Orkureiturinn seldur fyrir tæpa fjóra milljarða og uppbygging framundan Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 08:50 Hér má sjá fyrirhugað skipulag Orkureitsins. Reitir Reitir hafa náð samkomulagi við Íslenskar fasteignir ehf. um sölu Orkureitsins svokallaða fyrir 3.830 milljónir króna. Mikil uppbygging er framundan á reitnum ef marka má teikningar af framtíðarútliti reitsins. Til stendur að byggja upp reitinn sem telur nú Ármúla 31 og aðliggjandi fasteignareiti í tengslum við nýtt deiliskipulag sem þegar hefur verið auglýst og er nú í úrvinnslu hjá Rekjavíkurborg. Kaupin ná ekki til gamla Rafmagnsveituhússins að Suðurlandsbraut 34. Frá horni Grensásvegar og Ármúla. Horft er inn Ármúla og inn á byggingarreitinn í átt að gamla Rafmagnsveituhúsinu.Reitir Gert er ráð fyrir að undirritun kaupsamnings og afhending eigi sér stað á fyrsta árfjórðungi næsta árs að því er fram kemur í tilkynningu. Kaupverðið verður greitt með peningum við undirritun samningsins en með samkomulaginu sem nú er í gildi hafa Reitir skuldbundið sig til samstarfs um hönnun, útfærslu og kaupa á um 1.520 fermetra atvinnuhúsnæði, sem stendur til að byggja á lóðinni. Klippa: Uppbygging á Orkureitnum Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að lágreist hús sem standi við Ármúla víki fyrir þriggja til átta hæða nýbyggingum í borgarmiðuðu skipulagi en gamla Rafmagnsveituhúsið fái þó virðingarsess á lóðinni. „Orkureiturinn er miðsvæðis í borginni, á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar og nær einnig upp að Ármúla. Reiturinn liggur við fyrirhugaða Borgarlínu, gegnt útivistarsvæði í Laugardal og í nálægð við fjölbreytta verslun og þjónustu, m.a. í Skeifunni,“ segir í tilkynningunni. Gamla Rafmagnsveituhúsið ásamt nýbyggingum séð úr Laugardalnum, handan Suðurlandsbrautar.Reitir Salan mun ekki hafa áhrif á rekstrarafkomu Reita árið 2021 þar sem afhending hins selda mun ekki eiga sér stað fyrr en í ársbyrjun 2022. Með sölunni hækkar rekstrarhagnaður félagsins um 70 milljónir króna á ársgrundvelli. Söluhagnaður vegna viðskiptanna er áætlaður um 1.300 milljónir króna. Á „Orkutorgi“, torgi á miðjum reitnum, sunnan við Orkuhúsið.Reitir Skipulag Reykjavík Reitir fasteignafélag Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Falsaði fleiri bréf Viðskipti Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Til stendur að byggja upp reitinn sem telur nú Ármúla 31 og aðliggjandi fasteignareiti í tengslum við nýtt deiliskipulag sem þegar hefur verið auglýst og er nú í úrvinnslu hjá Rekjavíkurborg. Kaupin ná ekki til gamla Rafmagnsveituhússins að Suðurlandsbraut 34. Frá horni Grensásvegar og Ármúla. Horft er inn Ármúla og inn á byggingarreitinn í átt að gamla Rafmagnsveituhúsinu.Reitir Gert er ráð fyrir að undirritun kaupsamnings og afhending eigi sér stað á fyrsta árfjórðungi næsta árs að því er fram kemur í tilkynningu. Kaupverðið verður greitt með peningum við undirritun samningsins en með samkomulaginu sem nú er í gildi hafa Reitir skuldbundið sig til samstarfs um hönnun, útfærslu og kaupa á um 1.520 fermetra atvinnuhúsnæði, sem stendur til að byggja á lóðinni. Klippa: Uppbygging á Orkureitnum Samkvæmt tillögunni er gert ráð fyrir að lágreist hús sem standi við Ármúla víki fyrir þriggja til átta hæða nýbyggingum í borgarmiðuðu skipulagi en gamla Rafmagnsveituhúsið fái þó virðingarsess á lóðinni. „Orkureiturinn er miðsvæðis í borginni, á horni Suðurlandsbrautar og Grensásvegar og nær einnig upp að Ármúla. Reiturinn liggur við fyrirhugaða Borgarlínu, gegnt útivistarsvæði í Laugardal og í nálægð við fjölbreytta verslun og þjónustu, m.a. í Skeifunni,“ segir í tilkynningunni. Gamla Rafmagnsveituhúsið ásamt nýbyggingum séð úr Laugardalnum, handan Suðurlandsbrautar.Reitir Salan mun ekki hafa áhrif á rekstrarafkomu Reita árið 2021 þar sem afhending hins selda mun ekki eiga sér stað fyrr en í ársbyrjun 2022. Með sölunni hækkar rekstrarhagnaður félagsins um 70 milljónir króna á ársgrundvelli. Söluhagnaður vegna viðskiptanna er áætlaður um 1.300 milljónir króna. Á „Orkutorgi“, torgi á miðjum reitnum, sunnan við Orkuhúsið.Reitir
Skipulag Reykjavík Reitir fasteignafélag Mest lesið Hætta við yfirtökuna Viðskipti innlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Viðskipti innlent Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent Þegar gott slúður í vinnunni gerir gagn Atvinnulíf Falsaði fleiri bréf Viðskipti Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Viðskipti innlent Fleiri fréttir Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Sjá meira
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent
Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Viðskipti innlent