Bjargaði kisa af vellinum í miðjum leik Knattspyrnumaðurinn Jason Kerr kom kettinum Topsey til bjargar þegar hann hljóp inn á fótboltavöll í Hillsborough í gærkvöld. Topsey var þar með bjargað frá fljúgandi fótbolta leikmanna Sheffield Wednesday og Wigan Athletic sem öttu þar kappi. 9.2.2022 23:20
Öldur á Garðskaga náðu yfir 30 metra hæð í óveðrinu Öldur við Garðskaga á Suðurnesjum náðu ítrekað yfir þrjátíu metra hæð í óveðrinu sem gekk yfir landið síðdegis á mánudag og aðfaranótt þriðjudags. Með því var met slegið í ölduhæð við Íslandsstrendur en það fyrra var frá árinu 1990. 9.2.2022 22:17
Skora á ráðherra að gera kynferðisbrotaþola að aðilum að málum sínum Stígamót hafa sett af stað undirskriftalista þar sem skorað er á Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra að gera þolendur kynferðisofbeldis að aðilum í málum þeirra. Eins og lögin eru í dag eru þolendur vitni að sínum málum í réttarkerfinu. 9.2.2022 21:54
Nafn piltsins sem lést á Laugum Ungi maðurinn sem lést af slysförum við Framhaldsskólann á Laugum hét Kristinn Aron Curtis Arnbjörnsson. 9.2.2022 20:59
Öllum takmörkunum aflétt á Grænlandi Frá og með miðnætti í kvöld verður öllum sóttvarnaaðgerðum aflétt á Grænlandi. Stjórnvöld segja aðgerðirnar engu máli skipta þar sem kórónuveirusmit eru svo útbreidd í samfélaginu. 9.2.2022 20:35
Stjórnendum Landspítala stendur uggur af afléttingaáætlun Starfandi forstjóri Landspítalans segir fyrirhugaðar afléttingar stjórnvalda á sóttvarnaaðgerðum innanlands ekki boða gott. Ekkert lát sé á því að starfsmenn spítalans veikist af veirunni og innlögnum vegna veirunnar fjölgi í takt við fleiri smit í samfélaginu. 9.2.2022 20:33
Siggeir og Díana til Sýnar Siggeir Örn Steinþórsson hefur verið ráðinn forstöðumaður Vöruþróunar og upplifunar viðskiptavina hjá Sýn og Díana Dögg Víglundsdóttir ráðin sem vörueigandi stafrænna dreifileiða. 9.2.2022 18:12
Netverjar furða sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar Netverjar hafa margir hverjir furðað sig á fyrirhuguðu afnámi einangrunar og sóttkvíar á sama tíma og aðeins 200 munu mega koma saman, ef afléttingaáætlun stjórnvalda gengur eftir á föstudag. 9.2.2022 17:53
Hefur fengið skammir en ekkert á við spænsku dómnefndarmennina Felix Bergson, Eurovisionsérfræðingur og fararstjóri Íslendinga í Eurovision, hefur fengið miklar skammir frá spænskum Eurovisionunnendum undanfarna daga vegna vals dómnefndar á framlagi Spánar til keppninnar. 9.2.2022 07:01
FA hyggst kæra heilsugæsluna vegna kaupa á hraðprófum Félag atvinnurekenda, FA, ætlar að kæra Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins vegna kaupa hennar á hraðprófum, sem FA segir heilsugæsluna ekki hafa boðið út í samræmi við lög um opinber innkaup. 8.2.2022 22:16
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent