„Þessi stjórn er ekki að fara að springa í dag“ Prófessor í stjórnmálafræði segir líkurnar á því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra bjóði sig ekki fram til forseta hverfandi. Eina sem gæti komið í veg fyrir það er ef ósætti er meðal ríkisstjórnarflokkanna um framboðið og möguleiki á að ríkisstjórnin springi. 4.4.2024 15:07
Andlát barnsins á Nýbýlavegi komið á borð ákærusviðs Andlát sex ára gamals drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í lok janúarmánaðar er komið á borð ákærusviðs lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Gæsluvarðhald yfir móður drengsins, sem er grunuð um að hafa ráðið honum bana, var framlengt í gær. 4.4.2024 13:35
Segir Samfylkinguna tilbúna í kosningar Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingarinnar segir flokkinn tilbúinn í kosningar. Flokkurinn hafi unnið vel síðustu ár að langtímahugmyndum fyrir næstu ríkisstjórn. 4.4.2024 11:31
Blaðamenn fá sama aðgengi og aðrir viðbragðsaðilar í hættuástandi Blaðamannafélag Íslands og ríkið hafa komist að samkomulagi að aðgengi blaðamanna að vettvangi þegar hættuástand kemur upp. Með samkomulaginu er blaðamönnum tryggt jafn mikið aðgengi og öðrum viðbragðaðilum á vettvangi. 4.4.2024 11:09
Samfylkingin ekki haft meira fylgi í fimmtán ár Samfylkingin hefur ekki mælst með meira fylgi í fimmtán ár og fengi, ef gengið yrði til kosninga nú, fleiri þingmenn en ríkisstjórnarflokkarnir. 4.4.2024 10:43
Kvöldfréttir Stöðvar 2 Skemmdir hafa komið í ljós í Reykjanesbæ að undanförnu sem urðu vegna heitavatnsleysis í febrúar. Í kvöldfréttatímanum verður rætt við pípara, sem segir þetta útbreytt vandamál. 31.3.2024 18:00
„Það er nóg búið að leggja á okkur fyrir“ Byggingatæknifræðingur úr Grindavík segir farir sínar ekki sléttar af samskiptum við Náttúruhamfaratryggingu Íslands. Hann segir tjónaskoðun ófullnægjandi og kallar eftir breytingum. 31.3.2024 13:59
Hádegisfréttir Bylgjunnar Útlit er fyrir að slokknað sé í syðsta gígnum í eldgosinu við Sundhnúksgígaröðina, þó ekki sé útilokað að hraun úr honum renni enn undir yfirborðinu. Ekki hefur dregið úr virkni gossins. Farið verður yfir stöðu mála á Reykjanesi í hádegisfréttum Bylgjunnar. 31.3.2024 11:42
Ekki sjálfsagt að Aldrei fór ég suður hafi lifað tvo áratugi Veðrið setti örlítið strik í reikninginn hjá tónlistarhátíðinni Aldrei fór ég suður þegar útlit var fyrir að flugvél full af tónlistarmönnum gærkvöldsins kæmist ekki vestur. Rokkstjóri hátíðarinnar segir þetta einmitt í anda hátíðarinnar og bætir við að ekki sé sjálfsagt að frumkvöðlaverkefni sem þetta lifi í tuttugu ár. 31.3.2024 10:44
Minnst sjö drepin í sprengjuárás í Sýrlandi Minnst sjö voru drepin þegar sprengja sprakk í bíl á fjölmennum markaði í bænum Azaz í Aleppó-héraði í norðurhluta Sýrlands snemma í morgun. Nokkrir til viðbótar særðust í árásinni. Enn er óvitað hver ber ábyrgð á árásinni en svæðinu er stjórnað af tyrkneskum vígahópum sem berjast gegn Bashar Al-Assad forseta Sýrlands. 31.3.2024 10:17