Áratugur vafasamra ummæla grafi undan trausti fólks á kerfinu Baldur Þórhallsson prófessor í stjórnmálafræði segir framgöngu Helga Magnúsar Gunnarssonar, vararíkissaksóknara, grafa undir trausti almennings á embætti ríkissaksóknara, dómstólum og hinu opinbera. Það eigi ekki aðeins við um ummæli sem hann lét falla um samkynhneigða hælisleitendur í síðustu viku heldur ummæli hans um ýmis viðkvæm málefni undanfarinn áratug. 29.7.2022 09:00
Opnunartímar matvöruverslana á frídegi verslunarmanna Í tilefni af frídegi verslunarmanna, mánudaginn 1. ágúst, verða opnunartímar margra verslana skertir. Fólk þarf því að huga að því að nóg sé til í ísskápnum þegar það kemur heim úr fríi eftir helgina. 28.7.2022 16:31
Þýsks ferðamanns leitað í Flateyjardal Björgunarsveitir leita nú aldraðs þýsks ferðamanns í Flateyjardal milli Skjálfanda og Eyjafjarðar á Norðurlandi. Eiginkona mannsins heyrði síðast frá honum 14. júlí. 28.7.2022 14:58
Innkalla Albani Mosaic IPA vegna sprengjuhættu ÁTVR og Disa ehf. hafa sent út innköllunarboð fyrir bjórinn Albani Mosaic IPA, með 5,7% vínanda, í 330 ml áldós. Hætta er á að dósin geti bólgnað út og sprungið. Innköllunin miðast einungis við birgðir vörunnar sem merktar eru best fyrir dagsetningunni 11/05/2023 sem sjá má á botni dósarinnar. 28.7.2022 14:42
Búið að opna útsýnispallinn á Bolafjalli til bráðabirgða Búið er að opna útsýnispallinn á Bolafjalli til bráðabirgða. Vegurinn sem liggur að útsýnispallinum, sem hefur verið í slæmu ásigkomulagi að undanförnu, var heflaður og rykbundinn í sumar svo aðkoman er orðin allt önnur. 28.7.2022 14:14
Lögreglan varar fólk við að auglýsa ferðalög á samfélagsmiðlum fyrir helgi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með hefðbundið eftirlit um Verslunarmannahelgina. Hún biður íbúa á svæðinu að hafa augun opin með grunsamlegum mannaferðum en innbrotsþjófar herji gjarnan á yfirgefin heimili á þessari helgi. 28.7.2022 13:36
Lögregla fer fram á áframhaldandi gæsluvarðhald vegna manndráps í Barðavogi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu mun fara fram á áframhaldandi gæsluvarðhald í þágu almannahagsmuna yfir manni á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið Gylfa Bergmann Heimissyni að bana í Barðavogi 4. júní síðastliðinn. Gæsluvarðhald yfir honum rennur út á morgun. 28.7.2022 11:34
Lögreglumenn sem brutu á borgararéttindum Floyd dæmdir í fangelsi Alríkisdómari kvað upp dóma yfir tveimur lögreglumönnum, sem voru sakfelldir fyrir að brjóta á borgararéttindum Georges Floyd, í gær. Dómarnir yfir mönnunum eru styttri en mælt er með, að sögn dómarans vegna þess að annar var nýliði og hinn var „góður lögreglumaður, faðir og eiginmaður.“ 28.7.2022 10:50
Gul viðvörun vegna hvassviðris í nótt Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris sem von er á að gangi yfir landið á morgun. Viðvörunin gildir fyrir Breiðafjörð, Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra og Miðhálendið. 27.7.2022 16:32
Lyfjastofnun kallar inn Theralene vegna misvísandi upplýsinga Lyfjastofnun hefur ákvðeið að innkalla undanþágulyfið Theralene. Er það vegna þess að fyrirmæli lækna um skammtastærðir lyfsin samanborið við sprautu sem fylgir lyfinu geta verið misvísandi. Þessar misvísandi upplýsingar hafi og geti leitt til ofskömmtunar. 27.7.2022 16:17