Sjálfstæðisflokkurinn bauð Ernu velkomna í flokkinn á laugardag Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 12. október 2021 10:01 Erna segir þessa kveðju Sjálfstæðisflokksins, þar sem hún er boðin velkomin í flokkinn, vera byggða á misskilningi. Vísir Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti á laugardag að Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis Þórarinssonar og Miðflokkskona, hafi ákveðið að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn og starfa innan þingflokks hans. Erna tilkynnti hins vegar í morgun að hún muni ekki fylgja Birgi eftir, heldur halda til í Miðflokknum. „Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis, hefur einnig ákveðið að starfa innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins í störfum sínum á Alþingi,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins og í Facebook-deilingu tilkynningarinnar á síðu Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tilkynningu Sjálfstæðisflokksins hefur nú verið breytt á heimasíðunni xd.is en hægt er að sjá upphaflegu færsluna í myndinni hér að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi bauð Birgi og Ernu velkomin í flokkinn á laugardag. Erna hefur þó ekki gengið til liðs við flokkinn.Vísir Birgir tilkynnti það á laugardaginn að hann hafi gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og ýjaði að því að Erna myndi fylgja honum eftir. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið á laugardag að hann hafi rætt vistaskiptin við Ernu, varaþingmann sinn, og hún hafi stutt hann í ákvörðun sinni. Ekkert náðist í Ernu vegna málsins alla helgina og ekki í gær heldur. Það var ekki fyrr en í morgun sem Erna mætti í viðtal um vistaskiptin í Bítinu á Bylgjunni. Þar tilkynnti hún að hún ætli ekki að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn. „Ég hef ekki skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna í morgun. Í samtali við fréttastofu segir Erna þessa kveðju Sjálfstæðisflokksins byggða á einhverjum misskilningi. Sá misskilningur hljóti að koma frá Birgi, sem hljóti að hafa mistúlkað orð hennar. „Hann hlýtur að koma frá Birgi. Það voru samtöl, fólk talar saman og fólk metur sína stöðu og finnur þegar storminn lægir hver ég er. Ég verð að vera sú sem ég er og ég ætla að fara í mína vinnu, ég ætla að hugsa um mína fjölskyldu. Annað hefur sinn gang. Annað eins hefur nú breyst á nokkrum dögum.“ Í viðtali í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun svaraði Birgir tilkynningu Ernu og sagði það hljóta að vera að Erna hafi skipt um skoðun með að fylgja honum vegna umræðunnar sem hafi skapast. „Hún tjáði mér það að hún ætlaði að koma með mér yfir. Hún hefur greinilega skipt um skoðun og ég held að það sé partur af þeirri hörðu umræðu sem hefur verið í samfélaginu og haft mikil áhrif á hana,“ sagði Birgir í morgun og RÚV greinir frá. Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins 12. október 2021 07:49 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. 11. október 2021 11:58 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
„Erna Bjarnadóttir, varaþingmaður Birgis, hefur einnig ákveðið að starfa innan þingflokks Sjálfstæðisflokksins í störfum sínum á Alþingi,“ stendur í tilkynningu á heimasíðu Sjálfstæðisflokksins og í Facebook-deilingu tilkynningarinnar á síðu Sjálfstæðisflokksins í Suðurkjördæmi. Tilkynningu Sjálfstæðisflokksins hefur nú verið breytt á heimasíðunni xd.is en hægt er að sjá upphaflegu færsluna í myndinni hér að ofan. Sjálfstæðisflokkurinn í Suðurkjördæmi bauð Birgi og Ernu velkomin í flokkinn á laugardag. Erna hefur þó ekki gengið til liðs við flokkinn.Vísir Birgir tilkynnti það á laugardaginn að hann hafi gengið til liðs við Sjálfstæðisflokkinn og ýjaði að því að Erna myndi fylgja honum eftir. Hann sagði í viðtali við Morgunblaðið á laugardag að hann hafi rætt vistaskiptin við Ernu, varaþingmann sinn, og hún hafi stutt hann í ákvörðun sinni. Ekkert náðist í Ernu vegna málsins alla helgina og ekki í gær heldur. Það var ekki fyrr en í morgun sem Erna mætti í viðtal um vistaskiptin í Bítinu á Bylgjunni. Þar tilkynnti hún að hún ætli ekki að fylgja Birgi yfir í Sjálfstæðisflokkinn. „Ég hef ekki skráð mig í Sjálfstæðisflokkinn og er ekki á leiðinni þangað,“ sagði Erna í morgun. Í samtali við fréttastofu segir Erna þessa kveðju Sjálfstæðisflokksins byggða á einhverjum misskilningi. Sá misskilningur hljóti að koma frá Birgi, sem hljóti að hafa mistúlkað orð hennar. „Hann hlýtur að koma frá Birgi. Það voru samtöl, fólk talar saman og fólk metur sína stöðu og finnur þegar storminn lægir hver ég er. Ég verð að vera sú sem ég er og ég ætla að fara í mína vinnu, ég ætla að hugsa um mína fjölskyldu. Annað hefur sinn gang. Annað eins hefur nú breyst á nokkrum dögum.“ Í viðtali í Morgunútvarpi Rásar tvö í morgun svaraði Birgir tilkynningu Ernu og sagði það hljóta að vera að Erna hafi skipt um skoðun með að fylgja honum vegna umræðunnar sem hafi skapast. „Hún tjáði mér það að hún ætlaði að koma með mér yfir. Hún hefur greinilega skipt um skoðun og ég held að það sé partur af þeirri hörðu umræðu sem hefur verið í samfélaginu og haft mikil áhrif á hana,“ sagði Birgir í morgun og RÚV greinir frá.
Miðflokkurinn Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Alþingiskosningar 2021 Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins 12. október 2021 07:49 Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51 Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. 11. október 2021 11:58 Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Innlent Fleiri fréttir Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Sjá meira
Erna fylgir Birgi ekki í Sjálfstæðisflokkinn Erna Bjarnadóttir ætlar ekki að fylgja Birgi Þórarinssyni og verða varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins á kjörtímabilinu. Birgir gaf í skyn yfirlýsingu um helgina að Erna ætlaði að fylgja honum úr Miðflokknum til Sjálfstæðisflokksins 12. október 2021 07:49
Birgir truflar ekki stjórnarmyndunarviðræður Leiðtogar ríkisstjórnarflokkanna taka fyrir að vistaskipti Birgis Þórarinssonar yfir í Sjálfstæðisflokk hafi áhrif á yfirstandandi stjórnarmyndunarviðræður. Formaður Sjálfstæðisflokksins segir litla umræðu hafa átt sér stað innan þingflokksins áður en ákvörðun var tekin. 11. október 2021 19:51
Ekki nýtt að ólíkir persónuleikar séu í þingliði Sjálfstæðisflokksins Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist sannfærður um að Birgir Þórarinsson geti lagt þingflokki hans lið þrátt fyrir ýmsar umdeildar skoðanir. Birgir hljóti að telja sig geta rúmast innan Sjálfstæðisflokksins í ljósi þess að hann skipti yfir í flokkinn. 11. október 2021 11:58