. Yfirgnæfandi meirihluti kennara var hlynntur verkföllum. 21.11.2024 15:01