Rússneskir grínistar blekktu Ian McKellen í spjall við Zelenskí Magnús Jochum Pálsson og Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifa 25. ágúst 2022 22:03 Ian McKellen var ekki skemmt. Getty/Karwai Tang Breski leikarinn Ian McKellen greindi frá því í gær að tveir rússneskir grínistar, sem hugðust notfæra sér leikarann, hafi sent honum boð um einkasamtal við Volodímír Zelenskí, Úkraínuforseta. Þegar samtalið við forsetann hófst runnu tvær grímur á leikarann og lagði hann á þá. Hinn 83 ára McKellen greindi frá þessu á Twitter á miðvikudag. I'm not a politician, so I was surprised some weeks ago to receive a message that appeared to come from the Ukrainian Embassy in London, inviting me to participate in a private discussion with President Zelensky. Click image for more: pic.twitter.com/Swq1EITodb— Ian McKellen (@IanMcKellen) August 24, 2022 Í færslunni segir McKellen að hann sé ekki pólitíkus og því hafi hann verið hissa þegar hann fékk boð fyrir nokkrum vikum sem virtist vera frá sendiráði Úkraínu í London. Þar var honum boðið að eiga einkasamtal við Úkraínuforseta. Eftir boðið hafði McKellen samband við nokkra tengiliði sína í Úkraínu yfir lögmæti boðsins sem hvöttu hann til að taka boðinu sem hann og gerði. Síðan hófst spjall þeirra. Hins vegar kom fljótlega í ljós að maðurinn sem hann var að spjalla við var hvorki Zelenskí né annar úkraínskur embættismaður heldur annar tveggja í rússnesku gríntvíeyki. „Mér skilst að þeir séu vinsælir í Rússlandi, sem kemur á óvart vegna þess að brandararnir þeirra eru ekki fyndnir,“ skrifar McKellen á Twitter. „Ég hélt áfram að spila með og tók undir það sem þeir stungu upp á en var satt best að segja steinhissa að þeim þætti ég í þeirri stöðu að aðstoða Úkraínu af einhverju marki.“ Í lok Twitter-færslunnar skrifar McKellen að hann hafi hætt að taka þátt í uppátæki grínistanna þegar upp komst að um ömurlegt grín hafi verið að ræða. Úkraína Rússland Hollywood Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira
Hinn 83 ára McKellen greindi frá þessu á Twitter á miðvikudag. I'm not a politician, so I was surprised some weeks ago to receive a message that appeared to come from the Ukrainian Embassy in London, inviting me to participate in a private discussion with President Zelensky. Click image for more: pic.twitter.com/Swq1EITodb— Ian McKellen (@IanMcKellen) August 24, 2022 Í færslunni segir McKellen að hann sé ekki pólitíkus og því hafi hann verið hissa þegar hann fékk boð fyrir nokkrum vikum sem virtist vera frá sendiráði Úkraínu í London. Þar var honum boðið að eiga einkasamtal við Úkraínuforseta. Eftir boðið hafði McKellen samband við nokkra tengiliði sína í Úkraínu yfir lögmæti boðsins sem hvöttu hann til að taka boðinu sem hann og gerði. Síðan hófst spjall þeirra. Hins vegar kom fljótlega í ljós að maðurinn sem hann var að spjalla við var hvorki Zelenskí né annar úkraínskur embættismaður heldur annar tveggja í rússnesku gríntvíeyki. „Mér skilst að þeir séu vinsælir í Rússlandi, sem kemur á óvart vegna þess að brandararnir þeirra eru ekki fyndnir,“ skrifar McKellen á Twitter. „Ég hélt áfram að spila með og tók undir það sem þeir stungu upp á en var satt best að segja steinhissa að þeim þætti ég í þeirri stöðu að aðstoða Úkraínu af einhverju marki.“ Í lok Twitter-færslunnar skrifar McKellen að hann hafi hætt að taka þátt í uppátæki grínistanna þegar upp komst að um ömurlegt grín hafi verið að ræða.
Úkraína Rússland Hollywood Innrás Rússa í Úkraínu Samfélagsmiðlar Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Demókratar vilja yfirheyra Andrew Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Sjá meira