Skothylkin fuku í vindinum í Rauðagerði Lögreglukona sem bar vitni í Rauðagerðismálinu í dómsal í morgun segir að skothylki hafi fokið til í vindinum í Rauðagerði þegar hana bar að garði. Önnur lögreglukona sagðist ekki hafa verið meðvituð um að skotárás hefði átt sér stað þegar hún mætti á vettvang. 14.9.2021 10:08
Þórey ráðin sem framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs hjá Florealis Þórey Haraldsdóttir hefur verið ráðin sem framkvæmdastjóri rannsókna- og þróunarsviðs íslenska lyfjafyrirtækisins Florealis. Þórey er lyfjafræðingur að mennt og hefur áratuga reynslu sem stjórnandi í lyfjaiðnaðinum. 13.9.2021 16:21
Breskrar leikkonu leitað í Los Angeles Bresku leikkonunnar Tönyu Fear er leitað í Los Angeles í Kaliforníu en síðast sást til hennar á fimmtudag að sögn vina hennar og fjölskyldu. Hún var skráð sem týnd manneskja hjá lögreglunni í Los Angeles á fimmtudag, 9. september. 13.9.2021 15:49
Sakar forsetahjónin um gerendameðvirkni og hræsni Sigurður G. Guðjónsson, hæstaréttarlögmaður, hefur sakað forsetahjón Íslands um að hafa hylmt yfir með starfsmanni forsetaembættisins sem hefur verið kærður fyrir kynferðislega áreitni á vinnustaðnum. 13.9.2021 15:02
Banaslysið við Stigá: Með rangan hjálm og á alltof miklum hraða Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í bifhjólaslysi við Stigá í Austur-Skaftafellssýslu í fyrrasumar var ekki með hjálm sem ætlaður er til notkunar við akstur bifhjóls þegar hann lést. Þá hafi hann ekið of hratt. Þetta kemur fram í skýrslu Rannsóknarnefndar samgöngunefndar um slysið. 13.9.2021 14:43
Guðni biðst afsökunar á að hafa sagt fólki að vera ekki fávitar Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hefur beðist afsökunar á að hafa notað orðið fáviti í umræðu um kynferðisofbeldismál. Hann segir það ekki hafa gert neinum gott og allra síst honum sjálfum. 13.9.2021 13:25
26 greindust smitaðir innanlands Að minnsta kosti 26 greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Þrettán voru í sóttkví við greiningu og þrettán utan sóttkvíar. 13.9.2021 10:54
Búast megi við fleiri netárásum í framtíðinni Búast má við að netárásum á greiðslumiðlunarfyrirtæki fari fjölgandi hér á landi. Netöryggissveit Fjarskiptastofu og Seðlabankinn hafa netárás sem framin var í gærkvöldi til skoðunar. 12.9.2021 19:11
Væri mögulega ekki á lífi hefði nágranninn ekki komið heim í tæka tíð Ung kona sem slapp naumlega eftir að eldur kom upp í íbúð hennar á föstudaginn segir magnað að hún sé á lífi. Hún var sofandi þegar nágranni hennar kom óvænt heim og varð eldsins var. 12.9.2021 18:00
Loka leiðinni að gosstöðvunum vegna veðurs Leiðinni að gosstöðvunum við Fagradalsfjall hefur verið lokað vegna veðurs. Gul veðurviðvörun tekur gildi á stórum hluta landsins síðdegis í dag. 12.9.2021 15:19