Hinsegin fólk áhyggjufullt vegna bakslags Gríðarlegur fjöldi var saman kominn í Gleðigöngunni í miðbæ Reykjavíkur til að fagna fjölbreytileikanum. Hinsegin fólk segir að mæting sé til marks um samstöðu þrátt fyrir mikið bakslag í þjóðfélaginu. 6.8.2022 21:16
Gleðigangan fínasti staðgengill Fiskidagsins Gestir Gleðigöngunnar voru margir í dag og voru margir hverjir þeirra ansi litríkir líkt og söngvarinn Friðrik Ómar Hjörleifsson og útvarpsmaðurinn Siggi Gunnars. Þeir voru báðir í dragi þegar fréttastofa náði tali af þeim. 6.8.2022 18:20
Tryggja þurfi nýjan varaflugvöll og Reykjavíkurflugvöllur komi ekki til greina Borgarstjóri segir óraunhæft að Reykjavíkurflugvöllur komi í stað hugmynda um flugvöll í Hvassahrauni. Byggja þurfi upp flugvöll á Suðvesturhorninu sem tekið geti við alþjóðaflugi. Reykjavíkurflugvöllur sé ekki undir það búinn. 6.8.2022 13:35
Björgunarsveitir skoða að loka gossvæðinu á morgun vegna veðurs Lögreglan á Suðurnesjum mun sekta þá sem ekki leggja í merkt bílastæði við gosstöðvarnar frá og með deginum í dag. Þá kemur til greina að svæðinu verði lokað á morgun vegna veðurs. 6.8.2022 11:52
Hommar með þriðjungi lægri árslaun en gagnkynhneigðir karlar Samkynhneigðir karlmenn eru með þriðjungi lægri árslaun en gagnkynhneigðir samkvæmt nýrri rannsókn. Félags- og vinnumarkaðsráðherra segir niðurstöðurnar sláandi og boðar aðgerðir. 5.8.2022 17:48
Blásið til upplýsingafundar vegna eldgossins Almannavarnir hafa boðað til blaðamannafundar klukkan 17:30 vegna eldgossins sem hófst við Geldingadali í dag. Fundinum verður streymt í beinni útsendingu á Vísi. 3.8.2022 16:15
Búið að loka fyrir akstur á vegslóðum við gosstöðvarnar Neyðarstig almannavarna var virkjað um klukkan þrjú í dag vegna eldgossins sem hafið er í Geldingadölum. Þetta ákvað ríkislögreglustjóri í samráði við lögregluna á Suðurnesjum. 3.8.2022 16:01
Enn engin merki um gosóróa á Reykjanesi Mikil skjálftavirkni er enn á Reykjanesskaga en engin merki um gosóróa. Búast má við að skjálftavirkni komi í hviðum næstu daga og vikur. 3.8.2022 12:46
Íbúar Grindavíkur undirbúnir fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra Almannavarnir funduðu í hádeginu vegna jarðskjálftahrinu sem hófst á Reykjanesi um helgina. Skjálftahrinan hefur valdið nokkru tjóni á munum í Grindavík og segir íbúi að fólk sé undirbúið fyrir sömu atburðarrás og fyrir eldgosið í fyrra. 1.8.2022 21:04
Umferð farin að þéttast úr bænum og nokkrir teknir fyrir hraðakstur Umferð er nokkuð farin að þyngjast út úr höfuðborginni og búist við að hún þéttist enn inn í kvöldið. Nokkrir ökumenn hafa verið stöðvaðir fyrir of hraðan akstur, en að öðru leyti hefur allt gengið vel fram að þessu. 29.7.2022 16:43