Dæmdur íslenskur kynferðisbrotamaður grunaður um nauðgun í Hollandi Íslenskur karlmaður er grunaður um frelsissviptingu og nauðgun gegn íslenskri konu í Hollandi. Brotið er sagt hafa átt sér stað í síðustu viku. 16.11.2021 16:15
Dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að brenna Byrgi á Akureyri Kristófer Örn Sigurðarson hefur verið dæmdur í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa í nóvember 2019 kveikt í húsinu Byrgi í Sandgerðisbót á Akureyri. Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í síðustu viku. 16.11.2021 14:48
Bein útsending: Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar veitt við hátíðlega athöfn Verðlaun Jónasar Hallgrímssonar verða veitt í dag á degi íslenskrar tungu. Verðlaunin eru veitt árlega en auk þeirra eru veittar sérstakar viðurkenningar fyrir störf í þágu íslensks máls. 16.11.2021 14:00
Áttatíu fleiri alvarleg rafhlaupahjólaslys í ár en í fyrra Sjö hafa látið lífið í umferðarslysum á þessu ári. Fjórir fórust í janúar og febrúar í þremur banaslysum en síðan liðu rúmir tvö hundruð dagar þar til næsta banaslys varð í byrjun nóvember. Um er að ræða lengsta tíma frá upphafi skráninga á slysum hér á landi sem liðið hefur á milli banaslysa í umferðinni. Síðan þessi mánuður hófst hafa þrír farist í umferðarslysum. 16.11.2021 08:46
Telur íblöndunarefni rústa dýrum olíusíum í stórum stíl Síðasta árið hafa flutningabílstjórar verið að reka sig á það að hráolíusíur í bílum þeirra hafa verið að skemmast oftar en vanalega, sem hefur í för með sér háar fjárhæðir og gríðarlega sóun. Sökudólginn telja bílstjórar vera lífeldsneyti, sem blandað er út í dísilolíuna sem bílarnir ganga fyrir. 15.11.2021 15:41
Hvað er svona merkilegt við All Too Well og nýju plötuna hennar Taylor? Níu árum eftir útgáfu Red, einnar vinsælustu plötu poppstjörnunnar Taylor Swift, hefur hún gefið plötuna út að nýju. Red (Taylor's Version) hefur verið mál málanna meðal netverja frá því að hún kom út á föstudag og ný stuttmynd við lagið All Too Well hefur skekið samfélag netverja. 15.11.2021 09:45
Tilkynningum um einelti í grunnskólum fjölgaði um 1,1 prósent í Covid Tilkynningum um einelti hefur fjölgað nokkuð undanfarin ár en tilkynningum fjölgaði jafn mikið á síðasta skólaári og á tímabilinu 2015 til 2020. 14.11.2021 09:00
Ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru síðustu sjö árin Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa undanfarin sjö ár borist ellefu alvarleg útköll í Reynisfjöru. Við þetta bætist fjöldi annarra útkalla á svæðið sem ekki hafa verið flokkuð sem alvarleg. 13.11.2021 09:01
Vonbrigði að þessi staða sé uppi þrátt fyrir bólusetta þjóð Bjarni Benediktsson efnahags- og fjármálaráðherra segir það gríðarleg vonbrigði að staðan sé jafn slæm og raun ber vitni í kórónuveirufaraldrinum. Metfjöldi hefur greinst smitaður af veirunni nær alla daga þessarar viku og hafa sóttvarnaaðgerðir nú verið hertar til muna vegna stöðunnar . 12.11.2021 13:25
Ákærður fyrir tilraun til fjársvika eftir að hann kveikti í eigin veitingastað Keflvískur karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa kveikt í veitingastað sínum í fyrrasumar og í kjölfarið gert tilraun til fjárssvika. Fréttablaðið greindi fyrst frá. 12.11.2021 10:15