Spennan milli Póllands og Evrópusambandsins magnast Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. október 2021 08:27 Deilur milli Evrópusambandsins og Póllands virðast bara aukast með hverjum deginum. EPA-EFE/PASCAL ROSSIGNOL Forsætisráðherra Póllands sagðist hafna miðstýringu Evrópusambandsins og sakaði það um að fara yfir öll valdmörk í ræðu sem hann flutti fyrir Evrópuþinginu í Strassbourg í morgun. Forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins varaði hann við því að komið geti til aðgerða fallist pólsk stjórnvöld ekki á að fylgja Evrópulögum. Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, og Ursula von der Leyen, foreti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, voru harðorð í garð hvors annars. Deilur milli sambandsins og Póllands hafa undanfarin misseri orðið harðari eftir því sem pólsk stjórnvöld hafa gagnrýnt forræðishyggju sambandsins meir og meir. „Valdsvið Evrópusambandsins er skýrt og við getum ekki setið hjá þegjandi á meðan farið er yfir það valdsvið. Við styðjum evrópska samheldni en ekki evrópska miðstýringu,“ sagði Morawiecki í ræðu sinni í morgun. Undanfarin misseri hefur Evrópusambandið gagnrýnt ríkisstjórn póllands vegna lagabreytinga sem margir telja grafa undan sjálfstæði dómstóla. Deilur sambandsins og Póllands náðu þó nýjum hæðum í síðasta mánuði þegar stjórnskipunardómstóll Póllands úrskurðaði að löggjöf, sem innleiða átti innan Evrópusambandsins, bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Ursula von der Leyen svaraði Morawiecki í morgun og sagði að Evrópusambandið þyrfti að bregðast við úrskurði pólskra dómstóla. Þar kæmi til dæmis til greina að draga málið fyrir dómstóla eða að lokað yrði fyrir fjárstyrki til ríkisins. Grípa þyrfti til aðgerða til að vernda hagsmuni Evrópusambandsins í heild sinni. Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05 Þúsundir komu saman til að lýsa yfir stuðningi við ESB-aðild landsins Mikill fjöldi Pólverja kom saman á götum borga og bæja víðs vegar um landið í gær þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við aðild að Evrópusambandinu. 11. október 2021 06:32 Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8. október 2021 07:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Mateusz Morawiecki, forsætisráðherra Póllands, og Ursula von der Leyen, foreti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, voru harðorð í garð hvors annars. Deilur milli sambandsins og Póllands hafa undanfarin misseri orðið harðari eftir því sem pólsk stjórnvöld hafa gagnrýnt forræðishyggju sambandsins meir og meir. „Valdsvið Evrópusambandsins er skýrt og við getum ekki setið hjá þegjandi á meðan farið er yfir það valdsvið. Við styðjum evrópska samheldni en ekki evrópska miðstýringu,“ sagði Morawiecki í ræðu sinni í morgun. Undanfarin misseri hefur Evrópusambandið gagnrýnt ríkisstjórn póllands vegna lagabreytinga sem margir telja grafa undan sjálfstæði dómstóla. Deilur sambandsins og Póllands náðu þó nýjum hæðum í síðasta mánuði þegar stjórnskipunardómstóll Póllands úrskurðaði að löggjöf, sem innleiða átti innan Evrópusambandsins, bryti í bága við stjórnarskrá landsins. Ursula von der Leyen svaraði Morawiecki í morgun og sagði að Evrópusambandið þyrfti að bregðast við úrskurði pólskra dómstóla. Þar kæmi til dæmis til greina að draga málið fyrir dómstóla eða að lokað yrði fyrir fjárstyrki til ríkisins. Grípa þyrfti til aðgerða til að vernda hagsmuni Evrópusambandsins í heild sinni.
Pólland Evrópusambandið Tengdar fréttir Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05 Þúsundir komu saman til að lýsa yfir stuðningi við ESB-aðild landsins Mikill fjöldi Pólverja kom saman á götum borga og bæja víðs vegar um landið í gær þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við aðild að Evrópusambandinu. 11. október 2021 06:32 Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8. október 2021 07:55 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Banaslys við Tungufljót Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Landamæravörðum veitt heimild til að vísa fólki frá án málsmeðferðar Pólska þingið hefur samþykkt ný lög sem gefa landamæravörðum heimild til að vísa flóttafólki frá landinu nær samstundis og án nokkurrar málsmeðferðar. Þetta á bæði við um farandverkamenn og þá sem óska formlega eftir hæli í Póllandi. 15. október 2021 07:05
Þúsundir komu saman til að lýsa yfir stuðningi við ESB-aðild landsins Mikill fjöldi Pólverja kom saman á götum borga og bæja víðs vegar um landið í gær þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við aðild að Evrópusambandinu. 11. október 2021 06:32
Stjórnskipunardómstóll Póllands segir Evrópulög ekki samrýmast stjórnarskránni Stjórnskipunardómstóll Póllands hefur komist að þeirri niðurstöðu að sum Evrópulög samrýmist ekki stjórnarskrá landsins. Dómstóllinn segir enn fremur að stofnanir Evrópu seilist lengra en valdheimildir þeirra heimila. 8. október 2021 07:55