Engar netárásir enn verið gerðar sem nýtt hafa Log4j Engar netárásir hafa enn verið gerðar hér á landi svo vitað sé sem nýtt hafa sér veikleikann Log4j. Áhyggjur eru uppi um að tölvuþrjótar muni nýta sér veikleikann til að koma fyrir vírusum á tölvukerfum. 13.12.2021 18:50
Björn Zoëga til liðs við heilbrigðisráðherra Björn Zoëga, forstjóri Karolinska sjúkrahússins í Svíþjóð, hefur verið ráðinn tímabundið í starf ráðgjafa Willums Þórs Þórssonar, heilbrigðisráðherra. Björn mun sinna ráðgjafastörfum samhliða störfum sínum sem forstjóri Karolinska. 13.12.2021 18:16
Varð pirraður á grímum á stangli og hefur tínt 8.000 síðasta árið Síðastliðið ár hefur Örlygur S. Sigurjónsson, fararstjóri og leiðsögumaður hjá Ferðafélagi Íslands, tínt átta þúsund andlitsgrímur í náttúrunni og á götum Reykjavíkurborgar. Hann segir að tínslan hafi byrjað þegar það angaraði hann að sjá alltaf grímur í runna á leið sinni í vinnuna og hafi síðan undið upp á sig. 13.12.2021 18:01
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna Log4j veikleikans sem getur veitt tölvuþrjótum aðgang að mikilvægum innviðum. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 verður rætt við forstjóra Fjarskiptastofnunar um stöðuna. 13.12.2021 18:01
Jóla-Tuborg í gleri innkallaður vegna glerbrots sem fannst Ölgerðin hefur ákveðið að innkalla Tuborg Julebryg í 330 ml glerflöskum vegna tilkynningar um að glerbrot hafi fundist í slíkri flösku. 13.12.2021 17:26
Þrír skjálftar yfir 3 að stærð í Vatnafjöllum á sjö mínútna tímabili Þrír skjálftar yfir 3 að stærð mældust í Vatnafjöllum á fimmta tímanum nú síðdegis. Sá stærsti var 3,5 að stærð. 13.12.2021 17:19
Aflýsa óvissustigi vegna jökulhlaups frá Grímsvötnum Almannavarnir ríkislögreglustjóra hafa í samráð við lögreglustjórann á Suðurlandi ákveðið að aflýsa óvissustigi almannavarna vegna jökulhaups frá Grímsvötnum. 13.12.2021 17:12
Grænkera skorti ekkert á jólum Jólin eru handan við hornið og flestir eflaust farnir að velta fyrir sér hvað eigi að hafa á boðstólnum á aðfangadagskvöld. Fyrir flesta er þetta kannski erfið spurning að svara, en hvað með fólkið sem bragðar ekki á jólasteikinni? 12.12.2021 20:30
Umboðsmaður segir notkun gulra herbergja helst bundna við börn með sérþarfir Umboðsmaður Alþingis skrifar í bréfi sem sent var á mennta- og barnamálaráðherra á miðvikudag að notkun svokallaðra gulra herbergja í grunnskólum sé í yfirgnæfandi fjölda tilvika bundin við börn með sérþarfir. Almennir grunnskólar telji sig þá standa frammi fyrir óleysanlegum vanda gagnvart nemendum með sérþarfir og alvarlegan hegðunarvanda. 10.12.2021 15:47
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir manndráp af gáleysi Karlmaður á þrítugsaldri, sem er af rúmensku bergi brotinn, hefur verið ákærður fyrir manndráp af gáleysi. Maðurinn er ákærður fyrir að hafa ekki komið Daníel Eiríkssyni til bjargar, sem lést í kjölfarið. 10.12.2021 15:10