Banatilræði við forsætisráðherra Írak misheppnaðist Mustafa al-Kadhimi forsætisráðherra Íraks lifði af banatilræði sem gert var gegn honum á heimili hans í morgun. Sjö öryggisverðir slösuðust í árásinni en notast var við tvo vopnaða dróna í henni. 7.11.2021 08:01
Gular viðvaranir á sunnanverðu landinu og Austfjörðum í nótt Gular viðvaranir taka gildi á miðnætti í nótt og gilda þær frá Faxaflóa og austur yfir landið að Austfjörðum. Búast má við hvassviðri eða stormi slyddu og snjókomu. 7.11.2021 07:42
Telur ekki að nýjar takmarkanir breyti miklu Kórónuveirufaraldurinn hefur verið á mikilli uppsiglingu undanfarna daga og hefur það haft talsverð áhrif á störf farsóttarhúsa Rauða Krossins. Um ellefu hundruð manns eru í einangrun þessa stundina og farsóttarhúsin að sprengja utan af sér. 7.11.2021 07:30
99 fórust þegar eldsneytisflutningabíll sprakk Minnst 99 fórust og meira en 100 særðust þegar eldsneytisflutningabíll sprakk í kjölfar áreksturs í höfuðborg Síerra Leóne í gærkvöldi. 6.11.2021 14:41
Grunur um að skipverji á Vilhelm Þorsteinssyni sé smitaður Grunur er uppi um að skipverji á togaranum Vilhelm Þorsteinssyni EA, sem gerður er út af Samherja, sé smitaður. 6.11.2021 14:01
Nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar marki tímamót í öryggisgæslu á Norðurslóðum Nýtt varðskipt bætist við flota Landhelgisgæslunnar í fyrsta sinn í áratug. Forstjóri Gæslunnar segir nýja varðskipið marka tímamót í þátttöku Íslands í öryggisgæslu á Norðurslóðum. 6.11.2021 12:12
Lyfjabúrið og Lyfja dýrustu apótekin Ódýrast er að kaupa lyf í apóteki Costco og í Rimaapóteki en dýrast í Lyfjabúrinu og Lyfju. Þetta kemur fram í nýjum verðsamanburði ASÍ, sem kynntur var í gær. 6.11.2021 09:12
Tekur fyrir að börn séu enn lokuð inni í Gulu herbergi í Varmárskóla Tvær ábendingar bárust fræðslu- og frístundasviði Mosfellsbæjar árið 2019 um Gula herbergið svokallaða í Varmárskóla, sem nemendur höfðu verið lokaðir inni í einir ef þeir misstu stjórn á skapi sínu. Skólastjóri Varmárskóla segir herbergið ekki til og að nemendur séu ekki lokaðir inni í neinum tilvikum. 6.11.2021 09:00
Freyja kemur til landsins eftir langa bið Varðskipið Freyja mun koma í höfn á Siglufirði á hádegi í dag. Það verður í fyrsta sinn sem skipið leggst að bryggju í íslenskri lögsögu. 6.11.2021 07:55
Snjókoma og éljagangur norðanlands Lægð, sem er á austurleið, er um 200 km suður af Reykjanesi en samskil frá henni liggja nú yfir landinu með tilheyrandi úrkomu um allt land. 6.11.2021 07:40