Spennan milli Póllands og Evrópusambandsins magnast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 08:27 Deilur milli Evrópusambandsins og Póllands virðast bara aukast með hverjum deginum. EPA-EFE/PASCAL ROSSIGNOL Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, og Ursula von der Leyen, foreti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, voru harðorð í garð hvors annars. Deilur milli sambandsins og Póllands hafa undanfarin misseri orðið harðari eftir því sem pólsk stjórnvöld hafa gagnrýnt forræðishyggju sambandsins meir og meir. „Valdsvið Evrópusambandsins er skýrt og við getum ekki setið hjá þegjandi á meðan farið er yfir það valdsvið. Við styðjum evrópska samheldni en ekki evrópska miðstýringu,“ sagði Morawiecki í ræðu sinni í morgun. Undanfarin misseri hefur Evrópusambandið gagnrýnt ríkisstjórn póllands vegna lagabreytinga sem margir telja grafa undan sjálfstæði dómstóla. Deilur sambandsins og Póllands náðu þó nýjum hæðum í síðasta mánuði þegar stjórnskipunardómstóll Póllands úrskurðaði að löggjöf, sem innleiða átti innan Evrópusambandsins, bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Ursula von der Leyen svaraði Morawiecki í morgun og sagði að Evrópusambandið þyrfti að bregðast við úrskurði pólskra dómstóla. Þar kæmi til dæmis til greina að draga málið fyrir dómstóla eða að lokað yrði fyrir fjárstyrki til ríkisins. Grípa þyrfti til aðgerða til að vernda hagsmuni Evrópusambandsins í heild sinni. Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05 Þúsundir komu saman til að lýsa yfir stuðningi við ESB-aðild landsins Mikill fjöldi Pólverja kom saman á götum borga og bæja víðs vegar um landið í gær þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við aðild að Evrópusambandinu. 11. október 2021 06:32 Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8. október 2021 07:55 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, og Ursula von der Leyen, foreti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, voru harðorð í garð hvors annars. Deilur milli sambandsins og Póllands hafa undanfarin misseri orðið harðari eftir því sem pólsk stjórnvöld hafa gagnrýnt forræðishyggju sambandsins meir og meir. „Valdsvið Evrópusambandsins er skýrt og við getum ekki setið hjá þegjandi á meðan farið er yfir það valdsvið. Við styðjum evrópska samheldni en ekki evrópska miðstýringu,“ sagði Morawiecki í ræðu sinni í morgun. Undanfarin misseri hefur Evrópusambandið gagnrýnt ríkisstjórn póllands vegna lagabreytinga sem margir telja grafa undan sjálfstæði dómstóla. Deilur sambandsins og Póllands náðu þó nýjum hæðum í síðasta mánuði þegar stjórnskipunardómstóll Póllands úrskurðaði að löggjöf, sem innleiða átti innan Evrópusambandsins, bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Ursula von der Leyen svaraði Morawiecki í morgun og sagði að Evrópusambandið þyrfti að bregðast við úrskurði pólskra dómstóla. Þar kæmi til dæmis til greina að draga málið fyrir dómstóla eða að lokað yrði fyrir fjárstyrki til ríkisins. Grípa þyrfti til aðgerða til að vernda hagsmuni Evrópusambandsins í heild sinni.
Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05 Þúsundir komu saman til að lýsa yfir stuðningi við ESB-aðild landsins Mikill fjöldi Pólverja kom saman á götum borga og bæja víðs vegar um landið í gær þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við aðild að Evrópusambandinu. 11. október 2021 06:32 Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8. október 2021 07:55 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Sjá meira
Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05
Þúsundir komu saman til að lýsa yfir stuðningi við ESB-aðild landsins Mikill fjöldi Pólverja kom saman á götum borga og bæja víðs vegar um landið í gær þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við aðild að Evrópusambandinu. 11. október 2021 06:32
Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8. október 2021 07:55