Vinnustöðum í Rússlandi verði lokað í viku vegna veirunnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. október 2021 23:05 Vladimír Pútín, forseti Rússlands. AP/Alexei Druzhinin Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur samþykkt tillögu rússnesku ríkisstjórnarinnar um að loka öllum vinnustöðum landsins fyrstu vikuna í nóvember til að stemma stigu við útbreiðslu kórónuveirusmita í landinu. Metfjöldi lést í Rússlandi síðasta sólarhringinn vegna Covid-19, eða 1.028 og 34.073 greindust smitaðir. Aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar á einum sólarhring í landinu og fleiri hafa varla greinst smitaðir síðan bólusetningarátak hófst í landinu. Pútín kynnti fyrirhugaðar aðgerðir í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að vikuna 30. október til 7. nóvember verði öllum vinnustöðum lokað. Fólk fái þó greidd laun og aðgerðirnar gætu byrjað fyrr eða varað lengur í sumum ríkjum Rússlands. „Staða faraldursins þróast mismunandi í hverju ríki fyrir sig. Þess vegna munu ríkisstjórar fá heimild til að boða frekari aðgerðir,“ sagði Pútín í ávarpinu. Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega í Rússlandi undanfarnar vikur vegna trega almennings til að vera bólusettur með rússneska bóluefninu Sputnik V. Borgarstjóri Moskvu tilkynnti á dögunum að allir yfir sextugu sem ekki væru bólusettir þyrftu að halda sig heima næstu fjóra mánuði. Þá hefur borgarstjórinn óskað eftir því að verslunarmiðstöðvar verði tilneyddar til að tengja öryggismyndavélar sínar við andlitsgreiningarkerfi, sem yfirvöld hafa aðgang að, svo hægt verði að tryggja að almenningur beri grímur fyrir vitum. Helmingur verslunarmiðstöðva í Moskvu, sem eru alls 600 talsins, hefur ekki tengt myndavélar sínar við kerfið en forseti stéttafélags verslunarmiðstöðva sagði í samtali við fréttastofu Kommersant að vegna aukningu smita í samfélaginu hafi yfirvöld ákveðið að herða tökin. Þær verslunarmiðstöðvar sem muni ekki fylgja fyrirskipuninni muni þurfa að loka. Ástandið í rússneska heilbrigðiskerfinu er sagt gríðarlega slæmt um þessar mundir. Haft er eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússlands, í frétt Reuters að um 650 þúsund heilbrigðisstarfsmenn hlúi um þessar mundir að Covid-19 sjúklingum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11 Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Metfjöldi lést í Rússlandi síðasta sólarhringinn vegna Covid-19, eða 1.028 og 34.073 greindust smitaðir. Aldrei hafa fleiri dáið vegna veirunnar á einum sólarhring í landinu og fleiri hafa varla greinst smitaðir síðan bólusetningarátak hófst í landinu. Pútín kynnti fyrirhugaðar aðgerðir í sjónvarpsávarpi og greindi frá því að vikuna 30. október til 7. nóvember verði öllum vinnustöðum lokað. Fólk fái þó greidd laun og aðgerðirnar gætu byrjað fyrr eða varað lengur í sumum ríkjum Rússlands. „Staða faraldursins þróast mismunandi í hverju ríki fyrir sig. Þess vegna munu ríkisstjórar fá heimild til að boða frekari aðgerðir,“ sagði Pútín í ávarpinu. Sóttvarnaaðgerðir hafa verið hertar verulega í Rússlandi undanfarnar vikur vegna trega almennings til að vera bólusettur með rússneska bóluefninu Sputnik V. Borgarstjóri Moskvu tilkynnti á dögunum að allir yfir sextugu sem ekki væru bólusettir þyrftu að halda sig heima næstu fjóra mánuði. Þá hefur borgarstjórinn óskað eftir því að verslunarmiðstöðvar verði tilneyddar til að tengja öryggismyndavélar sínar við andlitsgreiningarkerfi, sem yfirvöld hafa aðgang að, svo hægt verði að tryggja að almenningur beri grímur fyrir vitum. Helmingur verslunarmiðstöðva í Moskvu, sem eru alls 600 talsins, hefur ekki tengt myndavélar sínar við kerfið en forseti stéttafélags verslunarmiðstöðva sagði í samtali við fréttastofu Kommersant að vegna aukningu smita í samfélaginu hafi yfirvöld ákveðið að herða tökin. Þær verslunarmiðstöðvar sem muni ekki fylgja fyrirskipuninni muni þurfa að loka. Ástandið í rússneska heilbrigðiskerfinu er sagt gríðarlega slæmt um þessar mundir. Haft er eftir Mikhail Murashko, heilbrigðisráðherra Rússlands, í frétt Reuters að um 650 þúsund heilbrigðisstarfsmenn hlúi um þessar mundir að Covid-19 sjúklingum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Rússland Bólusetningar Tengdar fréttir Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50 Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11 Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04 Mest lesið „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Morðinginn í Brown gengur enn laus Erlent Fleiri fréttir Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sjá meira
Metfjöldi smitaðra og látinna í Rússlandi Yfirvöld í Rússlandi greindu í morgun frá því að metfjöldi manna hefði bæði smitast af Covid-19 og dáið vegna sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Faraldurinn hefur náð nýjum hæðum í Rússlandi og er að reynast heilbrigðisstarfsmönnum erfiður. 14. október 2021 09:50
Rússar flykkjast til Serbíu í leit að öðrum bóluefnum Rússar hafa í auknum mæli ferðast til Serbíu til að freista þess að fá vestræn bóluefni á borð við Pfizer og Moderna. Ástæðu fyrir ferðalögunum má rekja til skorts á vottun Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar (WHO) á bóluefninu Sputnik V en hún hefur enn ekki samþykkt efnið. 9. október 2021 10:11
Pútín einangrar sig vegna smitaðra í hans innsta hring Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur ákveðið að einangra sig eftir að fólk í hans innsta hring greindist með Covid-19. Forsetinn ku vera við góða heilsu en hann hefur fengið tvo skammta af rússneska bóluefninu Sputnik V. 14. september 2021 10:04