Bandaríkjamenn slá fund með Rússum út af borðinu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. febrúar 2022 07:43 Joe Biden Bandaríkjaforseti segir fund með Vladimír Pútín Rússlandsforseta ekki lengur á borðinu. Drew Angerer/Getty Hvíta húsið hefur gefið það út að Joe Biden Bandaríkjaforseti hyggist ekki funda með Vladimír Pútín Rússlandsforseta vegna stöðunnar sem skapast hefur í Úkraínu. Bandaríkjamenn útiloka fund með Rússum nú eftir að Pútín fyrirskipaði innrás í Úkraínu. Þá hefur Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna afboðað fund með Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sem fara átti fram á morgun, fimmtudag. Hann segir í yfirlýsingu að fundurinn sé nú tilgangslaus, eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Yfirvöld í Suður-Kóreu íhuga nú að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna stöðunnar í Úkraínu. Þau hafa þó útilokað að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag innrás í Úkraínu. Hann segir þó verkefni rússneskra hersveita þar að gæta friðar.Getty/Sergei Guneyev Vestræn ríki gripu í gær til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða, Donetsk og Luhansk, í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Man ekki eftir einum degi þar sem Rússar lifðu ekki við refsiaðgerðir Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, segir í yfirlýsingu sem birtist á Facebook-síðu sendiráðsins að refsiaðgerðirnar muni koma niður á alþjóðlegum fjármála- og orkumarkaði en sérstaklega á almenningi. „Refsiaðgerðir munu ekki leysa neitt er varðar Rússland. Það er erfitt að ímynda sér að nokkur maður í Washington telji að Rússland muni endurmeta utanríkisstefnu sína vegna einhverra refsiaðgerða,“ segir Antonov í yfirlýsingunni. „Ég man ekki eftir einum einasta degi þar sem ríkið mitt var án nokkurra refsiaðgerða fá Vesturveldunum. Við höfum lært að lifa undir þeim kringumstæðum. Og þá ekki bara að lifa af heldur líka að þróa ríki okkar. Það er ekki nokkur vafi um að refsiaðgerðirnar, sem beint er að okkur, munu koma niður á alþjóðlegum fjármála- og orkumarkaði. Bandaríkin eru ekki undanskilin því, þar sem almenningur mun finna fyrir áhrifum hækkandi verðlags.“ Beina spjótum sínum að rússneskum bönkum og auðmönnum Þjóðverjar riðu á vaðið í gær þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Boris Johnson forsætisráðherra Breltands tilkynnti þá í gær að Bretar ætli að beita fimm rússneska banka og þrjá rússneska auðmenn refsiaðgerðum. Bankarnir eru Rossiayaz-banki, IS-banki, General-banki, Promsvyaz-banki og Svartahafsbankinn. Mennirnir þrír eru Gennady Timchenko, Igor Rotenberg og Boris Rotenberg. Eigur þeirra allra í Bretlandi hafa verið frystar og mönnunum meinað að ferðast þangað. Johnson tilkynnti að þetta væri aðeins fyrsta skrefið í refsiaðgerðum Breta vegna innrásar Rússlands í Úkraínu og að refsiaðgerðirnar yrðu verri ef Rússar geri frekari innrás. Bandaríkin, Evrópusambandið, Bretland, Ástralía, Kanada og Japan munu vera samstíga í refsiaðgerðum gegn Rússum þar sem rússneskir bankar og auðmenn verða fyrstir til að finna fyrir aðgerðunum. Þá beinast aðgerðirnar gegn aðgangi Rússa að fjármálamörkuðum, gegn öllum þingmönnum og ráðamönnum í Rússlandi. Átök í Úkraínu Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Joe Biden Tengdar fréttir Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43 Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Þá hefur Antony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna afboðað fund með Sergey Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands sem fara átti fram á morgun, fimmtudag. Hann segir í yfirlýsingu að fundurinn sé nú tilgangslaus, eftir að innrás Rússa í Úkraínu hófst. Yfirvöld í Suður-Kóreu íhuga nú að taka þátt í refsiaðgerðum gegn Rússum vegna stöðunnar í Úkraínu. Þau hafa þó útilokað að veita Úkraínumönnum hernaðaraðstoð. Vladimír Pútín Rússlandsforseti fyrirskipaði á mánudag innrás í Úkraínu. Hann segir þó verkefni rússneskra hersveita þar að gæta friðar.Getty/Sergei Guneyev Vestræn ríki gripu í gær til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða, Donetsk og Luhansk, í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Man ekki eftir einum degi þar sem Rússar lifðu ekki við refsiaðgerðir Anatoly Antonov, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum, segir í yfirlýsingu sem birtist á Facebook-síðu sendiráðsins að refsiaðgerðirnar muni koma niður á alþjóðlegum fjármála- og orkumarkaði en sérstaklega á almenningi. „Refsiaðgerðir munu ekki leysa neitt er varðar Rússland. Það er erfitt að ímynda sér að nokkur maður í Washington telji að Rússland muni endurmeta utanríkisstefnu sína vegna einhverra refsiaðgerða,“ segir Antonov í yfirlýsingunni. „Ég man ekki eftir einum einasta degi þar sem ríkið mitt var án nokkurra refsiaðgerða fá Vesturveldunum. Við höfum lært að lifa undir þeim kringumstæðum. Og þá ekki bara að lifa af heldur líka að þróa ríki okkar. Það er ekki nokkur vafi um að refsiaðgerðirnar, sem beint er að okkur, munu koma niður á alþjóðlegum fjármála- og orkumarkaði. Bandaríkin eru ekki undanskilin því, þar sem almenningur mun finna fyrir áhrifum hækkandi verðlags.“ Beina spjótum sínum að rússneskum bönkum og auðmönnum Þjóðverjar riðu á vaðið í gær þegar Olaf Scholz, kanslari, tilkynnti að Nord Stream 2 gasleiðslan yrði ekki opnuð að svo stöddu. Leiðsluna á að nota til að flytja jarðgas í miklu magni til Þýskalands og annarra Evrópuríkja, sem kaupa mikið gas af Rússlandi. Boris Johnson forsætisráðherra Breltands tilkynnti þá í gær að Bretar ætli að beita fimm rússneska banka og þrjá rússneska auðmenn refsiaðgerðum. Bankarnir eru Rossiayaz-banki, IS-banki, General-banki, Promsvyaz-banki og Svartahafsbankinn. Mennirnir þrír eru Gennady Timchenko, Igor Rotenberg og Boris Rotenberg. Eigur þeirra allra í Bretlandi hafa verið frystar og mönnunum meinað að ferðast þangað. Johnson tilkynnti að þetta væri aðeins fyrsta skrefið í refsiaðgerðum Breta vegna innrásar Rússlands í Úkraínu og að refsiaðgerðirnar yrðu verri ef Rússar geri frekari innrás. Bandaríkin, Evrópusambandið, Bretland, Ástralía, Kanada og Japan munu vera samstíga í refsiaðgerðum gegn Rússum þar sem rússneskir bankar og auðmenn verða fyrstir til að finna fyrir aðgerðunum. Þá beinast aðgerðirnar gegn aðgangi Rússa að fjármálamörkuðum, gegn öllum þingmönnum og ráðamönnum í Rússlandi.
Átök í Úkraínu Bandaríkin Rússland Suður-Kórea Joe Biden Tengdar fréttir Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43 Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20 Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02 Mest lesið Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Innlent Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Innlent Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Mikilvægt að nota réttu orðin sem séu píka og typpi Innlent Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent Fleiri fréttir Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi Sjá meira
Biden kynnir viðskiptaþvinganir gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti segir innrás Rússlands inn í Úkraínu hafa hafist í gær þegar Vladímír Pútín viðurkenndi sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og fyrirskipaði að hermenn yrðu fluttir þangað til þess að sinna „friðargæslu.“ 22. febrúar 2022 20:43
Vestræn ríki loka á rússneska banka og frysta eignir rússneskra auðmanna Vestræn ríki hafa nú þegar gripið til refsiaðgerða gegn Rússum eftir viðurkenningu þeirra á sjálfstæði tveggja héraða í austurhluta Úkraínu og komu rússneskra hersveita þangað. Putin krefst þess að restin af Úkraínu verði hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga. 22. febrúar 2022 19:20
Utanríkisráðherra um Úkraínu: „Það er ekki nóg að sýna samstöðu í orði eða tístum“ Utanríkisráðherra segir hljóðið í varnarmálaráðherrum Norðurlandanna, Eystrasaltsríkjanna og Bretlands vera afar þungt. Hún hefur fundað með ráðherrunum síðustu daga vegna stöðunnar í Úkraínu en í gær viðurkenndu Rússar sjálfstæði tveggja héraða innan Úkraínu og sendu herlið inn í landið. 22. febrúar 2022 19:02