Jarðskjálfti af stærð 3,5 fannst vel í höfuðborginni Jarðskjálfti af stærðinni 3,5 reið yfir rétt fyrir klukkan 14 og fannst hann vel víða á suðvesturhorninu. Jarðskjálftinn átti upptök sín tæpum kílómetra suðvestur af Keili en þar hefur jarðskjálftahrina riðið yfir undanfarna daga. 30.9.2021 14:29
Íslendingar minnka sýklalyfjanotkun en enn hæstir meðal Norðurlanda Notkun sýklalyfja í íslenska heilbrigðiskerfinu hefur dregist saman um 30 prósent á fjórum árum ef tekið er mið af heildarsölu sýklalyfja hér á landi. Þrátt fyrir það notkun á slíkum lyfjum enn töluvert meiri hér en annars staðar á Norðurlöndunum. 30.9.2021 14:01
Rannsókn á sprengingunni í Beirút stöðvuð Fjölskyldur fórnarlamba sem féllu í sprengingunni, sem varð í Beirút höfuðborg Líbanon í fyrra, mótmæla því harðlega að rannsókn á sprengingunni hafi verið stöðvuð. Hundruð söfnuðust saman í gær til að mótmæla ákvörðun stjórnvalda og til að krefjast að aðalrannsakandinn, dómarinn Tarek Bitar, fengi að hefja rannsókn sína að nýju. 30.9.2021 11:41
Yrsa tilnefnd til bókmenntaverðlauna á Bretlandi Bókin Gatið eftir rithöfundinn Yrsu Sigurðardóttur hefur veri ð tilnefnd til Petrona verðlaunanna í Bretlandi, sem veitt eru bestu norrænu glæpasögunni. Yrsa hefur hlotið verðlaunin áður, árið 2015 fyrir Rakið og var tilnefnd til verðlaunanna fyrir Aflausn í fyrra. 30.9.2021 11:13
Sextán greindust smitaðir í gær Sextán greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Sjö þeirra sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 44 prósent. Níu voru utan sóttkvíar, eða 56 prósent. 30.9.2021 10:56
Jón nýr rekstrarstjóri Netveitu Jón Finnbogason hefur verið ráðinn sem rekstrarstjóri Netveitu, sem er á vegum Þjónustulausna Origo. Jón starfaði áður sem vörustjóri hjá Símanum og hann starfaði sem verkefnastjóri hjá Kaupþingi. 30.9.2021 10:41
Á þriðja tug tegunda bætast við lista útdauðra dýra Bandaríkin hafa lýst 23 dýrategundir útdauðar, þar á meðal timburdólinn. Vísindamenn segjast hafa gert allt til að reyna að finna fleiri dýr þessara tegunda en ekkert hafi gengið. Ekkert annað sé því í stöðunni en að lýsa þær útdauðar. 30.9.2021 10:28
Trúðaskortur leikur Norður-Íra grátt „Það felst mun meira í því að vera trúður en að setja á sig rautt nef og klæða sig í stórar pokabuxur.“ 30.9.2021 10:07
Vilja ekki nýjar kosningar í Norðvesturkjördæmi: „Bíttar þetta svo miklu?“ Íbúar í Norðvesturkjördæmi eru fæstir á þeim buxunum að blása eigi til nýrra kosninga eftir að annmarkar á framkvæmd þeirra í kjördæminu komu í ljós. 29.9.2021 22:30
Ók á þrjá bíla og missti framdekkið undan bílnum Ökumaður var handtekinn í miðbæ Reykjavíkur á þriðja tímanum í nótt eftir að hann hafði ekið á þrjá bíla og misst annað framdekkið undan bíl sínum. Maðurinn er grunaður um ölvunarakstur. 26.9.2021 06:07