Þrír handteknir vegna líkamsárásar í Árbæ Þrír karlmenn voru handteknir á tólfta tímanum í gærkvöldi grunaðir um líkamsárás í Árbæ. Mennirnir eru nú vistaðir í fangageymslum lögreglu fyrir rannsókn málsins. Einn maður var fluttur á slysadeild til aðhlynningar fyrir vistun en ekki er vitað um áverka. 26.9.2021 06:05
Ásmundur fyrsti þingmaður Framsóknar í Reykjavík norður síðan 2013 Ásmundur Einar Daðason, barna- og félagsmálaráðherra, er fysti Framsóknarmaðurinn sem kemst á þing í Reykjavíkurkjördæmi norður síðan árið 2013. Ásmundur segist hæstánægður með framgang flokksins í kosningunum. 26.9.2021 04:53
Jonas-bróðir á kosningavöku stjórnmálafræðinema Frankie Jonas, yngsti bróðir hinna víðfrægu tónlistarmanna Jonas-bræðra, er staddur á kosningavöku Politica, félags stjórnmálafræðinema. 26.9.2021 03:00
Alvarlega særður eftir hnífsstungu í Osló Karlmaður er alvarlega særður eftir að ráðist var á hann með eggvopni í miðborg Oslóar nú rétt fyrir klukkan þrjú að staðartíma. 26.9.2021 02:38
Inga snortin yfir stuðningnum: „Ég er nú ekki að fara að skæla eins og áður“ Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hæstánægð með þann stuðning sem hún hefur fundið fyrir, og hefur komið fram í nýjustu tölum í kvöld. Miðað við fyrstu tölur og með þeim fyrirvörum sem fylgja, er Flokkur fólksins með 11,7% á landsvísu, og átta þingmenn. 26.9.2021 00:23
Katrín sátt við fyrstu tölur Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, segist sátt með fyrstu tölur. Samkvæmt fyrstu tölum eru Vinstri græn með um 11% fylgi. 25.9.2021 23:41
„Ekki bara eldri karlar í Framsóknarflokknum“ Sigurður Ingi Jóhannsson segir það alls ekki svo að bara eldri karlar séu í Framsóknarflokknum. Stór hjörð ungs fólks hafi bæst í lið við flokkinn undanfarið kjörtímabil og ungar konur séu sérstaklega áberandi í hópnum. 25.9.2021 23:20
„Auðvitað ekki hægt að tapa“ Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, var sigurreifur í ræðu sem hann hélt yfir flokksmönnum sínum á kosningavöku flokksins á Hótel Nordica, eftir að fyrstu tölur kvöldsins bárust úr Norðvesturkjördæmi. 25.9.2021 23:00
„Endurreisn meðal jafnaðarmanna á Íslandi“ Kristrún Frostadóttir, oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavíkurkjördæmi suður segir tíma til kominn að Jafnaðarmenn og vinstriflokkar fái að stýra landinu. Hún upplifi mikla endurreisn meðal Jafnaðarmanna á Íslandi. 25.9.2021 22:29
Sósíaldemókratar missa dampinn og óljóst hver taki við keflinu af Merkel Óvíst er hver muni taka við keflinu af Angelu Merkel Þýskalandskanslara að loknum þingkosningum í Þýskalandi, sem fara fram á sunnudag. Nýjustu kosningaspár sýna að aðeins hársbreidd er á milli fylgis stærstu flokkanna. 24.9.2021 23:46