Björg tekur við af Flosa hjá Starfsgreinasambandinu Björg Bjarnadóttir hefur verið ráðin nýr framkvæmdastjóri Starfsgreinasambands Íslands og mun hefja störf 1. október næstkomandi. Alls bárust þrettán umsóknir um stöðu framkvmædastjóra. Björg tekur við starfinu af Flosa Eiríkssyni, sem hefur sinnt starfinu frá árinu 2018. 27.7.2022 15:53
Dómsmálaráðuneytið rannsakar aðild Trumps að áhlaupinu á þinghúsið Bandaríska dómsmálaráðuneytið hefur til rannsóknar aðild Donalds Trump fyrrverandi Bandaríkjaforseta að tilraunum til að snúa við niðurstöðu forsetakosninganna þar í landi árið 2020. Alríkissaksóknarar eru sagðir hafa spurt vitni beint út í hegðun forsetans fyrrverandi í tengslum við málið. 27.7.2022 15:40
Ekki meiri uppbygging utan höfuðborgarinnar síðan 2008 Fleiri íbúðir hafa ekki verið í byggingu utan höfuðborgarsvæðisins síðan árið 2008. Uppbyggingin er þar af mest á Suðurlandi þar sem meira en 1.100 íbúðir eru nú í byggingu og hafa aldrei verið fleiri. 27.7.2022 14:15
Netþrjótarnir þaulskipulagðir í Landsbanka-svikum Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu er með röð netglæpa til rannsóknar en óprúttnir aðilar hafa á undanförnum vikum sett upp skuggavefsíður, sem líkjast meðal annars heimasíðu Landsbankans, sem eru til þess gerðar að ræna peningum af fólki. 27.7.2022 13:40
Druslugangan segir töf á viðbrögðum ekki merki um aðgerðaleysi eða meðvirkni Stjórn skipulagsteymis Druslugöngunnar segir töf á viðbrögðum, vegna umræðu um einn skipuleggjenda á samfélagsmiðlum, ekki merki um aðgerðaleysi eða meðvirkni. Það sé miður að hún hafi verið túlkuð þannig en skipuleggjendur göngunnar séu sjálfboðaliðar og hafi ekki haft tíma til að bregðast fyrr við umræðunni. 27.7.2022 11:58
Greiða milljarða dala vegna ópíóðasölu Teva og Actavis Ísraelski lyfjarisinn Teva hefur komist að sátt utan dómstóla um að greiða 4,25 milljarða Bandaríkjadala, sem samsvarar um 585 milljörðum króna, í sáttagreiðslur fyrir hlut sinn í ópíóðafaraldrinum svo kallaða vestanhafs. 27.7.2022 11:24
Vara við falskri vefsíðu Landsbankans Landsbankinn varar við svikum sem hafa átt sér stað að undanförnu í nafni bankans. Töluvuþrjótar hafa stofnað vefsíðu, keimlík vefsíðu Landsbankans, þar sem fólk hefur misst háar upphæðir fjár, haldandi að það væri að skrá sig inn á heimabankann sinn. 27.7.2022 10:05
Aðgerðir viðbragðsaðila vegna sprengjuhótunar hafi gengið afbragðsvel Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segir aðgerðir viðbragðsaðila á Keflavíkurflugvelli, vegna sprengjuhótunar um borð í flugvél á leið frá Frankfurt til Seattle, hafa gengið afbragðsvel. Enn sé ekki vitað hver hafi borið ábyrgð á hótuninni. 26.7.2022 20:46
„Ég vil ekki fara í próf til að sanna að ég sé hinsegin“ Samkynhneigð flóttakona frá Venesúela segir íslensk stjórnvöld ekki hafa veitt henni hæli þrátt fyrir að ólöglegt sé að vera hinsegin í heimalandi hennar. Henni sé hætta búin í heimalandinu vegna kynhneigðar sinnar, sem Útlendingastofnun telji að sé ekki til staðar. 26.7.2022 17:59
Fólk duglegt að kaupa í matinn og kippa með vínflösku hjá Heimkaupum Vefverslunin Heimkaup hóf um síðustu mánaðamót áfengissölu. Forstjóri Heimkaupa segir söluna hafa farið prýðilega vel af stað og fólk sé hóflegt í kaupunum. Það sé helst með matarkaupum sem vínflaska eða kippa af bjór sé látin fylgja með í körfuna. 26.7.2022 13:44