Óbreyttar aðgerðir næstu tvær vikur Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. desember 2021 10:33 Willum Þór Þórsson ræðir við fjölmiðla að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Vísir/Vilhelm Willum Þór Þórsson, heilbrigðisráðherra, hefur kynnt sóttvarnaaðgerðir sem taka gildi á morgun. Aðgerðir verða óbreyttar og gildir þetta næstu tvær vikurnar, eða til 22. desember. Heilbrigðisráðherra segir þó vel koma til greina að aflétta fyrir 22. desember verði staðan orðin betri. Ný ríkisstjórn fundaði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem nýjar sóttvarnaaðgerðir voru til umræðu. Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra kynnti í fyrsta sinn komandi takmarkanir en þær verða óbreyttar frá þeim sem tóku gildi þann 12. nóvember síðastliðinn og í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram upp á 50 manns en með notkun hraðprófa og gríma er heimilt að halda 500 manna viðburði. Opnunartími veitingastaða er til klukkan tíu en allir þurfa að vera farnir út klukkan ellefu á kvöldin. Þá er hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Vonast til að geta aflétt innan tveggja vikna „Við leggjum til í ljósi óvissunar, af þessu nýja afbrigði fyrst og fremst, og kannski samhliða því að þó allt sé viðráðanlegt í dag í þessari bylgju en búið að vera langvarandi álag á heilbrigðisþjónustuna með hundrað plús smit á dag, þá leggjum við til að hafa þetta óbreytt í tvær vikur á meðan við erum að safna gögnum og upplýsingum,“ sagði Willum að loknum fundi. „Við munum, og bindum vonir við að geta slakað til fyrr ef gögn benda okkur á að það sé óhætt.“ Hann segir nýja afbrigðið, omíkron-afbrigðið, skapa mikla óvissu. „Það þarf að meta það hvernig það smitast og hvernig það virkar gagnvart hraðgreiningarprófunum sem að við erum að nýta til að halda hér viðburðum og menningu gangandi og samfélaginu. Eins gagnvart bólusetningum og svo framvegis,“ sagði Willum. Bíða þurfi í um tvær vikur til að sjá hvaða áhrif þetta hafi á afbrigðið. Aðspurður hvort ríkisstjórnin ætti það til að gleyma unga fólkinu þegar kæmi að því að ákveða sóttvarnaaðgerðir sagðist Willum ekki viss um að neitt væri til í því. Fólk hafi til dæmis ekki fengið að fara út á lífið lengi. „Ég leyfi mér nú að trúa því að við séum að hugsa um þjóðina alla, óháð aldri. Ég tek undir það að þetta tekur á okkur öll, þessar takmarkanir víðsvegar í samfélaginu. En við verðum þó að horfa á þann árangur sem við þó höfum náð og við höfum náð að halda samfélaginu þokkalega gangandi með viðburðum og menningu. Börnin eru að fara í tómstundir, börnin eru að fara í skólann, við erum að mæta í vinnuna. Þetta er mjög dýrmætt,“ sagði Willum. Hann segist hafa íhugað margar breytingar á sóttvarnaaðgerðum með tilliti til tímasetninga á takmörkunum sem hefur verið beitt hingað til og segist því miður ekki hafa haft vísindin á bak við það að taka slíkar ákvarðanir núna. Hann bindi þó vonir við að berist gögn sem gefi fast land undir fótum til að fara í tilslakanir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ný ríkisstjórn fundaði í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu þar sem nýjar sóttvarnaaðgerðir voru til umræðu. Willum Þór Þórsson nýr heilbrigðisráðherra kynnti í fyrsta sinn komandi takmarkanir en þær verða óbreyttar frá þeim sem tóku gildi þann 12. nóvember síðastliðinn og í samræmi við tillögur Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. Almennar fjöldatakmarkanir verða áfram upp á 50 manns en með notkun hraðprófa og gríma er heimilt að halda 500 manna viðburði. Opnunartími veitingastaða er til klukkan tíu en allir þurfa að vera farnir út klukkan ellefu á kvöldin. Þá er hámarksfjöldi gesta á sund- og baðstöðum, líkamsræktarstöðvum og skíðasvæðum 75% af leyfilegum hámarksfjölda samkvæmt starfsleyfi. Vonast til að geta aflétt innan tveggja vikna „Við leggjum til í ljósi óvissunar, af þessu nýja afbrigði fyrst og fremst, og kannski samhliða því að þó allt sé viðráðanlegt í dag í þessari bylgju en búið að vera langvarandi álag á heilbrigðisþjónustuna með hundrað plús smit á dag, þá leggjum við til að hafa þetta óbreytt í tvær vikur á meðan við erum að safna gögnum og upplýsingum,“ sagði Willum að loknum fundi. „Við munum, og bindum vonir við að geta slakað til fyrr ef gögn benda okkur á að það sé óhætt.“ Hann segir nýja afbrigðið, omíkron-afbrigðið, skapa mikla óvissu. „Það þarf að meta það hvernig það smitast og hvernig það virkar gagnvart hraðgreiningarprófunum sem að við erum að nýta til að halda hér viðburðum og menningu gangandi og samfélaginu. Eins gagnvart bólusetningum og svo framvegis,“ sagði Willum. Bíða þurfi í um tvær vikur til að sjá hvaða áhrif þetta hafi á afbrigðið. Aðspurður hvort ríkisstjórnin ætti það til að gleyma unga fólkinu þegar kæmi að því að ákveða sóttvarnaaðgerðir sagðist Willum ekki viss um að neitt væri til í því. Fólk hafi til dæmis ekki fengið að fara út á lífið lengi. „Ég leyfi mér nú að trúa því að við séum að hugsa um þjóðina alla, óháð aldri. Ég tek undir það að þetta tekur á okkur öll, þessar takmarkanir víðsvegar í samfélaginu. En við verðum þó að horfa á þann árangur sem við þó höfum náð og við höfum náð að halda samfélaginu þokkalega gangandi með viðburðum og menningu. Börnin eru að fara í tómstundir, börnin eru að fara í skólann, við erum að mæta í vinnuna. Þetta er mjög dýrmætt,“ sagði Willum. Hann segist hafa íhugað margar breytingar á sóttvarnaaðgerðum með tilliti til tímasetninga á takmörkunum sem hefur verið beitt hingað til og segist því miður ekki hafa haft vísindin á bak við það að taka slíkar ákvarðanir núna. Hann bindi þó vonir við að berist gögn sem gefi fast land undir fótum til að fara í tilslakanir. Fréttin hefur verið uppfærð.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Fleiri fréttir Óvíst hvar börnin lenda í haust Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Ísland geti orðið fyrirmyndarríki í fangelsismálum Setja rúma tvo milljarða í stækkun leikskóla Umfangsmeiri bankasala og áfengi á íþróttaviðburðum Fljúgandi trampólín fauk á bíla í Grafarvogi Borgin verði ítrekað af viðburðum vegna gjaldtöku Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Sjá meira